Fjársjóðirnir mínir.

Ég fann loksins út í gær (alveg óvart samt) hvar ég gæti sett inn upplýsingar um mig og þeirra sem skipta mig mestu máli. Án þeirra væri líf mitt ansi grátt og leiðinlegt. Þetta er kannski svolítið langur lestur (enda á ég mörg börn) en ég hvet ykkur samt eindregið til þess að lesa um þessa fjársjóði mína (þið getið þá bara gert þetta í skömmtumWink). Þið klikkið bara á myndina af ísbirninum hér til hliðar og þá getið þið lesið þetta.

En það eru svo margir sem í kringum mig eru sem í raun og sanni verðskulda pláss þarna líka, en þá yrði þetta bara svo svakalega langt að það myndi ekki nokkur heilvita maður nenna að lesa þetta. Systkini eiginmanns minns eru 6 og eru öll upp til hópa hjartahlýtt og yndislegt fólk og eru makar þeirra engir eftirbátar þeirra. Engin fjölskylda hefur tekið mér jafnvel og hún. Fátt finnst mér yndislegra en að faðma hana elsku Guðrúnu tengdamóður mína, því hlýjan og væntumþykkja sem frá faðmlaginu stafar verður aldrei með orðum lýst. Ég hef átt við mikil veikindi að stríða undanfarna mánuði (og á enn) og þegar ég hef verið við það að bugast undan þeim þá hefur öxl Sigurðar svila mins (fyrir utan öxl Gunna minns að sjálfsögðu) verið öxlin sem mér hefur þótt best að gráta við. Og hún Kolla mín sem starfar hjá okkur hjónunum hefur svo sannarlega reynst okkur sending frá æðri máttarvöldum, því bæði er hún yndisleg vinkona en líka alveg einstakur starfskraftur. Það að geta leyft sér að vera veikur án þess að þurfa að hafa áhyggjur af búðinni er ekki sjálfgefið. Án ofantaldra hefðum við elskulegur eiginmaður minn (sem einnig hefur staðið sig eins og hetja í þessu öllu saman) ekki getað og gætum ekki gengið í gegnum þetta. Því segi ég Takk öll fyrir að vera hluti af mínu lífi Heart

Njótið nú dagsins sykurpúðarnir mínir eins og morgundagurinn væri ekki til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

gott að eiga góða að.

Hólmdís Hjartardóttir, 4.6.2008 kl. 09:02

2 Smámynd: Gunna-Polly

love you

Gunna-Polly, 4.6.2008 kl. 09:49

3 identicon

Mér finnst þú best

Sandra :) (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 12:16

4 identicon

já mamma mín þetta eru flottar færslur hjá þér ..nærð að láta þetta líta út fyrir að vera svaka gáfulegt...ég veit ekki kanski er það bara ég....en ég nátla bulla bara eins og vanalega...

 Nei nei bara smá svefngalsi í bakgarðinum her í borgarnesi

 En þetta eru flottar færslur og gaman að lesa þær og takk fyrir þessi orð sem þu  dritaðir á skjáinn hjá þér:)

jæja ég er farinn að þvo mér á bakvið eyrun  og svona og svo kanski spila eitt spil og svo að sofa:D

Blisshar marh 

Leifur (útvíkkarinn) semsagt elsta barnið:'D (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 23:32

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Maður veit nefnilega hvað skiptir mestu máli þegar maður lendir í svona aðstæðum. Allir hlutir missa marks, lífið er sterkast og að halda í ástvini sína. 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.6.2008 kl. 23:52

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég las allt sem þú skrifaðir um þína nánustu, yndisleg færsla og skemmtileg í leiðinni.   Mér finnst þú með frábæran húmor

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.6.2008 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband