8.8.2008 | 11:05
13 ára all over again
Almáttugur minn........................ gott ef ég skipti ekki litum eins og litaspjald þegar ég las allar athugasemdirnar sem mér bárust frá ykkur vinum mínum, við síðustu bloggfærslu mína . Bæði fór ég hjá mér en hlýnaði svo um hjartarætur að mér líður eins og 13 ára. Ég held svei mér að ég sé ekki að fara með neina rangfærslu þegar ég segi að ég hafi ekki roðnað svona síðan ég uppgötvaði að Gunnar minn væri skotinn í mér!!!!!
Tilfinningaflæðið fór með mig í rússíbanareið. Tigercopper og Hólmdís fengu mig til að hlæja, ég fann til í hjartanu með Ingu Maríu og Ragnheiði, Andinn mikli (Sigurður Einarsson) vakti forvitni mína, fylltist söknuði yfir að hafa misst af Hrönn þegar hún kom við í búðina mína og fylltist þakklæti til Eddu, Jenný, Ásdísi, JEG og já bara allra fyrir sýndan samhug. Alveg ótrúlegt og hjartastyrkjandi að eiga þvílíkt bakland. Staðreyndin er nefnilega líka sú að allir sem maður mætir á lífsleiðinni þjóna einhverjum tilgangi í okkar lífi. Og þið eruð mitt hjartalyf
En svo líður mér eins og 13 ára af annarri ástæðu líka. Og þá gagnvart Leifi syni mínum. Hann tekur sko hlutverk sitt mjög alvarlega. Ef hann fer út á kvöldin þá hringir hann reglulega í mig til að kanna hvernig ég hafi það, einnig líst honum ekki betur á en svo að hann spurði mig hvort ekki væri tímabært að auka lyfjaskammtinn aftur, ég væri hreinlega ekki að þola þessa minnkun. Svo leið mér fyrst eins og krakka þegar ég vaknaði í fyrrinótt og fór fram. Þar sat Leifur minn og var í tölvunni, horfði á mig og sagði:
Leifur: Hvað ert þú að gera á fótum?
Ég: Æ mig verkjaði svo þannig að ég ætla bara að taka inn verkjalyf.
Leifur: Hmmmmm, allt í lagi...... en svo ferðu aftur í rúmið að sofa!!
Ég: Okei.
Nú er sko eggið farið að kenna hænunni, því ég gerði eins og mér var sagt . En mér dettur ekki til hugar að fara að amast eitthvað yfir þessu, því mér þykir endalaust vænt um þetta. Að mínu mati sýnir þetta mér hvaða hug hann ber til mömmu sinnar.
Hafið það gott yndislega fólk nær og fjær, hvort sem ég þekki ykkur eða ekki.
Molinn í dag: Leitaðu að einhverju fögru og þú munt finna það. Það er aldrei langt undan. - Sara Teasdale
Athugasemdir
Ég er eins og græni kallinn........... kem alltaf aftur
Hrönn Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 11:15
Já það þarf að passa uppá óþekktarormana sko. (hann veit það kannski?) En manni finnst það gott að vita til þess að hann er að standa sig 100 %
Hjartaknús á þig mín kæra og já ég segji það enn og aftur "farðu vel með þig" gullmolinn minn. Klemm og kreist úr sveitinni.
JEG, 8.8.2008 kl. 11:31
Æi dúllan mín. En heyrðu ég kíki í haust með kallinn minn, hippakrúttið og ætla að láta þig hjálpa mér að dressa hann upp. Ég ræð ekkert við manninn.
Game?
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.8.2008 kl. 11:42
Hrönn: Það ætla ég rétt að vona.
JEG: Það er sko ekki leiðinlegt að fá að vera óþekk svona annað slagið . Mega knús á þig sömuleiðis.
Jenný: It's a date darling!!! Annars má ég til með að segja þér að við verðum með skemmtilegan prúttmarkað í Blaze á morgun í tilefni af Sumar á Selfossi.
Tína, 8.8.2008 kl. 12:00
Frábært að heyra að hann tekur hlutverkið alvarlega, yndislegur strákur að passa mömmu sína.
Takk fyrir bloggvináttu, það þýðir vísast ekkert fyrir mig að koma með minn karl í þína búð. Hann er svoddan stærðarstrákur hehe...margir fermetrar held ég.
Allt annað mál með hippann hennar Jennýar, hann er svo veskisstærð bara hehe
Ragnheiður , 8.8.2008 kl. 14:21
halló mamma mín....þu varst eithvað að tuða yfir þvi að ég commentaði ekki en já best að gera það....ætla að byrja á þvi að ég er sko ekkert egg lengur ...og ef ég er egg...þá ert þu bara kjúklingur þvi aldursmunurinn á okkur er ekki svo mikill....þannig farðu nu ekki að gera of mikið úr aldrinum með þvi að kalla þig hænu....nema nátla að þu ætlir að kalla mig kjúklíng:P.....flott blogg....og auðvitað tek ég hlutverkið alvarlega...og síni þessa ábyrgð....við erum nu einu sinni að tala um mömmu mina ...(sérstaka manneskju)....
Elska þig mamma mín og þu veist það...og aldrei efast um það:)
Leifur ingi (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 15:00
Knús á þig Tína mín. Mig dauðlangar að koma í búðina þína - er ekki hægt að halda bloggvinasölufund þar síðar?
Edda Agnarsdóttir, 8.8.2008 kl. 17:00
.....góður drengur
Hólmdís Hjartardóttir, 8.8.2008 kl. 17:39
Hæ skvís. ÉG ætla út í bæ á morgun og kíki þá í búðina og fæ kaffi hjá þér, Baddi minn ætlar að dúllast með mér á morgun. Er ekki tilvalið að hafa bloggvinkvenna hitting og kalla kannski líka og þær taka kallana sína með austur og allir dressa sig upp? tölumst á morgun. knús inn í nóttina
Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 22:31
Já Leifur ekki láta mömmu þína komast upp með neitt múður ,hún er kjúklingur
love you Tína
Gunna-Polly, 9.8.2008 kl. 10:13
Er að hugsa til þín.
Ágústa Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 20:11
Það er ekkert smá hvað þú ert heppin að eiga þennan dreng að.
Góður molinn í lokin. takk
Sigrún Óskars, 9.8.2008 kl. 23:08
Tek undir með öðrum sem hafa skrifað, þú ert svo falleg í skrifum þínum. Ég kolféll fyrir þér þegar ég las bloggið þitt í fyrsta sinn.
Lánsöm með drenginn þinn, en það er bara þannig að maður uppsker eins og maður sáir! Svo það er augljóst á drengnum þínum og hans umhyggju fyrir þér, hvernig móðir þú ert
Knús til þín frá mér.
SigrúnSveitó, 10.8.2008 kl. 10:52
Það var svo yndislegt að hitta ykkur í dag, vá maður, það er erfitt að vera svona langt í burtu. Hann Leifur er nú bara hjartaknúsari eins og síðast þegar ég sá hann fyrir ansi mörgum árum síðan, algjört hjartagull þessi stóri drengur. Þú ert nú ekkert smá heppinn með þessa stráka þína. Þú varst alveg yndisleg í dag og lítur bara helv vel út miðað við allt sem þú ert alltaf að baula um. Mér þykir alltaf svo hrikalega vænt um þig og það var frábært hvað gaurarnir og jafnvel hún litla dóttir mín féll inn í allt í dag, himinlifandi með þig bæði tvö. Vonandi verða strákarnir góðir og stilltir og ég lofa að koma aftur....ég kem alltaf aftur hehehe. Knús og kossar í klessu. Vá og njóttu að kallinn er að koma heim. xxx
Guðrún Helga Gísladóttir, 10.8.2008 kl. 22:50
Ég á svona yndisleg börn líka sem hugsa um mig eins og ég sé barnið stundum. Ég hef heyrt dóttur mína segja " mamma afhverju tekur þú ekki frí í dag, þú ert veik" ég fer alltaf í vinnuna þótt ég þurfi að liggja á sófanum allann daginn til þess að hafa orku í vinnuna um kvöldið. Ég hef mætt í vinnuna með lungnabólgu, og allskonar pestir. Mér þykir vænt um vinnuna mína, og mæti helst alltaf á mínar 5 kvöldvaktir sama hvað gengur á.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.8.2008 kl. 02:08
Takk fyrir góð kynni í dag í þessu guðdómlega veðri!
www.zordis.com, 12.8.2008 kl. 21:04
Sæl Tína,datt hér inn frá öðru bloggi.
Hafðu það sem allra best.
Kv Tobbi
Landi, 12.8.2008 kl. 21:44
Takk fyrir daginn sæta.
Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 23:55
Mitt yndislega kvonfang - mikið er ég heppinn - eignast líka þennan yndislega ská/son - sem meira segja ber sama nafn og það sem er mitt millinafn.
Þú ert heppin skottið mitt - átt greinilega alveg brilljant fjörkálf þarna sem er bæði vel upp alinn - og fullkomlega traustur líka. Hann virðist sannarlega bera hag móður sinnar fyrir brjósti - og það er virðingarvert - hann á mikið hrós skilið fyrir það og klappa ég hér með á bak hans með viðurkenningu í augum.
En, þú átt sko viðurkenninguna líka skilið mitt fagra villidýr - hve erfitt það er að sýna bjartsýni og léttleika þegar veikindi herja á mann - en það gerir þú hér svo mikið og ferð létt með þó ég gruni nú að tárin séu stundum skammt undan vegna veikindanna. Þú átt meira en klapp á bakið skilið - svo hér færðu stórt knús og mikið kremj ... KNÚS&KREMJ!
Hafðu ljúfa nótt elskulegust og góða vikurest framundan! Bið guð að veita þér styrk og krafta ... og þakka honum fyrir kjúklinginn þinn sem og aðra þína góðu fiðruðu fjölskyldumeðlimi.
Tiger, 13.8.2008 kl. 04:52
Hæ hæ...og takk fyrir síðast...mikið lifandi skelfingar ósköp var gaman að fá að kynnast þér...og hinum bloggurunum..... Takk fyrir bloggvináttuna...hlakka til að kynnast þér betur....
Fanney Björg Karlsdóttir, 13.8.2008 kl. 10:04
Hæ hæ Tína, ég kíkti í búðina þína í dag, reyndar bara til að sníkja kaffi, var að vinna aðeins hinumegin við ganginn. Kem fljótlega að fata mig aðeins upp. Rosaleg gott kaffið hjá ykkur
Björgvin S. Ármannsson, 13.8.2008 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.