Fréttir

Eins og fram hefur komið þá kom í ljós að heilaæxlið er sem stendur ekki að gera neitt af sér. Af þessum sökum er sérfræðingurinn minn hún Helga búin að ákveða að láta það alveg vera eins og er. Enda er þetta æxli í heiladinglinum og þyrfti þá að fjarlægja heiladingulinn eins og hann leggur sig, og það er bara ekkert grín. Hún er núna að fara í frí, þannig að ef ekkert gerist í millitíðinni þá verður æxlið ekki skoðað aftur fyrr en hún kemur til baka. Annars vil ég nú meina að hún hafi verið svo fegin að finna eitthvað á milli eyrnanna á mér að hún ákvað að láta það vera LoL. Fyrir utan þetta smáatriði þá er það að frétta að nýrnahettan sem eftir er er ekki að fatta að fríið er búið (en hún hætti að starfa meðan hin var í ofvirknikasti) og er bara alls ekki að vakna til lífsins. Þess vegna þurfti að lengja lyfjakjaftæðið. En það verður bara að hafa það. Held ég sé bara almennt seintekin að fatta og líffærin mín eru engin undantekning þar á Wink.  Þá er bara að vona að líffærin mín séu eins og ég og kveiki á perunni fyrr en síðar Whistling.

Eigið ljúfan dag elskurnar mínar.

Og þá er komið að mola dagsins: Snúðu andlitinu í átt til sólar og þá sérðu ekki skuggana. Helen Keller


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dugleg stelpa.  Allt fer vel.  Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2008 kl. 08:59

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

  







Hólmdís Hjartardóttir, 17.7.2008 kl. 09:03

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Molar daga þinna eru frábærir! Eigðu góðan dag ljúfust

Hrönn Sigurðardóttir, 17.7.2008 kl. 11:07

4 Smámynd: JEG

Yndislegur gullmoli.

Já mikið gott að heyra að það er eitthvað á milli eyrna þinna enda er heilalaust fólk frekar leiðinlegt hihihihi........

Vonum það besta mín kæra. Kveðja úr sveitinni.

JEG, 17.7.2008 kl. 11:48

5 Smámynd: Gunna-Polly

vissi sko alltaf að það væri eitthvað milli eyrnanna á þér elskan love you

Gunna-Polly, 17.7.2008 kl. 19:06

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er miklu meira en molar eins og þær segja þetta eru gullmolar. Gott að hlusta á bjartsýni þína, svona rúllum við stelpurnar okkur afram í lífinu og komumst langt á ást kallanna okkar.  Knús á ykkur

Ásdís Sigurðardóttir, 17.7.2008 kl. 22:59

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þú ert alveg ótrúleg, ég vona að nýrnahettan þín fatti fljótlega að fara að vinna fyrir þig.  Gangi þér allt í haginn

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.7.2008 kl. 00:35

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þú ert forku(r)-nnar fögur!

Gott að geta skrifað um þetta og enn betra að fá að deila með þér frásögninni.

Edda Agnarsdóttir, 19.7.2008 kl. 17:48

9 Smámynd: Inga María

 já sólin lýsir upp og það að taka einn dag í einu..það er gott markmið !

Báráttukeðjur

Inga María, 19.7.2008 kl. 21:28

10 Smámynd: Tiger

 Mín ljúfa Tína - það sem ekki finnst á milli eyrna þinna bætir þú upp með stútfullu hjarta af bjartsýni, góðmennsku og fallegum hugsunum sem þú dreifir frá þér hérna. Þú ert stór og mikil kona Tína - hreint út stórkostleg bara.

Farðu vel með þig og láttu bara heyra í þér þegar þér líður vel - við fylgjumst með þér og verðum hér þegar þú getur! Knús á ykkur öll...

Tiger, 22.7.2008 kl. 03:07

11 identicon

Hæhæ...ég snéri nú andlitinu í átt til sólar síðustu helgi og ég bara brann Hefði átt að hlusta á mömmu og nota sólarvörn

En það er gott að  heyra að æxlið sé ekki að láta illa.

Vona að þér líði sem bestast:)

Kveðja: Sveppi (Og Vala segir hæ og láttu þér batna)

P.S. Það er 30°C hiti hér í Ríó í dag

Sveppi (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 17:29

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vona að allt sé í lagi hjá þér Tína mín

Hrönn Sigurðardóttir, 24.7.2008 kl. 10:24

13 Smámynd: Gerða Kristjáns

Knús á þig ljúfan

Gerða Kristjáns, 24.7.2008 kl. 11:09

14 Smámynd: Heimir Tómasson

Knús til þín frá okkur hjónakornunum.

Heimir Tómasson, 24.7.2008 kl. 20:25

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 25.7.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband