26.7.2008 | 11:23
Kínversk speki
Gömul kínversk kona átti tvo leirpotta sem hún hengdi á sitthvorn endann á langri stöng sem hún bar á öxlum sínum. Á hverju degi sótti hún vatn langa leið í uppsprettu fjarri heimilinu. Annar potturinn var sprunginn eftir endilöngu og var því aðeins hálffullur þegar heim kom. Hinn potturinn var fullkominn og skilaði sér alltaf fullur af vatni eftir þessa löngu leið heim að húsinu.
Svona gekk þetta í tvö ár, daglega gekk gamla konan með pottana að uppsprettunni og daglega kom hún heim með aðeins einn og hálfan pott af vatni.
Auðvitað var fullkomni potturinn ánægður með sína frammistöðu en sprungni potturinn skammaðist sín og leið mjög illa þar sem frammistaða hans var aðeins til hálfs við það sem hann var skapaður til að gera.
Eftir tveggja ára vinnu talaði hann til konunnar við uppsprettuna. "Ég skammast mín fyrir frammistöðu mína, vegna sprungunnar á hlið minni lekur helmingurinn af vatninu burt á leiðinni heim. Þú ættir að henda mér og fá þér nýjan pott."
Gamla konan brosti, "Hefur þú tekið eftir að þín hlið við götuna er blómum skreytt á meðan engin blóm vaxa hinum megin götunnar? Það er vegna þess að ég hef alltaf vitað af þessum galla þínum að ég sáði fræjum á þinni hlið götunnar og á hverjum degi þegar við göngum heim vökvar þú blómin mín. Ég hef um árabil getað týnt þessi fallegu blóm og skreytt heimili mitt með þeim. Af því þú ert eins og þú ert þá hef ég fengið að njóta fegurðar blómanna."
Það er eins með okkur manneskjurnar, ENGINN er gallalaus. En það eru gallarnir og sprungurnar sem gera hvern og einn einstakann. Þess vegna er svo spennandi að kynnast og eyða ævinni saman. Við þurfum bara að læra að taka hverri manneskju eins og hún er og sjá jákvæðu hliðarnar hjá hvort öðru
Moli dagsins: Allir hafa eitthvað til að bera, þú þarft bara að uppgötva það
Annars er það að frétta af mér að ég hef það alveg ágætt. Dagarnir eru misgóðir en þegar á heildina er litið þá er ég bara nokkuð góð. Takk öll fyrir hlýjar kveðjur og takk fyrir að vera til. Þið eruð yndisleg og kveðjurnar frá ykkur gefa mér ótrúlegan styrk. Hefði aldrei trúað því að óreyndu.
Athugasemdir
Svo satt!! ;)
Gott að heyra frá þér aftur
Hrönn Sigurðardóttir, 26.7.2008 kl. 11:29
Fallegt og satt
Hólmdís Hjartardóttir, 26.7.2008 kl. 16:29
Kínversk speki er oft á tíðum gullfalleg og svo mikið ótrúlega sönn. Þessi saga er náttúrulega bara tær snilld og spekin á bakvið hana svo sönn. Takk fyrir þetta Tína mín.
Gott að heyra að þér líði þokkalega yfir það heila. Vona bara að þú farir vel með þig og um að gera að fara varlega á meðan ekkert hefur verið fullklárað - líkt og það að bíða með að skera sem mér finnst í raun ekki alveg nógu gott. En, er á meðan er .. vona bara að þú hafir yndislega helgi Tína min og knús á ykkur öll!
Tiger, 26.7.2008 kl. 17:10
frábær speki love you
Gunna-Polly, 26.7.2008 kl. 17:36
Góð speki, gott að heyra frá þér elskan, við erum semsagt lasarusar báðar tvær þessa dagana, ooo það gæti verið verrra farðu vel með þig og ég veit að Gunni þinn stjanar við þig, hér er húsbandið mitt á hjólum að passa mig og að ég geri enga vitleysu með bakið svoþetta grói vel. Knús og hafðu það gott
Ásdís Sigurðardóttir, 26.7.2008 kl. 23:15
Já oft eru gallarnir ekki svo slæmir að ekki sé hægt að nýta þá til góðs. En það er jú þannig að enginn er fullkominn enda væri það nú ekki endalaus hamingja að lifa þannig. Eða ég held ekki. Vona að það sé satt að þú hafir það ágætt en þó finnst mér eins og það sé nú frekar eins og allt sé bara við það sama. (ef ég les þig rétt) Hvorki verri né betri en það ef vonandi rangt hjá mér.
Gott að við getum veitt þér klapp á bakið í gegnum þetta kommentakerfi enda er það til þess er það ekki. Það getur ekki verið auðvelt að standa í þínum sporum elskan mín. Búin að vera í þessu spítalastússi og svo var móðir náttúra að hrista sig til og hrella landann með heilmiklum afleiðingum. Svo ég vil senda extra "bloggknús" á þig mín kæra. Og farðu vel með þig.
Knús og klemm í klessu úr sveitinni. Og eigðu ljúfa helgi dúllan mín.
JEG, 26.7.2008 kl. 23:20
Agnes Maria (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.