Hamingjan

Hamingja er réttur hvers og eins. Samt eru svo margir óhamingjusamir. Af hverju er það? Veit fólk ekki hvað hamingja er eða hvernig hún er fengin? Því miður er það í okkar eðli að vilja kenna öðrum eða öðru um. Makanum, vinnunni, heilsunni, ríkisstjórninni og svona mætti lengi telja án þess að telja okkur sjálf upp.

Sumir skilja, aðrir segja upp vinnunni eða flytja landshorna á milli í þeirri viðleitni að finna hamingjuna. En í stað þess að finna hana, finnur fólk önnur vandamál. Staðreyndin er nefnilega sú að okkar líðan er að finna innan í okkur sjálf. Við erum sjálf bílstjórar í eigin lífi.  Við verðum sjálf að ákveða hvernig við sjáum lífið. Er glasið hálf fullt eða hálf tómt? 

Jú víst eru tímarnir erfiðir núna en ég sé þau jafnframt sem tækifæri. Tækifæri til hreinsunar. Núna er rétti tíminn til að taka til hjá sér. Rétti tíminn til að setjast niður og ákveða hvert við ætlum og til að finna út hvað það er sem raunverulega skiptir máli. 

Misjafnir eru erfiðleikarnir sem settir eru á okkar leið. En í stað þess að sjá þetta sem vandamál þá ættum við að gefa okkur smá stund til að horfa framan í vandamálið og hugsa með okkur "Ok......... hvaða lærdóm get ég dregið af þessu úr því ég varð endilega að lenda í þessu?" Ekki aðeins verður léttara að taka á því heldur eru minni líkur til þess að þetta tiltekna vandamál komi upp aftur, vegna þess að EF það kemur aftur að þá kunnum við að taka rétt á því og erum því ekki að mikla þetta eins mikið fyrir okkur. Við verðum að treysta því að við erum á réttum stað hverju sinni. Á réttum stað til að draga úr þann lærdóm sem við þurfum til að ná þeim andlega þroska sem okkur er ætlað í það skipti.

Hættum að vera óhamingjusöm. Veitum okkur frelsi og finnum hamingjuna sem okkur er ætluð. Hræðumst ekki breytingar, þær færa með sér yndisleg tækifæri til að breyta okkar lífi til framtíðar. Mig langar í það minnsta að vera hamingjusöm og er það þrátt fyrir allt.

 

Ert þú hamingjusöm/samur??

 

Molinn snýst því að sjálfsögðu um hamingjuna:  Flest fólk er eins hamingjusamt og það ákveður sjálft að vera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ofboðslega góð færsla hjá þér, Tína mín, takk fyrir þetta.

Svo sannarlega er hamingjan réttur hvers og eins - og ég kannski bæti við, í gamni, að eymd er valkostur.

Þetta hlýtur náttúrulega að snúast um það, hvað veljum við sjálf að gera. Viljum við láta eymdina og þetta sem þú talar um, að allt sem bjáti á hjá okkur sé einhverjum eða einhverju öðru að kenna, ráða öllu í lífi okkar og velta okkur upp úr eymdinni og volæðinu. Eða viljum við hafa hamingjuna og gleðina yfir lífinu að leiðarljósi hjá okkur.

Ég er svo sammála þér, frá innstu hjartarótum.

En hvernig hefur þú það annars, elsku vinkona?

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 09:43

2 Smámynd: Dísa Dóra

Enn einu sinni hittir þú á að skrifa nákvæmlega þannig að við skiljum ákkúrat hvað um er að ræða   Þetta er svo mikill sannleikur elsku Tina mín.  Við búddistar segjum oft að hamingjan er ekki áfangastaður heldur er hamingjan ferðalagið að áfangastaðnum.

Sem betur fer er ég mjög hamingjusöm í dag - og ekki minna hamingjsöm að fá að þekkja svona gullmola eins og þig kæra vinkona

Dísa Dóra, 24.3.2009 kl. 09:53

3 Smámynd: JEG

Nákvæmlega og það er engu við þetta að bæta.   Þú ert sannur gullmoli mín kæra.  Knús og kossar 

JEG, 24.3.2009 kl. 10:21

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2009 kl. 10:21

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Stundum verður þó ekki undan því komist að skilja, skipta um vinnu eða flytja til að finna.... ekki endilega kannski hamingjuna en hugsanlega sjálfan sig! Sem er þegar allt kemur til alls betra en allt annað.

Knús á þig sæta.

Hrönn Sigurðardóttir, 24.3.2009 kl. 10:25

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert hjartahlý og yndisleg Tína mín...og það smitar út frá sér

Sigrún Jónsdóttir, 24.3.2009 kl. 12:28

7 Smámynd: Heimir Tómasson

Heimir Tómasson, 24.3.2009 kl. 13:59

8 Smámynd: Helgan

Heyr heyr fíla þessi skrif

næstum eins og ég hafi skrifað þetta snilld, ég er hamingjusöm af því að ég ákvað að ég ætlaði að vera hamingjusöm og maður stjórnar því nákvæmlega alveg sjálfur Ég er nebla alveg rosalega hamingjusöm og hef meira að segja oft heyrt raddir eins og "ég trúi ekki að hún sé svona hamingjusöm""það er enginn svona hamingjusamur"  merkilegt nokk þá virðist vera sem haminjga annnara geti líka valdið óhaminjgu hjá öðrum því þeir vilja líka vera hamingjusamir en telja sig ekki vera það og öfunda þá hamingjusömu. Í stað þess að smitast af hamingjunni og finna hana hjá sjálfum sér. Þetta er svo skrítið en maður velur sér þetta sjálfur Haltu áfram að vera hamingjusöm ég ætla að gera það, það er svo ótrúlega gott

Knús á þig

Helgan, 24.3.2009 kl. 14:12

9 identicon

Ég er hamingjusöm og á gott líf.Það er langt frá því að allt sé eins og ég vildi en það er allt í lagi.Ég hef næstum því allt sem ég þarfnast og er hamingjusöm.Góð færsla hjá þér.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 15:11

10 Smámynd: www.zordis.com

Molin er yndi eins og alltaf hjá þér elsku Tína mín! Ég er sammála um hamingjuna og þá tilveru sem við leggum fyrir og leggjum í svo agnarsmá!

Knús á þig engillinn minn !!!

www.zordis.com, 24.3.2009 kl. 16:01

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Veistu kæra bloggvinkona mín að þrátt fyrir allt er ég hamingjusöm.  Ég skemmti mér vel, svona dags-daglega ég er að vísu full af réttlætiskennd hérna á blogginu.  Og pólitík, en ég er samt hamingjusöm, þrátt fyrir rýrnandi kjör.  En ég bjargast, og ég vil sjá aðra bjargast með bjartsýni og velgengni að leiðarljósi.    Réttlætiskennd minni var misboðið og er ég að reyna að bæta um betur, með brölti mínu á blogginu.    Moli dagsins er æðislegur og svo sannur. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.3.2009 kl. 01:11

12 Smámynd: Sigrún Óskars

alltaf ertu jafn yndisleg og það sem þú skrifar hittir alltaf í mark - svo kemur "molinn" alltaf eins og punkturinn yfir i-ið. Ég er hamingjusöm og það er einmitt ég sem ákvað það, enda hef ég nóg af öllu sem ég þarf. Bókin "Skyndibitar fyrir sálina" kenndi mér þetta - einföld bók, sem kennir manni svo margt.

hafðu það sem allra best bloggvinkona og ég sendi þér stórt knús austur  

Sigrún Óskars, 26.3.2009 kl. 08:37

13 identicon

Frábær færsla hjá þér elsku Tína, og nauðsynleg lesning þó ekki nema bara til að minna okkur á að við öxlum ábyrgð á okkur sjálfum og hvað við ákveðum þrátt f aðstæður í kringum okkur !

Sendi þér endalaust af kærleik, knúsi og kossum  

Kristín (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 11:11

14 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk skottið mitt, fyrir yndislega færslu, og svo sanna.

Ég man þá tíð þegar ég hélt og trúði að aðrir færðu mér hamingjuna, en mikið er ég þakklát fyrir að ég komst að því að það er ég sem skapa mína eigin hamingju.
Fyrir mörgum árum var ég alltaf að bíða eftir að Einar gerði mig hamingjusama og það var alveg sama hvað hann gerði ég var ekki hamingjusöm af því. Ég skildi þetta ekki. En svo fattaði ég þetta, eftir ýmsum krókaleiðum

Lífið er ljúft. Og veistu, ég ætla og skal heimsækja þig í apríl!!! Þá er fermingin búin og ég hef ENGA afsökun!!!

Knús, S.

SigrúnSveitó, 26.3.2009 kl. 19:16

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir fallega færslu

Hólmdís Hjartardóttir, 26.3.2009 kl. 21:33

16 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Veistu að ég er bara hamingjusöm í alvöru...stundum fer ég að hugsa hvað við erum að kvarta yfir smáhlutum og erum nánast aldrei ánægð með neitt.  Gleymum alveg að vera þakklát fyrir að vera heilbrigð, eiga þak yfir höfuðið og fá að borða!! Jæja veit að þú ert hamingjusöm með honum yndislega Gunnari þínum enda annað ekki hægt. Takk fyrir að gera þér ferð að koma að hitta mig á Íslandi um daginn það var sko yndislegt að fá að knúsa þig þó stutt væri. Takk fyrir að vera til, þín vinkona Guðrún Helga Stórt knús til allra á heimilinu

Guðrún Helga Gísladóttir, 29.3.2009 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband