Sá lærir sem lifir.

Ég býst við að sem foreldri þá hættir maður aldrei að læra. Börnin mín voru sem sagt enn einu sinni að kenna mér eitthvað. Og þar sem ég vil gjarnan miðla af reynslu minni, þá langar mig til að deila þessu með ykkur. Who knows............... kannski tekst mér að forða ykkur frá þessu Wink

Ég þori næstum því að veðja að þið séuð orðin geðveikt spennt að vita hvað gerðist. Ekki satt? En ok.... ég skal ekki draga þetta lengur.

Það sem ég lærði var að ef þú ferð að sofa á undan börnunum þínum, þá skaltu sjá til þess að hvorki séu skæri, bartskerar eða rakvélar í seilingarfjarlægð. Leyfið mér að skýra þetta nánar.

Aðfaranótt laugardags fór ég á fætur um miðja nótt eins og ég er gjörn á. Hann Leifur minn (elsta barnið) var enn vakandi og segir við mig að hann hafi tekið sig til fyrr um kvöldið og klippt bróður sinn. Okeiiiiiiiiiiiiiiii. Ég fór ekki að verða hrædd fyrr en hann segir við mig "þetta væri nokkuð flott sko ef þetta hefði verið gert á stofu" W00t

Það var síðan með kvíðahnút í maganum sem ég beið eftir að Kristján færi á fætur. Svo kom karlinn fram. Mikið rosalega var ég fegin að Leifur skyldi vera búin að vara mig við. Guð minn góður!!!! Kristján var s.s kominn með þennan líka fína hanakamb og Leifur hafi snoðað hann stutt á hliðunum en ekki sköllóttann. Núna skemmti ég mér við að reyna að lesa út úr dulmálinu sem leynist í blettaskallanum LoL (þetta er sko blettaskalli í lagi get ég sagt ykkur). Kristján var samt ekki viss hvort honum líkaði nýju klippinguna eða ekki. Þegar ég keyrði hann síðan í vinnuna þá spyr hann mig "mamma........ hvað heldur þú að fólkið segi í vinnunni?" Ég sagði honum blessuðum að hafa ekki áhyggjur af þessu, við myndum láta laga þetta eftir helgina.

Kristján kom svo heim úr vinnunni og skein eins og sól í heiði. Þá hafði drengurinn víst fengið svo mörg hrós fyrir hárið að allur efi var horfinn eins og dögg fyrir sólu. Og honum finnst hann vera ógurlega töff svona. Þess vegna vill hann ekki láta laga þetta Pinch. En ég reyni þá bara áfram að athuga hvort ekki sé hægt að finna út myndir eða dulmál úr blettaskallanum á stráknum Tounge

Molinn er svolítið kaldhæðinn að þessu sinni: Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. - Brennu-Njáls saga - Kári Sölmundarson.

Smá heilsufréttir.

Ég var svo kvalin í gær að ég sá mig tilneydda til að fara á læknavaktina. Ég hefði allt eins getað sleppt því, en það eina sem ég fékk að heyra var að það væri ekkert hægt að gera fyrir mig þar sem hún vildi ekki grípa fram fyrir hendurnar á sérfræðingnum mínum. Það var sama þó ég reyndi að segja henni að sérfræðingurinn minn væri enn í fríi og því gæti ég ekki náð sambandi við hana. Læknirinn vildi bara ekkert gera og ráðlagði mér að reyna að flýta tímanum sem ég ætti í næstu viku Devil. Með þetta fór ég bara heim, hundsvekkt og enn kvalin. Síðan voru kvalirnar svo svakalegar í nótt að ég gat ekki annað en hringt á næturlækni. Hann sagði mér að koma upp á sjúkrahús, sem ég og gerði. Greyið stóð bara á gati eftir að hafa látið mig gera allskonar leikfimiæfingar, og var engu nær. Sögulokin urðu þau að hann sprautaði mig með morfíni og sendi mig heim aftur. Í augnablikinu er ég s.s því sem næst verkjalaus (allavega miðað við hvernig var fyrir sprauturnar). Stundum skil ég ekkert í mér að vera að eyða tímanum í að fara á vaktina. Svei mér þá. Fyrir utan þetta þá hef ég það bara nokkuð fínt. Ástandið gæti víst alltaf verið verra. Ekki satt?

Hafið það ljúft í dag elskurnar mínar og munið að njóta þess að vera til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís. Ekki sá ég neitt skrítið við hárið á peyjanum þegar ég sá hann í fyrrakvöld, bara töff og sætur. Það er sko satt að börnin elska þig, það er enginn tilbúningur, sjá hann knúsa mömmu sína og faðma þegar hann kom heim  Hearts ferlegt að heyra þetta með verkina. Vaktin gerir ekkert gagn í svona tilvikum, hef einmitt farið og fengið smá pot og svo sprautu, bara fara til sérfræðings, eina svarið. Vona að dagurinn verði þolanlegur. Hjartanskveðja til þín elsku Tína mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.8.2008 kl. 07:18

2 Smámynd: Tína

Takk Ásdís mín. En já það er sko ekki ofsögum sagt að strákarnir mínir eru svakalegir mömmu strákar

Tína, 28.8.2008 kl. 07:37

3 Smámynd: Dísa Dóra

híhí þessa sögu ætla ég að muna svona upp á seinni tíma

Slæmt að þú sért svona kvalin skvís en vonandi fer þetta að lagast  

Dísa Dóra, 28.8.2008 kl. 10:00

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá þetta hefði getað verið mun verra.  Híhí, með klippinguna sko.

Vona að þú farir að fá lausn þinna mála í sambandi við heilsuna þína, þetta er ömurlegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.8.2008 kl. 10:04

5 Smámynd: Sigrún Óskars

Það er eiginlega nauðsynlegt fyrir þig að hafa annan sérfræðing til að "hlaupa uppá" þegar hinn er í fríi. Vona að dagurinn verði þolanlegur fyrir þig - sendi þér hlýjar kveðjur

Skemmtileg saga af strákunum

Sigrún Óskars, 28.8.2008 kl. 10:30

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Æi stelpuskottið að vera svona kvalin.....vonandi færðu lausn á því.   Koníak er gott verkjalyf og hefur verið nótað jafnvel á sjúkrahúsi á Íslandi

Hárið á stráknum vex......margt verra getur hent ungdóminn

Hólmdís Hjartardóttir, 28.8.2008 kl. 10:33

7 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Þú stendur þig ótrúlega vel og ert þar að auki fínn penni.  Hárið má alltaf laga....einhvernveginn,stóra málið er að eiga góða stráka.

Sóldís 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 28.8.2008 kl. 11:39

8 Smámynd: JEG

ÆÆæjjj mín kæra en gott að ég get kætt þig með gríni á síðunni minni.

Heljar stórt knús og klemm úr sveitinni og farðu vel með þig dúllan mín.

JEG, 28.8.2008 kl. 12:06

9 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Hæ sæta mín, þetta er verri sagan með verkina, vonandi ferðu nú að fá sérfræðingin þinn tilbaka svo hægt sé að laga þetta eitthvað greyið mitt.  En þú ert harkan sex...þetta hafa nú ekki verið neitt smá verkir til að þú farir á vaktina.

Það styttist í að við kíkjum á ykkur aftur og fáum þá að sjá þessa fínu klippingu á drengnum hehehe. Erum enn fyrir norðan en komum á morgun býst við að kíkja í næstu viku svo að krakkarnir geti komi með.

Knús í bæinn, frá okkur

Guðrún Helga Gísladóttir, 28.8.2008 kl. 13:20

10 Smámynd: SigrúnSveitó

Krúttið mitt, vonandi hittirðu sérfræðinginn fljótt og að hann geti hjálpað.

Sástu að ég var búin að svara þér á síðunni minni varðandi pilsin?

Knús, krúttið mitt.

SigrúnSveitó, 28.8.2008 kl. 13:48

11 Smámynd: Ragnheiður

Knús á þig

Sagan er skemmtileg, og ég er ofsalega ánægð að það finnist annað heimili en mitt þar sem svona hártilraunir eru framkvæmdar í skjóli nætur....oft hef ég nú komist að því vegna þess að menn hafa ekki þrifið aaaalveg nógu vel upp afklippta lubbann....

útkoman hefur auðvitað verið allaveganna

Ragnheiður , 28.8.2008 kl. 16:48

12 identicon

Sko klippingin er í góðulagi hausinn bara eithvað ójafn...eða...ja:D....get allveg boðið mig framm í klippingu ef einhver þarf...einhver?....ekkert mál sko....en okey meina smá byrjunnar örfðuleikar hér og þar ekkert sem jafnast ekki ut....en meina okey skárra en hárgreiðslan sem hann var með siðast mamma.....hun minnti mig á rattatoullí:'D elska þig i drasl hænan þin....haltu á þér fjöðronum:);*

Leibbi Grallari #1 (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 17:43

13 Smámynd: Landi

Ja sko ef drengurinn er ekki kominn á rétta braut,sko hárskurðarbraut  spurning hvort hann setji ekki fánalitaðar strípur og svoleiðis pjatt í bróðurinn næst .

Knús til þín Tína mín

Ps Sendu bara skilaboð eftir þessum doktor og segðu henni að þú þurfir að tala við hana ,ertu ekki með Gemsanúmerið hennar  nú ef það gengur ekki þá leigjum við bara rellu og finnum hana,,sendum svo bara reikninginn á Ríkið  5 millur til eða frá,hvað er það

Landi, 28.8.2008 kl. 18:04

14 Smámynd: Brynja skordal

 já það er nú ekki annað hægt en að brosa smá yfir svona stráka sögum og svarið frá syni þínum Tína mín seigir allt sem seigja þarf Æ en mikið vona ég að þú farir að ná tali af þessum lækni þínum ljúfust knús til þín Elskuleg

Brynja skordal, 28.8.2008 kl. 22:06

15 Smámynd: Ragnheiður

Lefiur grallari góður

Ragnheiður , 28.8.2008 kl. 23:51

16 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hér á mínu heimili hafa orðið ýmis slys með skæri og hár,  stelpurnar hafa klippt sjálfar sig og aðrir þær.  Ein dóttir mín var með hár niður á rass þegar frænka hennar ákvað að laga síddina aðeins.  Stelpan var með hárið í tagli og voru skærin munduð hér og þar, þær voru 6 ára og eftir aðfarirnar var dóttir mín með drengjakoll það þurfti viðkomu hjá rakara til þess að bjarga því sem bjargað yrði   Ég vona að þú fáir lausn verkja þinna fljótlega, það er ekki í lagi að bara einn læknir geti hjálpað þér.  Þú þarft að fá aukalækni sem getur gripið inní þegar hinn er í fríi.    Vonandi gengur allt vel hjá þér, ég óska þér og þínum góðrar helgar.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.8.2008 kl. 01:02

17 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Ég á svona rakara-reynslusögu......við vinkonurnar fóru hamförum á hausnum á hvor annarri þegar við vorum 16 vetra ..... skemmst frá því að segja að ég varð eins og flækingur sem lent hafði í bitlausri sláttuvél...skallablettir hér og þar...móðir mín var ekki hrifin....... enda hafði einkadóttirin verið með þétt og fallegt axlarsítt hár þegar hún yfirgaf heimilið fyrr um daginn......... mér fannst ég æðisleg...og finnst það enn.....

sköt om dig gumman....

Fanney Björg Karlsdóttir, 29.8.2008 kl. 22:04

18 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Takk fyrir innlitið.....alltaf gott og gaman að heyra í góðu fólki.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 30.8.2008 kl. 09:12

19 Smámynd: www.zordis.com

www.zordis.com, 30.8.2008 kl. 12:27

20 Smámynd: M

Dóttir mín klíndi tannkremi um allt hárið á sér, sem var sítt og fallegt. Í stað þess að segja mömmu ákvað hún að redda þessu sjálf og klippti það. Það var hræðilegt og fékk mamman nett sjokk.  En hárið óx aftur

Vonandi líður þér betur í dag

M, 30.8.2008 kl. 16:22

21 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta er ákveðin sköpunarþörf að prófa allskonar hárgreiðslur.

 Mér finnst ónotalegt að vita til þess að þú ert svona kvalin og ekki líst mér á að heilsugæslan geri ekkert fyrir þig  fyrr en að þú ert komin í annað skiptið á stuttum tíma. Það er eins gott að þinn læknir fari að koma til að hugsa um þig.

Edda Agnarsdóttir, 30.8.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband