Allt hefur tvær hliðar

Aðstæður eru hvorki jákvæðar né neikvæðar, aðstæður eru hlutlausar. Það eru hugsanir okkar og hugarástand, hvernig við sjáum aðstæður, sem gera þær jákvæðar eða neikvæðar.

Bob Proctor kennir eitt það besta í þessum efnum og notar til þess alheimslög og kallar þetta "Lög andstæðra póla" og segir;

Allt í umheiminum hefur sína andstæðu. Það væri ekkert "fyrir innan" í herbergi ef það væri ekki "fyrir utan". Þú ert með hægri og vinstri hlið á líkamanum. Framhlið og bakhlið. Allt sem er upp hefur niður og allt sem er niður hefur upp. Það er ekki nóg með að þessi lög segja að allt hafi sína andstæðu heldur líka "jafnt og". Ef það er einn metri frá gólfi upp að borðbrún, þá er líka einn metri frá borðbrún niður á gólf. Ef það eru 50 km frá Selfoss til Reykjavíkur þá samkvæmt lögum þarf að vera 50 km frá Reykjavík til Selfoss. Það gæti ekki verið öðruvísi.

Ef eitthvað sem þú álítur slæmt gerist í lífi þínu, þá hlýtur einnig að vera eitthvað gott við það. Ef það var pínu slæmt, þegar þú hugarfarslega vinnur að hinni hliðinni, muntu aðeins finna pínu gott.

Hér er eitt lítið dæmi. Ef þú ert með sprungið dekk, sem virðist neikvæð aðstaða fyrir þig, þá er það mjög jákvætt fyrir dekkjavinnustofuna. Ef þú athugar jafnvel aðeins lengra er það mögulegt að á meðan verið er að skipta um dekk þá kemur ef til vill önnur alvarlegri bilun í ljós sem hefði þá kostað þig miklu meiri pening ef þú hefðir beðið lengur.

Það sem ég er að reyna að segja er að hvert atvik er hægt að sjá á tvennan hátt. Það er hvernig við metum aðstæður sem ákvarðar áhrif þess á hugsun okkar og hugarástand. Og við vitum öll að það ákvarðar gæði lífs okkar.

Skiptir engu hversu slæmt eitthvað getur litið út fyrir að vera, skoðum það þá frá annarri hlið, þá framkallast alltaf eitthvað gott.

Hvert hjartasár, hver mistök og hver hindrun ber alltaf með sér jafngildi þess í jákvæðu formi.

Því til sönnunar þá get ég sagt að ef ekki hefði komið til jarðskjálfti sem setti hús mitt í rúst, þá hefði ég ekki byrjað að blogga og kynnst helling af yndislegu fólki.

Molin í dag er því: Reynsla er ekki það sem hendir okkur. Reynsla er það hvernig við nýtum okkur það sem hendir okkur. Höf ókunnur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Góðar og skemmtilegar pælingar.

Edda Agnarsdóttir, 16.8.2008 kl. 08:30

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það eru alltaf tvær hliðar á hverjum pening.  Spurningin hlýtur alltaf að vera um á hvora hliðina maður ætlar að einbeita sér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2008 kl. 09:42

3 Smámynd: JEG

Merkilegar pælingar mín kæra.

Já það rekur eitt annað í þessu lífi.  Mitt blogg byrjaði sem fikt og hef ég fundið helling af gömlum kunningjum og eignast helling af nýjum kunningjum á þessu netfikti mínu.  En með þessu fikti kann ég orðið helling á tölvu sem ég kunni ekki rass í bala á áður. 

Knús í klessu mín kæra.

p.s. já ég væri sko til í að hitta á þig líka en fralægðin gerir fjöllin blá og langt á milli okkar.

JEG, 16.8.2008 kl. 09:43

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Þetta eru stórmerkilegar en jafnframt skemmtilegar pælingar..... meira að segja svo merkilegar að þær eru fyndnar á sama tíma og þær eru háalvarlegar með heimspekilegu ívafi...... ég segi nú bara.... "takk fyrir jarðskjálftann".....því annars hefði ég aldrei kynnst þér..... tja ... ekki nema ég hefði fengið svona skyndilegan áhuga á karlmannsfötum..... sem væri þá gott fyrir ykkur hjónin..... en ekki svo gott fyrir mig..... eða hvað...

Fanney Björg Karlsdóttir, 16.8.2008 kl. 11:24

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Virkilega góður og vel uppsettur pistill min kæra, þörf og góð pæling.  Gott að hafa þetta ávallt í huga sínum. Hafðu það sem best elsku Tína mín og passaðu heilsuna þína.   Heart Beat  Heart Beat Heart Beat 

Ásdís Sigurðardóttir, 16.8.2008 kl. 13:27

6 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk fyrir þessa pælingu, alveg í mínum anda. Yndislegt, eins og þú.

SigrúnSveitó, 16.8.2008 kl. 21:18

7 Smámynd: Gunna-Polly

NÁKVÆMLEGA

ELSKA ÞIG Í TÆTLUR

Ef ég hefði aldrei byrjað á irc hefði ég aldrei kynnst þér sko 

Gunna-Polly, 16.8.2008 kl. 23:39

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þú ert alveg frábær manneskja, og jákvæð líka.  Ég vildi óska þess að það væru fleiri manneskjur alveg eins og þú.  Ég ákvað að læra finnsku fyrir 7 árum og þessvegna fór ég á irkið, við það lærði ég á tölvu og kynntist ótrúlega mörgum finnum.   Svo nokkrum árum seinna fór ég að skoða blogg hjá allskonar fólki og sá að þetta gæti verið spennandi, og ekki sé ég eftir því að byrja að blogga.  Ég hef kynnst mörgum ótrúlega skemmtilegum bloggurum og ert þú algjör perla.  Ég er þakklát fyrir það að vera bloggvinkona þín, þú sem sérð alltaf það góða og skemmtilega í öllu.    ps. moli dagsins er aldeilis frábær.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.8.2008 kl. 02:01

9 Smámynd: www.zordis.com

Það er svo gott að grípa í þessa pælingu.

Þegar við erum neðarlega í baráttunni þá erum við næst spyrnunni sem fleytir okkur í hæstu hæðir. 

Ósjaldan sem fólk segir, þetta hefði getað verið verra!

Knús á þig kærleikskona

www.zordis.com, 17.8.2008 kl. 09:52

10 Smámynd: Dísa Dóra

Já það er svo sannarlega satt að allt hefur sínar jákvæðu og neikvæðu hlið.  Svo er bara að hafa í huga að einbeita sér að því að finna jákvæðu hliðina

Kom mér á óvart hve bloggið opnar heim vináttu svona svipað og ircið gerði þegar það var og hét

Dísa Dóra, 18.8.2008 kl. 11:07

11 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 20.8.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband