Einum of spennandi leikur

Þetta var sko einum of spennandi leikur. En leikaraskapur kóreumanna var alveg með eindæmum. Svona gott lið á ekki að þurfa að grípa til svona ráða að mínu mati. Verst að dómararnir létu glepjast framan af.

Adrenalínið fór á fullt hjá mér og hefði ég þurft þrefaldan skammt af blóðþrystingslyfjum á síðustu mínútum leiksins. Ég stóð bara of spennt fyrir aftan sófann (vildi ekki eiga á hættu að brjóta neitt í látunum) til að gefa mér tíma til að taka inn aukaskammt Grin. Svo bíður maður bara spenntur eftir leiknum á móti dani. Ferlega væri nú sætt að vinna þá Devil

Svo er útsalan (loksins segja kannski sumir) að byrja hjá okkur í Blaze. Eins og venjulega stendur hún bara stutt, en þetta er líka alvöru útsala frá fyrsta degi get ég sagt ykkur. Komið endilega og lítið við, alltaf heitt á könnunni og starfsfólkið ávallt í góðu skapi sem og til í spjall þó ekki væri meira.  

Af mér er allt gott að frétta. Ég fór á Kaffi Krús í fyrradag og hitti fullt af skemmtilegum konum. Sumar þekkti ég fyrir en aðrar ekki. Alltaf pláss í mínu hjarta fyrir skemmtilegt fólk og þær voru það allar upp til hópa.

Molinn að þessu sinni er því tileinkaður vinum: Líf okkar getur ekki verið fullkomið án vina. Dante.

 


mbl.is Ísland tapaði með einu marki fyrir Suður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landi

Hvenær byrjar útsalan,það er sko alveg möguleiki að ég renni austur fyrir heiði skoði úrvalið

Landi, 14.8.2008 kl. 12:25

2 Smámynd: Tína

Hún byrjar í dag Tobbi minn. Endilega skelltu þér austur og kíktu nú á herlegheitin. Hvet þig eindregið til þess.

Tína, 14.8.2008 kl. 12:32

3 Smámynd: Landi

Jebb ég renni líklega austur í dag eða á morgum Tína mín.

Landi, 14.8.2008 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband