6.8.2008 | 15:35
Kannski komin tími á nýtt blogg.
Sæl verið þið elsku krússlurnar mínar.
Nú er bóndinn minn farinn aftur til Danmerkur en kemur til baka aðfaranótt mánudags (hann sem var að koma). Hann er að vinna á sýningu þarna úti þar sem hægt er að finna flest fatamerkin sem vit er í. Jafnframt er hann svo að panta inn fyrir búðina. Maður venst því seint held ég að panta föt fleiri mánuði fram í tímann. En það sem er pantað núna er til afhendingar í feb-apríl 2009. Bæði er erfitt að sjá út svona langt fram í tímann hvað viðskiptavinir munu vilja, hversu mikil aukning verður og núna bætist ofan á að maður verður að reyna að sjá út hvaða stefnu krónan muni taka. Flestir sem eiga fataverslun hér á landi fara á þessa sýningu. Bæði er þetta skemmtilegt en líka alveg ógurlega mikil vinna. Svo fær maður sjokkið þegar vörurnar koma. "Hriiiiikalega er þetta ljótt!! Ég pantaði þetta sko ALDREI" eða "Úffffff pantaði ég virkilega 768 skyrtur?!?!" Það er nefnilega fleira en gengið sem breytist á nokkrum mánuðum get ég sagt ykkur. Smekkurinn fer stundum í kollhnís afturábak og minnið með.
Annars er nú afskaplega lítið að frétta héðan sem ekki er heilsutengt. Kolla mín er komin aftur eftir sumarfrí og var virkilega gott og gaman að knúsa hana aftur. Leifur minn er að passa mig í fjarveru Gunnars. Lyfjagjöfin er að fara frekar illa í mig núna, en það var verið að minnka skammtinn aftur og hef ég sterkan grun um að ég sjálf sé ekki enn farin að framleiða kortisól, þannig að Leifur fylgist með að ég fari ekki í skort. En það er alveg búið að setja unga manninn í hvernig hann eigi að bregðast við ef þörf krefur.
Síðan svona rétt í lokin þá bara verð ég að fá að klaga aaaaaaaaaðeins pínkupons. En þannig er að það kom til mín maður í síðustu viku og sagði eftir að hafa horft á mig í smástund "Veistu Tína........ að það eru 2 ár síðan ég kynntist þér en þú hefur elst um 15" Ég varð alveg miður mín og kom hreinlega ekki út úr mér einu orði. Ekki var það meiningin hjá honum að vera kvikindislegur held ég, heldur sé miklu frekar um algjört hugsunarleysi að ræða.
Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég hef látið á sjá þessa síðustu mánuði EN í guðana bænum ekki benda mér á það sem ég veit. Nóg er nú samt að vita þetta sjálf. Ég er ekki að biðja um að þið segið mér hvað ég líti vel út og svoleiðis, því það er í raun ekki betra þegar augljóst er að svo er ekki. Sumir hafa komið til mín og sagt við mig að ég sé farin að líta betur út en ég gerði t.d í vor............... ÞAÐ er allt annar handleggur að mínu viti, því ég VEIT að það er rétt (alveg makalaust hvað smá brúnka gerir mikið fyrir mann!). Ég veit satt að segja ekki hvað ég er að biðja um. Nema kannski eins og hún Ásdís Sig mín og fleiri hafa sagt svo réttilega
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Eigið nú ljúfar stundir gott fólk.
Athugasemdir
Elsku krúttan mín. Mikið er nú gott að Leifur er til staðar fyrir þig meðan húsbandið er erlendis að versla. Og frábært að hann er til staðar fyrir múttu ef allt fer í klessu.
Já aðgátin er oft ekki á staðnum þegar fólk er að spjalla því miður. Sendi þér helling af knús og klemmi mín kæra og farðu vel með þig. Endilega láta sólina sleikja sig eins mikið og unnt er það er svo hollt.
Kveðja úr sveitinni.
JEG, 6.8.2008 kl. 15:44
Mörgum reynist það erfitt að eiga falleg orð eða bara eitt knús handa þeim sem eiga erfitt...minn maður fékk að heyra það í Bónus um daginn! MIIIKIÐ rosalega lítur þú vel út..það er ekki að sjá að þú sért í lyfjameðferð. Þarf það endilega að sjást hvað við erum að berjast við og sést allt það sem við erum að fást við dags daglega? Þú ert falleg í skrifum þínum Tina og það er það sem ég sé...
Inga María, 6.8.2008 kl. 16:09
Elsku Tína mín, svona á nú fólk bara alls ekki að segja og alls ekki við sjúklinga, nógu er nú lágt á okkur risið. Held ég verði bara að skrölta yfir til þín þegar ég kemst á legg og sjá þig feis tú feis, þú ert nú svo lagleg stúlka að ég á erfitt með að trúa svona dómi, maður getur verið laslegur en ekki að eldast svona, fuss og svei. Gott þegar Gunni þinn verður búin á þessu flakki öllu saman. Hafðu það gott elskan mín og mundu eins og ég segi oft "fegurðin kemur að innan" ég t.d. fríkkaði heilan helling þegar ég kynntist Bjarna mínum, þá fannst mér ég allt í einu bara flott kona. Knús á þig elskulegust gott að vita að sonurinn er á staðnum til að passa upp á mömmu sína.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.8.2008 kl. 16:19
Jæja kellan mín, svo þú ert alltaf í grasekkju standinu? En hvað, það eykur ástina í allri sinni mynd.
Það er mikið ríkidæmi sem þú átt í börnunum þínum og gott fyrir þau að eiga þig að. Ég segi eins og Inga María, þú ert falleg í skrifum þínum og það er svakalega góður hæfileiki að geta tjáð sig í rituðu máli eins og þú gerir. Það er svo mikil hlýja sem fylgir skrifum þínum og það er eitthvað sem er ekki öllum gefið.
Verslunarrekstur er mikil vinna og ef það á að ganga er aldrei hægt að sleppa hendinni af því, þetta þykist ég vita þótt ég hafi aldrei rekið verslun, en í rekstri hef ég verið. Mér finnst þú með eindæmum heiðarleg gagnvart sjálfri þér og dugleg að eiga orð við okkur hin sem þekkjum þig hér í bloggheimum. Gangi þér vel í lyfjameðferðinni núna og ég sendi þér heita strauma.
Edda Agnarsdóttir, 6.8.2008 kl. 17:34
Rosalega er þetta taktlaust og dónalegt. Þetta er eins og fólkið sem básúnar yfir lönd og höf í fermingarveislunum svona gleðiboðskap eins og "djöfull hefur fitnað" eða "ertu ólétt, bumban er rosaleg" eða "þú lítur ógeðslega illa út ertu þunn"?
Hver þarf á svona að halda.
Þú ert bæði sæt og fín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2008 kl. 17:35
....mikið líturðu vel út beibý...frábært hár
Hólmdís Hjartardóttir, 6.8.2008 kl. 23:07
Jú það var kominn tími á nýtt blogg, það er alltaf skemmtilegt að lesa það sem þú skrifar. Þar sem ég er smá oggulítið of feit fæ ég oft miður skemmtilegar athugasemdir við holdafar mitt, sem betur fer tek ég það ekki nærri mér í dag. Ég skýt til baka og reyni að vera eins meinhæðin og ég get verið Knús og kram inn í nóttina hjá þér
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.8.2008 kl. 02:18
Hrikalega var þetta ónærgætið! Vona að þú hafir sagt honum það!!
Eigðu góðan dag ljúfust
Hrönn Sigurðardóttir, 7.8.2008 kl. 10:00
Hæ skvís. Hvernig er heilsan í dag.?? Ég er enn bara inni og ligg mest, en labba á milli. Þegar ég fer að komast í heimsóknir þá ætla ég að byrja á þér. Hlakka til að hitta þig, allt of langt síðan síðast. Farðu vel með þig yndið mitt. finnst þér ekki gott að vera orðin hluti af bloggliðinu.??
Ásdís Sigurðardóttir, 7.8.2008 kl. 12:41
Ég kom við í búðinni og ætlaði að drekka með þér kaffi! Drakk bara kaffi með annarri konu í staðinn
Hrönn Sigurðardóttir, 7.8.2008 kl. 17:13
Fólk segir svo undarlega hluti þegar það veit ekki hvað það á að segja við mann, ég komst að því í fyrra þegar minn drengur dó. Tveimur dögum seinna sagði pabbi gamli : ertu ekki að verða búin að jafna þig á þessu ?
Hann vissi bara ekki hvað hann ætti að segja við mig. Ég varð voða skúffuð út í hann en svo ákvað ég að fyrirgefa honum þetta.
Knús á þig ókunna kona, ég er á allsherjarþvælingi um moggabloggið og lenti hingað.
Ragnheiður , 7.8.2008 kl. 22:13
Tína - þú ert stórkostleg. Ég myndi giftast þér strax ef þú værir ekki með hann þennan þarna - hvað hann heitir aftur - fíbblið sem er að flækjast í úglöndum - væri ekki til staðar. En svo er það líka þessi ungi glæsilegi sem mun grípa í rassinn á þér ef þú ferð í kollhnýs - kannsi ég þyrfti að læsa hann úti í bílskúr líka á meðan ég nem þig á brott!
Næsta víst er að þú ert svo falleg að hjartalagi að þú mættir vera gríla hans leppalúða í útliti fyrir mér - ég myndi samt koma og reyna að hözzla þig ef ég væri aðeins yngri - eða sem sagt nær þér í aldri - 25 ára ekki satt? Jújú ...
Daðrandi knús á þig ljúfa og fallega sál ...
Tiger, 8.8.2008 kl. 00:44
Vááá, það dró ekki af því Tiger, en veistu hún er jafn falleg að innan sem utan.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 00:57
Jahérna nú,,,ég verð bara að segja að þessi maður hefur átt mjög slæman dag eða vaknað ílla úríllur,,,tek gjörsamlega undir orðin hennar Ásdísar Sig,,og ég held að hún Daddý systir bakki mig alveg upp með þessum orðum
Landi, 18.8.2008 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.