Hugleiðing

 

Meðan ég sat og hlustaði á þetta lag með lokuð augu, varð mér hugsað til ykkar vina minna nær og fjær, sem standa hjarta mínu næst. Þetta lag fyllti hjarta mitt af kærleik og sendi ég það allt upp til himna fyrir ykkur og langar mig því að deila þessu með ykkur. Hlustið á það og hugsið til allra sem standa hjarta ykkar nær um leið og þið finnið hvernig sál ykkar og hjarta fyllist af hlýju.

 

Jafnframt er hér smá hugleiðing sem vert er að hafa í huga. Vinkona mín sendi mér þetta.

 

Lag af ryki verndar viðinn undir því..... Húsið verður heimilislegra þegar þú getur skrifað "Ég elska þig" í rykið á húsgögnunum. Ég var vön að eyða endalausum tíma í þrif um hverja helgi til þess að vera viss um að allt væri fullkomið ef að einhver skyldi koma óvænt í heimsókn. Að lokum uppgötvaði ég að það kom engin í heimsókn því það voru allir úti að skemmta sér ! !

Jæja.......... en þegar fólk kemur í heimsókn, þá þarf ég ekki að útskýra ástandið á heimilinu. Þeir hafa meiri áhuga á að heyra um þá hluti sem ég hef verið að gera á meðan ég var úti á lífinu að skemmta mér. 

Ef þú hefur ekki uppgötvað þetta ennþá, þá skaltu fara eftir þessu heilræði: Lífið er stutt............... njóttu þess ! ! ! !

Þurrkaðu af ef þú verður, en þá verður ekki mikill tími til; að synda í ám  og klifa fjöll, hlusta á tónlist og lesa bækur. Fagna með vinum og lifa lífinu. 

Þurrkaðu af ef þú verður..... en væri ekki betra að mála mynd eða skrifa bréf, baka smákökur eða kökur og sleikja sleifina, eða sá fræi? Hugleiddi muninn á því sem þú vilt eða þarft. 

Þurrkaðu af ef þú verður..... en heimurinn bíður eftir þér þarna úti, með sólskinið í augum þínum, vindinn í hárinu, flögrandi snjókornum eða fíngerðum úða. 

Þessi dagur kemur ekki aftur og þegar þú ferð - og þú verður að fara, þá munt þú sjálf/sjálfur skapa meira ryk

Það er ekki það sem þú safnar, heldur það sem þú sáir sem segir til um það hvernig lífi þú hefur lifað.

 

Molinn er tileinkaður lífinu. Nýttu sem best það sem er á þínu valdi, taktu öðru bara eins og það kemur fyrir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég elska þig hnoðrinn minn

systa (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 14:11

2 identicon

Hæ skvís! Takk fyrir frábæran stelpumorgunverðarmorgunn á sunnudaginn var, gerum þetta pottþétt aftur. SvOOoooooo gaman þegar við stelpurnar spjöllum um allt á milli himmel og jord. Þetta með rykið er nú soldið gott og í lagi að fara eftir þessu nema fyrir þá  sem hafa  ofnæmi fyrir því þá gengur það ekki upp að skrifa bara í það eftir því sem það þykkist á borðum og gólfum.. hehehe - eða ???

sammy (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 14:56

3 Smámynd: Dísa Dóra

haha þessi er góður.  Hef nú lengi haft uppi á ísskáp segul með máltækinu að betri er smá skítur í hornum en hreint helvíti    

Dísa Dóra, 16.2.2009 kl. 15:47

4 identicon

Ótrúlega fallegt lag...fór með mann í annann heim. En takk fyrir síðast...frábær stund sem við áttum hjá Sammý, vonandi endurtökum við þetta fljótt

knúsknús

Ólöf (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 16:05

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Dúlla! Það er ROSAlega hættulegt að synda í ánni!! Var ekki búið að segja þér það?

Hrönn Sigurðardóttir, 16.2.2009 kl. 19:57

6 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Guð sé lof að það er ryk heima hjá mér, er skipulögð en er frekar löt með rykið hehe en það lítur út fyrir að það sé bara gott mál.  Frábært þá líður mér betur. Alltof langt síðan síðast hérna inni en vonandi líður þér þokkalega og fjölskyldunni. Knús í bæinn

Guðrún Helga Gísladóttir, 16.2.2009 kl. 20:27

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Myndbandið er yndislegt

Hugleiðingin er góð....þess vegna þríf ég þegar mér sýnist og alls ekki um helgar og kvöldin.

Hitti þig vonandi sem fyrst. Knússssssss

Solla Guðjóns, 16.2.2009 kl. 21:35

8 identicon

Virkilega góð hugleiðing !!

Vona að þú hafir það gott, hugsa mikið til þín

Kristín (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 23:03

9 identicon

komdu sæl mamma....hvað segiru??....hérna er allt fínt að frétta hjá mér á reyðarfyrði og spurning hvort ég færi mig jafnvel lengra...það gerist nu ekki strax samt...en ég náði mér í eina einstæða móður 23 ára að aldri og á 4 ára dóttir......og spurning hvort þarna se eithvað á ferð...en  annars er hundleiðinlegt herna nuna það er svo brjálað veður hehe....en ég var farinn að fá samviskubit yfir þvi að hafa ekki skrifað hérna inná síðuna hjá þér lengi ....þannig ég ákvað að skrifa hérna væna slummu til þin sem meikar kanski ekkert sens....þvi ég er svo þreittur eftir helgina hehe:D þannig ég held ég stoppi bara herna og jónpáll biður að heilsa og sigurður kári líka og ómar líka

Leifur (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 23:31

10 identicon

Hæ elsku Tína mín!

Takk fyrir þetta yndislega lag og takk fyrir hugsunina með því. Ég hugsaði sterkt til þín og allra sem mér þykir vænt um, á meðan ég hlustaði á það. Mér fannst ég bara svífa upp á einhverri yndislegri kærleiksbylgju við að hlusta á það. Hafðu hjartans þökk fyrir, kæra vinkona!

Og þessi speki varðandi rykið er bara dásamleg, auðvitað á maður að láta það ganga fyrir að lifa lífinu, í staðinn fyrir að vera með afþurrkunarklútinn á lofti.

Hafðu það gott, elskan og vonandi líður þér sem best.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 00:01

11 Smámynd: SigrúnSveitó

Knúúútzzzzzzz.......

SigrúnSveitó, 17.2.2009 kl. 00:11

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.2.2009 kl. 00:57

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Minn viður er greinilega vel verndaður, þar sem ég er afspyrnu löt við hreingerningar.  Lagið var flott, og moli dagsins er gullmoli.  Knús í þitt hús, kæra bloggvinkona. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.2.2009 kl. 01:38

14 Smámynd: JEG

Já ég hugsa vel um viðinn minn   þvi ég er fyrir löngu búin að gefast upp á rykpúkanum og má hann því ganga sjálfala hér upp að vissu marki hehe...... Yndislegt lag svo sannarlega.  Og þetta er svo satt að fólk kemru ekkert frekar þó allt sé sjæní.  Því það er jú vonandi að heimsækja okkur en ekki mublurnar og rykið.  Skil hreinlega ekki sumar konur sem virðast bara vera með þrifæði og sofa ekki nema að hillusamsæðan sé ryklaus.  Verandi með 4 börn og bú og það sést ekki því allt er sjæní fínt eins og það sér ein tælensk inní skáp sem kemur út á 2 tíma fresti til að strjúka af öllu    Hér á bæ er engi tælensk né pólsk en þar sem maður er jú með krakka þarf maður að strjúka af stöku sinnum svona heilsunnar vegna hihihihii.....

En það er nákvæmlega málið maður reynir að sá til að uppskera en stundum er jarðvegurinn ekki eins og maður vildi en þá reynir maður bara betur.

Knús á þig mín kæra og farðu vel með þig og í guðs bænum láttu ánna vera því það er jú ein sú hættulegasta á sem er þér hjá.  Ég skal fara með þig að vaða og sulla í minni á enda mun hættuminni.   Luvya 

JEG, 17.2.2009 kl. 10:27

15 Smámynd: Einar Indriðason

Innlitskvitt, Tína mín, og innlitsknús!

Einar Indriðason, 17.2.2009 kl. 19:10

16 Smámynd: Tiger

  Ussuss .. maður segist alltaf vera áhyggjulaus útaf rykinu og draslinu sínu - en svo þegar gesta er von - þá hleypur maður alltaf og skilyrðislaust upp til handa og fóta - þurrkar og skúrar og þvær þar til maður er löðursveittur frá tám að toppi.

Æi, maður hugsar sjálfur með sér að fólk á ekki að pæla svona mikið í allsherjar þrifnaði - en svo gerir maður þetta samt sjálfur í raun og veru. Ég er ekkert betri - er kattþrifinn og myndi ekki láta gesti sjá ryk eða drasl hjá mér, viðurkenni það alveg. En, málið er bara að ég er hörkuduglegur - fljótur að þrífa og geri það vel á stuttum tíma - svo það böggar mig reyndar lítið sem ekki neitt.

Sjálfum líður mér reyndar svo ofboðslega vel þegar allt er skínandi hreint og ilmandi - svo ég þríf til að mér líði vel - en ekki bara til að gestir sjái ekki rykið mitt...

En það er satt að margir eru hreinlega með þrif og tuskur á heilanum - eru með æði og eru yfirdrifin þannig að það má varla koma við nokkuð hjá þeim - það er náttúrulega bilun á háu stigi.

En, elsku Tína mín - yndislegt að sjá hreyfingu hjá þér og lífsmark. Var farinn að sakna þín heilmikið. Sendi þér helling af knúsum og kreistum - og vona að þér líði vel og að þú farir vel með þig! Guð gæti þín!

Tiger, 18.2.2009 kl. 01:10

17 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 19.2.2009 kl. 17:36

18 Smámynd: Sigrún Óskars

Oh hvað þú ert yndisleg Tína   - þetta er frábær færsla. Mér finnst ekkert gaman að þrífa, nema ef Queen eða Meat Loaf þrífa með mér og ég er nú sammála Tiger, manni líður nú betur ef allt er hreint hjá manni.

Stórt knús til þín

Sigrún Óskars, 24.2.2009 kl. 22:12

19 Smámynd: Sigrún Óskars

Gleymdi að þakka fyrir lagið og hugleiðinguna. Ég gerði eins og þú ráðlagðir - hugsaði um þá sem standa mér næst og fann hvað mér leið vel á eftir.

knúsíknús

Sigrún Óskars, 24.2.2009 kl. 22:14

20 Smámynd: M

M, 25.2.2009 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband