Allt á fullu allsstaðar

Kletturinn minn hann Gunnar er farinn til Danmerkur að undirbúa sölusýningu á næstu vorlínu Jameson jakkafatanna. Hann kemur til baka á fimmtudaginn en fer svo aftur 6 dögum síðar til að vinna á þessari sýningu.

Mikið óskaplega sakna ég hans Undecided. Heimilið er hreinlega ekki heimili þegar hann vantar. Tíminn eitthvað svo endalaust lengi að líða. En ég hugga mig við það að hann fær vonandi aðeins að hvíla sig í þessari ferð. Guð einn veit að hann þarf á hvíldinni að halda. Ekki veit ég á hvaða orkuforða þessi maður hefur gengið. Samhliða vinnunni í búðinni hefur hann unnið sem verktaki hjá Símanum, en hann er sérfræðingur á reikningakerfi Símanns. Svo þegar heim er komið heldur símavinnan áfram sem og að sinna mér. Enda er hann úrvinda þessi elska. En ekki kvartar hann !! Ónei, síður en svo.

Meðan hann er í útlöndum þá er ég að sinna búðinni. Ykkur er sko meira en lítið velkomið að kíkja og fá ykkur kaffisopa. Alltaf heitt á könnunni. Elsti sonur minn hann Leifur ætlar síðan að koma austur seinni partinn í dag og vera hérna með mér í búðinni. Því ef ég á að segja alveg eins og er að þá treysti ég mér ekki til að vera hérna ein þessa daga sem Gunnar er í burtu. Þess vegna verður voðalega gott að hafa hann sem öryggisventil ef svo má að orði komast.

Mýslan mín hún Agnes María heldur síðan í þriggja vikna ferð til Frakklands á morgun ásamt tengdaforeldrum og kærastanum. Hún er svo spennt þessi elska að hún heldur ekki vatni.

Að lokum er það að frétta að Kristján minn 15 ára er kominn í fyrsta sinn í alvöru vinnu. Hann er farinn að vinna á kassa í Nóatúni og er þvílíkt stoltur af sjálfum sér. Enda má hann alveg vera það. Stelpurnar sem eru yfir þarna í Nóatúni sögðu mér að aldrei hefðu þær fyrirhitt manneskju sem væri svona hamingjusamur yfir því að fá þarna vinnu. En svo sögðu þær mér eins og í trúnaði að hann myndi nú jafna sig á því. LoL Á laugardaginn var hann að vinna í 10 1/2 tíma, sem mér finnst allt of langt. En ég ætla ekki að fara að skipta mér af því nema þetta gangi hreinlega út í öfgar. Ég vil ekki vera svona mamma sem er með nefið ofan í allt sem börnin gera. En að sjálfsögðu mun ég gæta hagsmuna hans ef svo ber undir. En þegar ég svo sótti hann í vinnuna um kvöldið, þá settist hann alveg úrvinda inn í bil, horfði lengi á mig og sagði svo "Veistu mamma........ nú skil ég ykkur pabba svo vel!!!" En það var ánægður ungur fullorðinn maður sem sat þarna hjá mér í bílnum.

Farið vel með ykkur elskurnar mínar. Og endilega skiljið eftir ykkur spor hérna í athugasemdarkerfinu. Alltaf gaman að sjá hverjir hafa litið við.

En þá að mola dagsins: Hvort þú kemst áfram eða þér mistekst er ekki eins mikilvægt og að gera sitt besta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Já væri til í að kíkja í kaffi en óþarflega langt í sopann svo ég verð að eiga hann inni.  Enda var frænka mín að segja mér af búð þarna á Selfossi sem vert væri að kíkja í ef maður væri að leita sér að fötum.  Sem er jú kominn tími á.

Mikið mættu fleirri unglingar hafa þetta hugarfar eins og sonur þinn.  En því miður eru þeir orðnir útdauðir slíkir unglingar held ég.  Það er bara hugasað um að fá laun fyrir sem minnsta vinnu og fá frí vegna ómerkilegra uppákoma.  Þannig lítur þetta oft út.  Og er minn kall orðinn þreyttur á hvað látið er eftir unga fólkinu í vinnunni hjá sér því ef hann byður um eitthvað er það ekki hægt því þessi og hinn er búinn að byðja um frí eða skipti.  (þó hann hafi haft mánaðar fyrirvara en ekki krakkarnir)  En vona að guttinn haldi sínu striki og standi sig.  En já pasaðu vinnutímann hans því þeir sem nenna að vinna eru sko látinir vinna.

Knús á þig essgan mín og kveðja úr sveitinni.

