Upplifun barna

Veikindi eru alltaf erfið en maður tekur á þeim eins og öðru. Sumir segja að maður sé alveg svakalega duglegur, en það er nú ekki eins og maður hafi eitthvað val. Lífið heldur áfram hvernig sem manni líður og er þá ekki um neitt annað að ræða en að halda áfram. En það er eitt sem maður stendur ráðþrota fyrir en það er hvernig börn manns upplifa þetta ástand.

Kristján minn (16 ára) fór í fermingaveislu hjá bróður sínum í gær (samfeðra) sem var í bænum. Ég ákvað að fara ekki því ég kúgast orðið svo mikið að ég forðast að vera í margmenni. Mínir nánustu vita af þessu og láta sem ekkert sé þegar ég byrja. En ég vil ekki bjóða ókunnugum upp á þetta.

Þegar Kristján kom svo heim í gærkvöldi þá sagði hann að margir hefðu spurt eftir mér og hvers vegna ég hefði ekki komið. Skýring hans var þessi "Mamma er orðin svo SVAKALEGA veik að pabbi neyðist til þess að vinna heima svo hann sé hjá henni". Guð minn almáttugur........... gott ef fólk heldur ekki bara að ég sé dauðvona eftir svona yfirlýsingu.

Fyrst hugsaði ég sem svo að það væru nú naumast ýkjurnar í stráknum. En er það svo? Það er nóg að ég kúgist einu sinni og þá segir hann "shit hvað þetta var kreepí".  Og nú hefur hann þurft að horfa upp á mig vera svo slæma að hann fer allur í kleinu og vanlíðan hans, yfir að geta ekkert gert, fer alveg með hann. Í hans augum er ég nær dauða en lífi. Í hans augum er ég alveg svakalega veik. Í síðustu viku spurði hann mig hvort það væri eitthvað sem ég væri að leyna honum varðandi mín veikindi. 

Ég veit ekki af hverju ég er að minnast á þetta hérna, en ég veit ekki hvað ég get gert til að auðvelda honum þetta. Ég reyni af fremsta megni að leyna honum því hversu slæm ég er en ég veit hann skynjar annað. Það liggur við að mér finnist meira þreytandi að fela fyrir honum, heldur en að takast á við verkina og veikindin. Hversu óhamingjusöm eru börnin þegar þau búast sífellt við hinu versta? Hvernig get ég dregið úr þessari hræðslu hjá stráknum? Ekki get ég falið það fyrir honum þegar ég byrja að kúgast, því það er ekkert sem varar mig við að ég sé að byrja. Ég get falið fyrir honum þegar ég er mjög slæm af verkjum en ekki hinu.

Æ ég er bara orðin svo þreytt, bæði á sál og líkama og ég er ráðþrota og líklega á einhverju sjálfsvorkunnarskeiði. Börn ættu ekki að þurfa að alast upp við svona. Þau hafa ekki þroskann til að vinna úr svona. Það er varla að maður hafi það sjálfur.  Ég reyni að lifa eins eðlilegu lífi og mér er frekast unnt en þreytan er orðin mikil.

 

Farið vel með ykkur og megi Guð vera með ykkur, hvað sem þið takið ykkur fyrir hendur. 

 

Molinn:  Guð leggur á okkur birgðarnar en hann gaf okkur líka bakið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 30.3.2009 kl. 11:45

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mín reynsla í lífinu er sú að það auðveldar öllum og þá einkum börnum að fá hlutina útskýrða þannig að þau velkist ekki í vafa.

Vegna þess að börnin manns eru ótrúlega næm á foreldrana og þau skynja þegar okkur líður illa og þau skynja líka þegar við erum að fela fyrir þeim.

Þú gætir (ekki víst að það henti þér auðvitað) sest niður með honum og útskýrt fyrir honum hvernig málin eru án þess að fara út í smáatriði.  Bara þannig að hann viti nokkurnveginn og þá getur þú verið hreinni og beinni nálægt honum.

Það er ekkert eins þreytandi og að fela ástand sitt fyrir þeim sem næstir manni standa.

En við erum ólík mannfólkið og það sem hentar einum hentar ekki öðrum.

En bæði í starfi og svo mínu persónulega lífi er það hundrað prósent reynsla mín að börn eru minna brothætt ef við tölum við þau af heiðarleika (án þess að fara of náið út í hlutina). 

Knús elsku Tína mín og megið almættið leiða þig í gengum þessa erfiðleika.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.3.2009 kl. 12:13

3 Smámynd: JEG

Æææjj elsku kjeddlingin mín.  Knús í ræmur bara.  En ég ætla að vera sammála henni Jenný.  Held að þú ættir að tala við drenginn því það er jú ekki hollt hvorki fyrir þig né hann að vera í feluleik.  Hann er 16 og ætti að vera orðinn nógu stór til að takast á við þetta og skilja. 

Mitt mat er að börn sem alast upp við svona aðstæður eru oft betra og þroskaðar fólk en mann grunar.  Skynja og sklilja hlutina á annað hátt og eru betur búin út í lífið því þau vita að það er ekki sjálfgefið að lífið sé peas of kake.

En þetta er jú þitt að meta mín kæra.  Knús og kossar.  Og farðu nú vel með þig

JEG, 30.3.2009 kl. 13:10

4 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Elsku dúllan mín, ekki öfunda ég þig, hvorki af veikindunum né því sem þeim fylgir. En ég verð að segja að ég er sammála þessum góðu konum hér að ofan, reyna að útskýra þetta sem best fyrir honum Kristjáni mínum þó án þess að hann verði hræddur. Sendi allann þann styrk sem ég mögulega get til þín og þinna nánustu. Guð veri með ykkur í þessu sem og öðru sem ber á dyr ykkar.

Knús og kossar

Guðrún Helga Gísladóttir, 30.3.2009 kl. 13:26

5 Smámynd: Tína

Takk fyrir þessi hvatningar orð krúttin mín. En ekki misskilja mig................... börnin mín vita öll hvað er í gangi. Eða þau vita jafn mikið og ég. Það eina sem þau vita í rauninni ekki er hversu mikið ég finn til í raun og veru. Við hjónin höfum verið eins hreinskilin og heiðarleg gagnvart þeim og hægt er. Ég vil bara ekki vera kvartandi og kveinandi allann daginn.

Knús á ykkur

Tína, 30.3.2009 kl. 14:09

6 identicon

Elsku hjartans Tína mín!

Í Guðs bænum, vertu ekkert að leyna fyrir honum hvernig þér líður. Þetta hlýtur að vera rosalega erfitt fyrir ykkur bæði, að þú ert að hamast við að leyna fyrir honum hversu slæm þú ert af verkjum og svo erfitt fyrir hann að skynja það að þú ert að halda leyndum fyrir honum verkjunum.

Geturðu ekki bara auðveldað honum þetta á þann veg að leyfa honum að taka þátt í þessu með þér. Að þú sért ekkert að breiða blæju yfir það að þú ert með slæma verki og leyfa honum þá að vita af því, til að hann þurfi ekki að upplifa vanlíðanina yfir því að geta ekkert gert.

Auðvitað finnst þér skelfilegt að þurfa að leggja þetta á bara 16 ára ungling. En málið er það, að hann er í þessari stöðu, að eiga móður sem er mjög veik og þá bara verður hann (þó harkalegt sé) að upplifa þessa hluti með þér og ykkur Gunnari.

Ég tek undir það sem JEG segir, hvernig börn eru og verða sem alast upp við svona aðstæður. Ég er mjög sammála því sem hún segir þarna.

En ég ætla að biðja góðan Guð að standa við hlið þér og ykkur fjölskyldunni þinni og gefa ykkur allan þann styrk og kraft sem hægt er að fá.

Hugsa sterkt til þín, elsku vinkona, hafðu það sem allra best

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 16:08

7 Smámynd: Ragnheiður

Lesi ég pistil þinn réttan þá veit hann nokkuð vel hvað er í gangi, hefur fengið að vita jafnóðum. Ég er þarmeð ekki alveg viss hvað skal gera þá.

Spurning með að skreppa með hann í viðtal hjá góðum ráðgjafa ...

En þó að mér detti ekkert í hug sem til gagns er þá ætla ég að koma með stórt netknús ...það get ég þó!

Ragnheiður , 30.3.2009 kl. 17:36

8 Smámynd: Dísa Dóra

Æ stórt knús á þig elsku vinkona

Ég hef engu að bæta við það sem þær ráðleggja hér að ofan - það sýnist mér allt vera góð ráð

Farðu vel með þig og farðu nú að kíkja í kaffi - það er sko allt í lagi þó þú kúgist í kring um mig því ég er langt í frá viðkvæm fyrir slíku

Dísa Dóra, 30.3.2009 kl. 18:11

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála öllum hinum konunum.  Þær gefa góð ráð.  Börn eru skilningsríkari en maður heldur.  Hafðu það sem best og farðu vel með þig. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.3.2009 kl. 01:02

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 31.3.2009 kl. 15:13

11 Smámynd: Heimir Tómasson

Heimir Tómasson, 31.3.2009 kl. 16:11

12 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ó Tína mín, ég finn til þín vegna.....já meðan ég man .....takk fyrir síðast. Þú ert ekkert minna en hetja. 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 2.4.2009 kl. 18:16

13 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 2.4.2009 kl. 20:27

14 Smámynd: Solla Guðjóns

Elsku Tína mín ég skil alveg hvað þú ert að fara.Hvort strákurinn taki vanlíðan og verki þína inn á sig og hvort það muni valda honum mikilli vanlíðan ef hann vissi hversu miklir þeir eru.Þar sem hann veit hvers eðlis veikindin eru þá held ég að hann geri sér alveg grein fyrir því að þau valda þér kvölum,en ég er þokkalega viss um að hann er ekki að upplifa það eins sterkt og við fullorðnu höldum.Þú ert í verndar aðstöðunni og við eigum það til vera alltof verndandi þegar börnin okkar eru annars vegar og jafnvel gera þeim upp vanlíðan...en ég veit ekki .....Ég bara held að ég skilji þig alveg kæra vinkona.

Solla Guðjóns, 4.4.2009 kl. 00:25

15 Smámynd: Sigrún Óskars

ég hef þá trú að þú ert búin að gera eins vel og þú getur - og maður er einmitt alltaf að vernda ungana sína.

Elsku Tína - ég bið góðan Guð að fylgja ykkur  og sendi þér stórt kærleiksknús

Sigrún Óskars, 4.4.2009 kl. 10:06

16 Smámynd: Inga María

Okkar hlutverk er mikið, okkar foreldrana.  Börnin okkar þurfa að vera hugrökk og óttalaus og halda áfram þó á móti blási en með ákveðni og von í hjarta þá held ég og trúi að þau læri mikið og verði einstaklingar sem horfa fram á við.

Inga María, 8.4.2009 kl. 09:58

17 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Risaknús á þig Tína mín -  þú hefur fengið góð viðbrögð hér að ofan og hef  ekkert við það að bæta nema aef vera skyldi að það væri ljúft að hitta þig af því mér tókst það ekki í vetur - ekki er öll von úti um að við sjáumst og hittumst - en þangað til njóttu birtunnar og vorsins!

Edda Agnarsdóttir, 9.4.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband