2.7.2008 | 11:14
Örlítill Tuðilíus í mér. En hvað finnst ykkur?
Ég: Já góðan daginn, mig langar að kanna möguleikana á því að kaupa mér sjúkdóma- og líftryggingu.
Tryggingafélagið: Það er alveg sjálfsagt. Við bjóðum hérna upp á svona og hinsegin tryggingapakka o.s.frv.
Ég: Ég vil samt taka það strax fram að ég er með meðfæddan nýrnasjúkdóm, en hef ekkert á móti því að taka "nýrnabilunina" og öllu því tengdu út úr pakkanum.
Tryggingafélagið: Þú meinar......... þá lítur þetta ekki vel út. Því miður getur þú ekki fengið þessar tryggingar hjá okkur vegna þessa.
Ég: Ok. Ég skil þetta kannski með sjúkdómatrygginguna, en hvað með líftryggingu þá?
Tryggingafélagið: Nei því miður getur þú hvorki fengið sjúkdóma- né líftryggingu, en þetta er bara stefnan hjá okkur þegar um arfgenga sjúkdóma er að ræða.
Niðurstaða: Ég get hvergi fengið líftryggingu því ég gæti mögulega dáið !!! Mamma er með þennan sama sjúkdóm og er orðin 64 ára og hvergi sjáanleg merki um að hún sé um það bil að fara yfir móðuna miklu. Tel mig því eiga mörg ár eftir.
Þetta er ekki ný saga og heldur ekki einstök eða orðrétt, enda senda þeir fyrst sölumann sem lætur mann fylla út heilt pappírsflóð, hafa svo samband við heimilislækni manns og fá persónulegar upplýsingar þar (sem þú að vísu hefur gefið samþykki fyrir annars hefðir þú ekki komist lengra) og svo færðu svarið. Ég byrjaði að sækjast eftir því að fá svona tryggingar áður en ég greindist með þennan sjúkdóm (það var nefnilega alls ekki víst ég myndi fá hann). En þá fékk ég neitun vegna þess að móðir mín elskuleg er með nýrnasjúkdóm.
Ég hef heyrt allt of margar sögur af fólki sem hefur fengið neitun á þeim forsendum að einhver í fjölskyldunni hafi verið/sé með sykursýki eða offituvandamál og so videre. Hvaða fjölskylda hefur EKKI einhverja sjúkrasögu? Þarna finnst mér að verið sé að mismuna fólki. Hvernig eigum við að geta tryggt afkomu barna okkar ef við skyldum nú lenda í slysi eða miklum veikindum? S.s lenda í einhverju ófyrirséðu.
Jú okkur er bent á viðbótarsparnað. Það er nefnilega það. Við hjónin eigum og rekum herrafataverslun, en þar hef ég starfað sem venjulegur launamaður (með viðbótarsparnað). Þegar við stofnuðum fyrirtækið fyrir 2 árum þá pössuðum við okkur á því að vera tryggð í bak og fyrir. En svo lendi ég í miklum veikindum (nýrnasjúkdómnum óviðkomandi) og hef ekki getað unnið síðan í febrúar. Fyrirtækið okkar er ekki það stórt að það geti staðið undir aukalaunum fyrir einhvern sem ekki vinnur þar (þar með datt viðbótarsparnaðurinn niður), þannig að ég hafði samband við tryggingafélagið mitt þar sem ég var viss um að við hefðum tryggt okkur þannig að ég ætti að fá sjúkradagpeninga. Jújú, þetta var rétt munað hjá mér, við vorum tryggð að því tilskildu að um slys væri að ræða í frítíma. S.s ekki veikindi !! Shit ég gleymdi að lesa smáa letrið .
Ég skil vel að þessi tryggingafélög vilji ekki tryggja þá sem þegar eru veikir eða að þeir setji svokallað álag á þá sem eru í áhættuhópi. En að neita fólki alfarið á ofantöldum forsendum finnst mér bara ekki rétt. Kannski er ég bara að tuða en mér þætti gaman að heyra hvað ykkur finnst um þetta.
Þá er þessari tuðfærslu lokið og komið að mola dagsins: Öll dýr eru jöfn en sum dýr eru jafnari en önnur. George Orwell
Athugasemdir
Ég er óvirkur alki og sykursýkissjúklingur.
Ég fæ ekki tryggingu og er ég vel lifandi og kicking.
Helvítis óréttlæti.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2008 kl. 11:28
Já þetta er mikið óréttlæti í þessu tryggingakerfi. En jú einmitt þá máttu ekki vera svona eða hinsegin ef þú ætlar að fá þig tryggða.
Það er enginn fullkominn svo að það væri nú tilvalið að þessir bjánar færu að flokka niður í þrep hvað varðar áhættuhópa svo að allir geti fengið tryggingu en með álögum ef svo þykir þurfa.
Ég ætla að vona að mín trygging standi ef ég þarf á að halda.
Knús og takk fyrir mig. Gaman að vita að maður geti skemmt einhverjum með þessu bloggrugli. Kveðja úr sveitinni.
JEG, 2.7.2008 kl. 11:36
Sjúkdóma og líftrygging er bara fyrir þá sem lofa að verða aldrei veikir og deyja ekki
Gunna-Polly, 2.7.2008 kl. 12:56
Minnstu ekki á tryggingarmál ógrátandi.
Það er verst hvað það kemur litið út úr því að tuða....ég á við fjárhagslega. En...útrás er það og það er jú einhvers virði.
Sóldís
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 2.7.2008 kl. 13:14
Eina sem dugar að mínu mati er að hjóla reglulega í alþingismenn og ráðherra tryggingamála til að fá lögum breytt!
Þetta er mikið óréttlæti. Ég er líftryggð frá árinu 1987 sem fer minkandi með aldri og hverfur þegar ég verð 70 ára. Svo er émeð einhverja aðra sem ég er ekki klár á núna akkúrat og apð lokum er ég með söfnunarlíftryggingu, það er peningur sem þú átt og tekur út þótt ekkert komi fyrir.
Edda Agnarsdóttir, 2.7.2008 kl. 13:40
Þetta er flókið og leiðinlegt mál. 'Eg er með sykursýki og yngri bróðir minn, dætur ég get ekki sjúkdómstryggt þær.
sigurlín (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 21:42
Ég líftryggði mig í einhverju bríaríi þegar ég var 20 ára, hef haldið því við gegnum tíðina, en fleiri hafa nú reynt að fá mig til sín en þegar ég segi þeim frá heilsu minni þá hlaupa þeir á fjöll, það vill sko enginn tryggja mig. Ég skil þig vel.Vona að heislan sé að lagast hjá þér mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.7.2008 kl. 21:43
Tryggingarfélögin eru hönnuð til þess að græða, ekki til þess að þjónusta fólkið.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.7.2008 kl. 00:16
strákurinn minn er með meðfæddann beinasjúkdóm og hann fékk tryggingu en ekki með þessum sjúkdómi inní :S og hann þarf helling af aðgerðum og byrja mögulega í haust ef það þarf þá ...
Jóna Salvör Kristinsdóttir, 3.7.2008 kl. 22:14
Já Tína - veistu - þetta er stórfurðulegt. Eins og þú segir "hvaða fjölskylda á ekki sjúkrasögu"! Hvað eru þessar tryggingar að gera hérna, fyrir hvern eru þær? Fyrir þá sem eru 1000% heilbrigðir með 0% sjúkrasögu í fjölskyldunni og allir lifandi ennþá?
Veistu, mér finnst þetta svo virkilega mikill kjánaháttur að það hálfa væri þegar mikið meira en nóg.
Hvernig er það, ætli það sé hægt að fá sér slysatryggingu - það er jú hægt að lenda í slysi um allar tryssur án þess að hafa neina sjúkrasögu. Maður bara labbar út frá tryggingunum og verður undir strætó. Hvar og hvernig finna þeir út þær línur sem - ekki fara yfir línuna þeirra? Undarlegt batterí bara ...
Knús á þig skottið mitt og eigðu ljúfa nótt ..
Tiger, 4.7.2008 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.