JEG, 28.7.2008 kl. 11:41

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.7.2008 kl. 12:28

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er Kollann okkar í sumarfríi??  þú ert svo dugleg elskan, en gott að hafa strákinn við hendina.  Gaman að heyra viðbrögðin hjá Kristjáni þínum, eðal drengur sem skilur nú pabba og mömmu svo vel.  Kemur Gunni þinn ekki fljótlega heim??  Fyrir ykkur sem kvittið hér á eftir mér vil ég bara segja að búðin þeirra er æðisleg og verðið engu líkt, það borgar sig að renna austur og versla á herrana.  Knús á þig elskuleg og farðu rosalega vel með þig.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.7.2008 kl. 12:36

4 Smámynd: Inga María

já það væri nú gaman að koma í kaffi og geta þá notað tækifærið og heimsækja tengdafólkið mitt sem býr þarna nálægt þér.  Orkuna hef ég nóga og væri alveg til í að senda þér stóran skammt sem ég mundi pakka inn í fallegar umbúðir.   Takk fyrir góðar óskir!

Inga María, 28.7.2008 kl. 12:51

5 Smámynd: Tína

JEG: Þú kíkir bara í kaffi ef þú átt einhvern tímann leið hjá. Nú ef ég er ekki í búðinni þá færðu sko kaffi og með því í höllinni minni. Má ég annars spyrja hvaða búð hún frænka þín var að benda þér á?

Ásdís: Já hún Kolla mín er í sumarfríi og er ekki væntanleg aftur fyrr en 6 ágúst. Þá verður hún vonandi endurnærð þessi elska. En Gunnar kemur aftur á fimmtudaginn. Þakka þér annars mikið vel fyrir þetta góða hrós á búðina. Alltaf gaman að heyra ef maður gerir vel.

Inga María: Komdu ætíð fagnandi góða mín.

Tína, 28.7.2008 kl. 14:06

6 Smámynd: JEG

Ææjjj elsku dúllan mín nú tók ég ekki eftir nafninu svo vel enda þar sem ég var ekki að fara þá lagði ég ekki á mynnið hehehe....   En þessi búð er víst með gott verð og föt í réttum stærðum ekki "bara" litlar og minni stærðir (og vitlausar eins og orðið er í sumum velslunum eins og t.d. Hagkaup)  Það er sérlega fúllt að fara á útsölur og það er bara til S og M og þó það laumist í L eða XL þá er það svo lítið og asnalegt að hálfa væri nóg.

Knús og klemm og já reyni að púsla mér þannig að ég geti kíkt á Selfossið næst þegar ferðin liggur þarna um.

JEG, 28.7.2008 kl. 15:08

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Eigðu góða daga.....farðu vel með þig duglega stelpa

Hólmdís Hjartardóttir, 29.7.2008 kl. 10:37

8 identicon

Hæhæ krútta! Kaffið er gott í búinni en félagskapurinn en betri. knúss og kram

Sigurlín (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 22:20

9 Smámynd: Gerða Kristjáns

Takk fyrir kveðjuna á mínu bloggi og sparkið í rassinn........er búin að vera í lægð en þetta er allt að koma
Luvya to bits and luvya to pieces

Gerða Kristjáns, 30.7.2008 kl. 12:07

10 Smámynd: Gunna-Polly

knús frá mér til þín er með hruninnharðan disk í tölvu og harði diskurinn í heilanum er á síðasta snúning

Gunna-Polly, 30.7.2008 kl. 22:42

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég sendi þér hlýjar kveðjur frá Sverige.

Edda Agnarsdóttir, 31.7.2008 kl. 19:03

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég var næstum búin að kíkja til þín í kaffi í gær..... eða var það í fyrradag.....? Kem næst

Hrönn Sigurðardóttir, 31.7.2008 kl. 21:38

13 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Hæ elsku sætust!! Það styttist hratt í að ég fái gjörsamlega að knúsa þig í klessu og þar innifalið ætla ég að yfirfæra orku til þín.  Mikið fannst mér kínverska spekin sönn og yndisleg, en þetta er svo satt að það hálfa væri nóg.  Hvaða dag sem er gæti ég dottið inn í kaffið.  Knús

Guðrún Helga Gísladóttir, 1.8.2008 kl. 22:53

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.8.2008 kl. 00:46

15 Smámynd: Mamma

Knús á þig ljúfan

Lumarðu ekki á einhverri ómissandi Tínu uppskrift til að deila með okkur hinum ?
Kíktu á síðuna mína skvís.....bið að heilsa Gunnari

Kv. frá Mömmu Matarbita

Mamma, 2.8.2008 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband