5.6.2008 | 10:06
HJÁLP........... einhver????
Nú stend ég frammi fyrir þeirri vinnu að verðmeta tjónið sem við hjónin urðum fyrir í skjálftanum í síðustu viku. Ég get sko sagt ykkur það að þetta er engu minna verk en tiltektin sem fylgdi þessum ósköpum. Sé mig í anda hringjandi í fólk og segja "hurruuuuuuuuuuu........ manstu eftir því að þú gafst okkur hriiikalega fallegan kökudisk í brúðkaupsgjöf? Sko.....Ekki vill svo vel til að þú munir hvað hann kostaði ?"
En snúum okkur að hjálpinni sem mig vantar. Veit einhver um antiksala (núverandi eða fyrrverandi) sem gæti verðmetið fyrir mig antikskáp sem lítur núna út eins og eldspýtnastokkur í yfirstærð? Helst einhvern sem ekki fríkar út yfir því hversu mörg símtöl hún/hann er að fá með beiðnum þar að lútandi? Lenti nefnilega í því í gær að hringja í svoleiðis verslun og talaði þar við konu sem hreinlega missti sig yfir álaginu vegna þess að út af öllu þessu veseni að þá hefði hún núna engan tíma til að sinna sínum viðskiptavinum, núna væri hún sko búin að fá nóg og að hún tæki 3000 kr fyrir hvert mat. Svona lét kerlingaranginn móðan mása að því er virtist endalaust. Ég varð svo orðlaus (og það er ekki auðvelt að gera mig orðlausa) að ég hreinlega stamaði og varð gjörsamlega miður mín. Ætli ég hafi ekki bara verið dropinn sem fyllti mælinn hjá þessari elsku. Ég í það minnsta vona að dagurinn í dag verði betri hjá henni en hann augljóslega var í gær.
Ég er að sjálfsögðu fús að borga fyrir svona mat, enda borga tryggingarnar fyrir þetta . En þetta þarf víst að fara þannig fram að viðkomandi antiksali þarf að kvitta aftan á myndina þar sem hann/hún tekur einnig fram verðið. Ég yrði líka þakklát þó ég fengi ekki nema hugmynd um hvers virði þessi stokkur á sterum er, svona rétt á meðan þessi elska sem ég talaði við í gær róar sig niður svo ég geti fengið þennan stimpil hjá henni. En ég get þá gert einskonar kostnaðarplan í millitíðinni.
Ef þið ekki vitið um neinn slíkan, þá yrði ég ofsalega hamingjusöm kona ef þið gætuð bent bloggvinum ykkar (ég á nefnilega ekki svo marga enn sem komið er) á þessa færslu mína og þá hlýtur einhver á endanum að þekkja einhvern. Eða er það ekki?
Hugmyndin var að setja mynd af skápnum hér við þessa færslu en þetta er bara ekki að takast eins og er. But believe you me............. ég gefst ekki upp. Þegar svona gerist þá bíð ég bara salíróleg þar til minn elskulegi vaknar og læt hann gera þetta fyrir mig. SVO sniðugt á Íslandi . Myndin mun s.s (vonandi) koma inn hérna seinna í dag. Í millitíðinni er hægt að sjá þennan skenk hérna http://blaze.is/Albúm/tabid/742/AlbumID/1504-258/Default.aspx á bls 8.
Munið svo að bros er eins og faraldur................... smitast hrikalega hratt. Gerum því meira af því. Ekki veitir af.
Athugasemdir
einhver hlýtur að geta hjálpað þér ...en kemur enginn matsmaður frá tryggingunum??
Hólmdís Hjartardóttir, 5.6.2008 kl. 10:41
Góðan daginn sæta . Jú það kemur matsmaður (guð má samt vita hvenær) en við verðum sjálf að skrá niður og verðmeta skemmdirnar á innanstokksmunum og innbúi. Matsmaðurinn á síðan bara að ganga úr skugga um að þú sért "nokkurn veginn" að segja og verðmeta rétt frá án þess að ýkja og er hans aðalhlutverk að meta skemmdirnar á mannvirkjunum. Síðan ef ég skildi þetta rétt fer hann yfir kassana sem við flokkuðum skilmerkilega niður í eftir 3 stöðlum. En þeir eru "mölbrotið og óþekkjanlegt" "brotið en dýrt" og síðast en ekki síst "brotið"
Tína, 5.6.2008 kl. 11:00
Vá ... þetta er erfitt. Þekki indælis antíksala sem heitir Jónas og er með Antíkhús í Hafnarfirði, var á Laugaveginum, þekktur fyrir flott yfirvaraskegg en held að hann sé búinn að fórna því. Hann er ágætur, þótt hann sé í sértrúarsöfnuði (ehehhehe, segi þetta við hann sjálfan), og hefur alltaf verið mjög sanngjarn við viðskiptavini sína.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.6.2008 kl. 11:36
Elsku Tína mín. Þetta er aldeilis mikið sem þið hafið lent í. Ég þekki engan sem er í svona en ég skal linka þig inn á mína síðu á eftir. Knús á ykkur.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.6.2008 kl. 13:06
Takk fyrir að vera blogg vinur minn Tína......Það er alveg frábært að lesa bloggið þitt.
Takk...takk,
Sóldís Fjóla
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 5.6.2008 kl. 19:13
Heyrðu ljúfan - þegar myndin kemur inn hjá þér - skal ég prenta hana út hérna hjá mér - tvö til þrjú eintök - fara með myndina á mismunandi staði og segja þér svo hver metur eldspýtubúntið hæst. Alltaf erfitt að standa í svona snúningum þegar mikið er í gangi ... og auðvitað gætu antiksalar verið orðnir þreyttir á svona símtölum. En, gangi ykkur samt vel með ykkar ...
Tiger, 5.6.2008 kl. 20:11
Hey TC. Ofsalega er ég þér þakklát fyrir þetta dúllan mín . En það er alveg satt hjá þér að það er afskaplega erfitt og slítandi að standa í þessu öllu, tala nú ekki um when there is still a whole lot of shaking going on you see. Þá er bara ekkert annað í stöðunni en að taka þetta á húmornum og af honum á ég sem betur fer nóg af. En það eru fleiri myndir af skápnum á síðuna sem sem vísa á hér ef þessi segir ekki alveg nóg. Þú lætur mig bara vita.
Tína, 5.6.2008 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.