Enn ein pælingin

Kannast þú við að fara allt í einu að hugsa um eitthvað sem þú hefur gert einhverjum eða sagt sem var kannski miður fallegt? Það kemur ansi oft fyrir mig nú til dags og fer ég þá ósjálfrátt að gretta mig og hjartað í mér herpist við tilhugsunina. Um leið spyr ég sjálfa mig "hvað varstu að hugsa þá og hver var nákvæmlega tilgangurinn með þessu?"

Helst langar mig þá að hlaupa af stað og biðja viðkomandi fyrirgefningar á gjörðum mínum og/eða orðum. En hver væri hugsunin á bak við? Væri ég að þessu til að hinum líði betur eða til að friða sjálfa mig og mína samvisku?

Sannleikurinn skal sagður hér og er ég hrædd um að hið siðarnefnda væri rétta ástæðan. Jújú ég get svo sem talið sjálfri mér trú um að ég væri að þessu til að hinum líði betur og væri það sjálfsagt líka viljinn með því, en við vitum öll að það væri ekki allskostar rétt. Sennilegast er viðkomandi búin að jafna sig á særindunum að því marki að þetta hefur engin áhrif á hið daglega líf.

En hvað get ég þá gert þegar samviskan bankar upp á vegna liðinna atburða? Mín skoðun er að tvennt verði að koma til. Það fyrsta er að iðrast einlæglega og hitt er að læra af reynslunni. Staðreyndin er sú að annað má sín lítils ef hitt fylgir ekki. Ég tel heldur ekki nóg að segja mér sjálfri mér að þetta ætli ég aldrei að gera aftur. Því eftir stendur að ég særði einhvern og verð ég að bæta fyrir það. Mitt mat er að best sé að vera einhversstaðar ein með sjálfri mér og gefa mér svo tíma til að setja mig spor þess sem fyrir varð, helst þar til ég skynja sársaukann sem ég olli með framferði mínu. Þetta held ég að sé eina leiðin til að iðrast einlæglega og læra af reynslunni.

Ansi oft bregst ég við aðstæðum án þess að hugsa. T.d get ég nefnt eitt af því sem ég þoli ekki, en það er léleg þjónusta. En hver þykist ég vera? Er ég svona óskaplega sjálfhverf og merkileg að mér sé gjörsamlega fyrirmunað að gefa gaum að því að kannski líður afgreiðslumanninum ekki vel á sálinni, í hjartanu eða líkamlega? Ætla ég virkilega að vera sú sem bætir á vanlíðan viðkomanda? Dóttir mín vinnur við afgreiðslu og hefur það ansi oft komið fyrir að hún kemur eyðilögð heim vegna framkomu viðskiptavina. Hún hefur sagt mér að stundum sé hún bara búin að fá nóg af ömurlegri framkomu manna að þegar svo kemur einn almennilegur þá sé það henni nánast um megn að vera almennileg á móti.

Lítum okkur nær og tökum aðeins til hjá okkur og okkar framkomu. Ég veit ekki með ykkur en svo sannarlega langar mig ekki til að vera manneskjan sem eyðileggur daginn fyrir öðrum. Þess vegna ætla ég að æfa mig í að setja mig í spor annarra.

Það býr kærleikur og samkennd í okkur öllum. Dreifum því í kringum okkur. Brosum meira, því meðan við brosum er erfitt að hnussa, agnúast út í aðra, hvæsa eða vera með leiðindi.

 

Guð geymi ykkur öll, fangið ljósið sem býr innra með ykkur og látið það lýsa upp ykkar tilveru.

 

 

Molinn:  Það skiptir ekki mestu að bæta árum við líf sitt, heldur hitt, að bæta lífi við ár sín. - Alexis Carrel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndisleg færsla og loka setningin svo sönn

Sigrún Jónsdóttir, 26.2.2009 kl. 16:53

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Sko Tínan mín ég er búin að vera í þeirri aðstöðu í um 2 ár að ég hef viljað að vissir aðilar kæmu og ræddu málin og umfram allt bæðust afsökunar....ég var borin rangri sök og liðið þorir ekki að koma hrein fram við mig  og það finnst mér sárt ....Þannig að það eru til margir fletir á fyrirgefningunni.

Þetta er fallleg og góð hugsun hjá þér ástin

Solla Guðjóns, 26.2.2009 kl. 17:23

3 Smámynd: Tína

Ég er þér algjörlega sammála þér Solla mín. Að sjálfsögðu á maður líka að fara og ræða við manneskjuna sem maður gerði rangt til. Viðurkenna sín mistök. En það sem ég á við er að það er ekki nóg. Eða það er í minnsta mitt mat.

Tína, 26.2.2009 kl. 18:15

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mig langar alltaf til að knúsa þig meir og meir.  Það er bara þannig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.2.2009 kl. 20:19

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Hæ mín kæra, takk fyrir skilaboðið :) Þú ert yndi. Endilega, förum að heyrast, og skipuleggja kaffidrykkju og gott spjall.

Stórt knús, S.

SigrúnSveitó, 26.2.2009 kl. 20:54

6 Smámynd: Ragnheiður

VÓ!

(ég er á réttu bloggi )

Þessi pistill er bara æðislegur, hvert orð satt og rétt.

Ragnheiður , 26.2.2009 kl. 21:23

7 identicon

Þú getur komið svo skemmtilega að orði og þetta er hverju orði sannara hehe og ertu búin að setja þig þig í mín spor þú kalda nef?

Sigurlín (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 22:04

8 Smámynd: JEG

Mundu bara eitt mín kæra......þú ert GULLMOLI.  Ohhh já blessuð afgreiðslustörfin  been theer doon that......étur mann gersamlega og maður er svo þreyttur andalega sem og líkamlega að hálfa væri fjall.  Stundum gaman - oft erfitt.  Alltof margir kúnnar sem búa til vandann og alltof fáir sem maður þráir að afgreiða því þeir eru æði á allan hátt.

Knús á þig mín fína gyllta. Luvya 

JEG, 26.2.2009 kl. 22:16

9 Smámynd: Helgan

Sæl vina

einlæg og skemmtileg skrif hjá þér mættu sko allir lesa þetta og læra af afgreiðslustarf er sko ekki alltaf auðvelt sér í lagi andlega maður kannast nú alveg við það, mikil munur að brosa og bjóða góðan daginn og fá það sama til bakaskemmtilegar pælingar hjá þér og mikil kærleikur á þessari síðu. tek undir með þér bros bros bros maður brosir aldrei nógu mikið

Takk fyrir að vera bloggvinkona mín 

Bros til þín

Helgan, 26.2.2009 kl. 23:52

10 Smámynd: Ragnheiður

Tína mín

Á síðunni minni er albúm sem heitir lopapeysur og líka á facebook síðunni minni

Kær kveðja

Ragnheiður , 27.2.2009 kl. 11:51

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Veistu ég held að ég hafi aldrei verið ókurteis við afgreiðslumanneskju.  Mitt mottó er kurteisi kostar ekkert, og yfirleitt fær maður það til baka.  Ef einhver er ókurteis við mig í vinnunni minni, þá svara ég í yfirleitt kusteislega     Knús og kram í þitt hús. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.2.2009 kl. 12:08

12 Smámynd: Sigrún Óskars

Þú ert svo einlæg og býrð yfir miklu æðruleysi. Maður finnur einhvern frið og kærleik þegar maður les bloggið þitt - svo toppar molinn alltaf.

Ljósið frá þér Tína lýsir upp tilveruna, svo sannarlega

Eigðu góða helgi og sendi þér stórt knús

Sigrún Óskars, 27.2.2009 kl. 23:01

13 Smámynd: Einar Indriðason

Það þyrfti að virkja þig og gullmolana þína!  Heimurinn væri betri ef fleiri hefðu og lifðu eftir svona heimspeki og þú ert með.

Annars er þetta bara örstutt innlitskvitt í bili.

Farðu vel með þig og *knús* á þig!

Og... góða helgi :-)

Einar Indriðason, 28.2.2009 kl. 08:35

14 Smámynd: Tiger

 Yndislega Tína - það er ekkert annað hægt að segja um þig dásemdin mín.

Það er svo mikill sannleiki og viska í þessu öllu hjá þér - og það er svo mikið nauðsynlegt að fólk fari að vakna og hlú að öllu því góða í kringum okkur öll. Það er svo lítið sem þarf til að bjarga deginum fyrir einhverjum sem maður mætir - en það þarf heldur ekki mikið til að rústa deginum og jafnvel dögum, vikum, mánuðum og jafnvel árum einhvers - aðeins með smá meinfýsi eða grimmri framkomu.

Fólk er eins mistilbúið og það er margt - að takast á við það ef einhver kastar aur yfir það eða kemur illa fram við það. Sumir hrista það bara af sér og taka varla eftir því - á meðan það sest á sálina hjá öðrum og situr þar árum saman jafnvel.

Einmitt núna á tímum erfiðleika og kreppu - er það bara hreinlega lífsnauðsyn að opna fyrir kærleikann, vináttuna og samkenndina. Sýna hvert öðru hlýju, brosa og knúsa hvert annað - segja litla fallega settningu eða leyfa fallegum hrósum að fljúga. Stundum má líka bara þegja - frekar en að segja eitthvað misjafnt - jafnvel þó hið "misjafna" ætti kannski rétt á sér þannig séð - stundum betra að þegja en að segja eitthvað sem bítur .. bara til að segja eitthvað.

Heimurinn þarfnast fleiri eintaka af Tínu - heimurinn væri svo dásamlegur ef það væri Tína á hverjum bæ! Ég elska innviði þitt Tína mín - þú ert svo ótrúlega falleg þar - okok - ert reyndar falleg hið ytra líka en ég verð víst að sætta mig við að fá ekki allt bara sí soonna!

Knús á þig yndislegust! Hafðu ljúfa helgina og farðu ofurvel með þig og takk fyrir þessa fallegu færslu!

Tiger, 28.2.2009 kl. 15:22

15 Smámynd: Heimir Tómasson

Knús!

Heimir Tómasson, 1.3.2009 kl. 06:05

16 Smámynd: Gunna-Polly

RISA KNÚS

Gunna-Polly, 1.3.2009 kl. 13:17

17 identicon

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 12:22

18 identicon

að biðjast fyrirgefningar er lágmark og fyrsta skrefið áður en þú byrjar á innri skoðun og ef þú kemst að þvi eftir það að beiðnin var ekki nógu einlæg hjá þér .... biðstu þá aftur fyrirgefningar.... wf einhver biðst fyrirgefningar þá gerist það varla einlægara að minu mati..... það er nefnilega aldrei auðvelt er það nokkuð?????

annabella (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband