Slepptu takinu á fortíðinni.

Sagt hefur verið að meirihluti samræðna hjá þeim sem eru fertugir og eldri séu um fortíðina. Stundum er það um "góðu gömlu dagana" og stundum er það af atvikum sem fóru illa, "ef ég hefði aðeins....." sögur, glötuð tækifæri og svoleiðis. En ég hef komist að þeirri niðurstöðu að yngra fólk er engin undantekning þar á.

Að láta syndir okkar og mistök gærdagsins stjórna hugsunum okkar í dag rænir okkur gleði dagsins í dag og framtíðarhamingju. Það veldur því að við missum af tækifærum dagsins í DAG!!!!

Til þess að taka skref fram á við í dag, verður þú að læra að kveðja særindi gærdagsins, harmleika og bagga. Þú getur ekki byggt minnisvarða fortíðarvandamála og ætlast svo til að geta haldið fram á við.

Taktu þér tíma til að gera lista yfir neikvæða atburði fortíðarinnar sem gætu enn haft tangarhald á þér. Fyrir hvern atburð sem þú setur á listann skaltu gera eftirfarandi:

1) Viðurkenndu sársaukann

2) Syrgðu missinn

3) Fyrirgefðu manneskjunni.

4) Fyrirgefðu sjálfri/sjálfum þér!!

5) Taktu meðvitaða ákvörðun um að sleppa takinu á viðkomandi atviki og haltu áfram á þinni braut.

Bestu dagarnir eru svo sannarlega framundan ef þú kemur fram við "mistökin" (eða hvað sem þú kýst að kalla það) sem nauðsynlega reynslu til að læra af. Ef þú skilur að hver reynsla hefur með sér ákveðið magn af visku, getur þú skilið hversu ríkt líf þitt er í rauninni að verða.

Margir ná ekki að upplifa velgengni drauma sinna vegna þess að þeir sleppa ekki tökin á fortíðinni og barma sér yfir því að tækifærið er runnin þeim úr greipum. Þó að eitthvað hafi valdið því að þú gast ekki látið draumana þína rætast á sínum tíma, hvað kemur í veg fyrir að þú gerir það núna? Aldur? Fjárhagur? Börn? Tími? Þetta eru bara afsakanir fyrir að gera ekki hlutina og til að leyfa sér að syrgja glötuð tækifæri. Hættu að hugsa um allt sem mögulega gæti komið upp á, eða finna upp 100 ástæður fyrir því að þú getur ekki látið drauminn rætast. Eins og ég hef sagt við börnin mín frá því þau eru pínulítil, þegar þau hafa staðið frammi fyrir ákvarðanatöku (hversu lítilmótleg sem hún kannski var og er)................ "Annað hvort sturtar þú niður eða ekki!!" Þetta er ekki flóknara en það. Auðvitað gætir þú flækt málin með því að standa fyrir framan dolluna og hugsað um hvort það væri jafnvel ekki betra að fara inn í eldhús ogfylla skál af vatni (eftir að þú ert búin að eyða tíma í að ákveða hvaða skál) og hella því niður í klósettið, en svo er spurning hvort þú þurfir þá ekki að fara margar ferðir með skálina því hún tekur ekki nægilega mikið magn af vatni og hvort það sé þá ekki betra að taka stóran pott já eða kannski fötu frekar.......... Skilurðu hvert ég er að fara með þessu? Það er endalaust hægt að flækja hlutina. Slepptu því að skapa þér mígreni yfir hlutunum og sturtaðu niður! Já eða slepptu því Wink  Notaðu síðan tímann sem hefði annars farið í vangaveltur, í annað skemmtilegra og njóttu þess að vera búin að taka meðvitaða ákvörðun.

Þessi kafli er að miklu leyti tileinkaður dóttur minni. Við lágum í rúminu hennar í morgun og vorum á trúnó. Og var þetta meðal annars eitt af því sem við töluðum um. Ég hef oft sagt þetta við hana en góð vísa er aldrei of oft kveðin. Elska þig Agnes mín. Heart

Molinn er því sérstaklega ætlaður henni. Engin siðfræðikenning getur tekið af mönnum ómakið að taka sínar eigin ákvarðanir. - Páll Skúlason.

Og eitt til þín sem lest þetta................ Mundu að það er engin betri til að elska og sem getur notið þess sem lífið hefur upp á að bjóða en einmitt þú. Aðrir í lífi þínu munu síðan njóta góðs af.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

ég elska þig mamma

Tína, 31.8.2008 kl. 11:06

2 identicon

hélt að þú værir búin að skrá þig út  

Agnes Maria Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 11:09

3 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Ég elska þig Tína og mun aldrei fá leið á því að segja þér það.  Það er líka guðsgjöf að geta sagt "Ég elska þig við fólk" það geta ekki allir því miður.  Eins er með orðið Fyrirgefðu sem vefst fyrir ansi mörgum að segja en er samt lífsnauðsynlegt.  Ég veit ekki hvað ég gerði ef ég hefði ekki þessa yndislegu pistla þína, hvaða dagur í vikunni er bestur fyrir þig að kíkja á þig áður en ég kveð þetta land í þetta sinn?? Hlakka til að sjá ykkur. knús inn í daginn og vikuna.

Guðrún Helga Gísladóttir, 31.8.2008 kl. 12:02

4 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er ansi góð speki, ætti næstum að límast á ísskápinn hjá mér.

Ragnheiður , 31.8.2008 kl. 12:38

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fortíðin er frábær að því leyti að hún hefur að geyma yndislegar minningar.

Svo er að lifa í núinu því það er það eina sem er í hendi.

Takk fyrir færslu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.8.2008 kl. 12:42

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 Þetta er svo satt hjá þér. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.8.2008 kl. 12:52

7 Smámynd: Sigrún Óskars

þú ert alveg yndisleg Tína . Segi eins og Ragnheiður - þetta ætti allt að fara á ísskápinn hjá mér. Takk fyrir þetta

Sigrún Óskars, 31.8.2008 kl. 12:54

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

  góð færsla

Hólmdís Hjartardóttir, 31.8.2008 kl. 13:25

9 Smámynd: Tína

Hólmdís, Sigrún, Jóna, Jenný, og Ragnheiður: Þið eruð allar upp til hópa yndislegar og fallegar.

Yndislega Búkolla mín: Mikið svakalega er ljúft að sjá þín fótspor hér

Ljúfa og fagra Guðrún mín: Allir henta mér nema fimmtudagurinn næstkomandi. Því þá fer ég loksins að hitta sérfræðinginn minn.

Tína, 31.8.2008 kl. 13:48

10 Smámynd: Dísa Dóra

Ég hef nú séð hér á blogginu (á irc í den ) og þegar ég hef hitt þig að þú ert algjör gullmoli.  Þessi skrif þín sannfæra mig enn frekar um hve frábæran persónuleika þú hefur til að bera.

Takk fyrir mjög góðan og sannan pistil.

Knús til þín

Dísa Dóra, 31.8.2008 kl. 16:26

11 Smámynd: Tína

Dísa Dóra mín: Takk fyrir falleg orð í minn garð. Mér finnst þú sjálf alveg frábær manneskja, sterk og hugrökk með eindæmum.

Tína, 31.8.2008 kl. 16:34

12 Smámynd: JEG

Mín elskulega kæra og fína Tína.   (vá flott rím)

RisaKnús og trilljón kossar því þú átt það skilið essgan.

Kveðja úr sveitinni.

JEG, 31.8.2008 kl. 17:21

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vel skrifað hjá þér stelpa. Fyrir mörgum árum hitti ég konu sem sagði við mig að ég mund aldrei losna við höfuðverk nema læra að fyrirgefa fólki í hjarta mínu, ef mér væri gert eitthvað sem særði.  ÉG hef notað þessa tækni núna í 25 ár og er þakklát, því þetta virkar. Pistillinn þinn segir sannleikann og er eiginlega stutt námskeið í samskiptum og hvernig maður hagar lífi sínu.  Takk fyrir að vera þarna á hinum enda tölvunnar, vonandi verður eitthvað hægt að hjállpa þér þegar sérfræðingurinn þinn kemur aftur til starfa, það væri svo gaman að geta hitt þig oftar.  Farðu ofurvel með þig elsku Tína mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2008 kl. 22:32

14 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 1.9.2008 kl. 16:55

15 Smámynd: www.zordis.com

Lífið er svo yndislega einfalt þegar við hugum að því.  Kærleikur að leiðarljósi og sátt við guð og menn!

Kærleikskveðjur.

www.zordis.com, 1.9.2008 kl. 21:00

16 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir mjög svo góðan pistil. Þetta verður kannski næsta stóra verkefnið þitt að "skrifa"!

Sören Kierkegaard var þekktur prestur og skáld í DK og mikil speki liggur eftir hann. Allt sem ég hef lesið frá honum róar hugann og dýpkar hugsunina.Hann sagði m.a. þetta:

Lífinu verður að lifa með því að horfa fram, en það skilst ekki nema með því að horfa aftur. 

Edda Agnarsdóttir, 1.9.2008 kl. 21:20

17 Smámynd: Tína

Elsku skáldið mitt JEG: Jafn margir kossar til baka krútta.

Góðhjartaða Ásdís mín: Þú ert alltaf velkomin í kaffi sko!! Þú ert með númerið mitt og hvet ég þig til að nota það.

Ó minn kæri Andi: Ég ætti sko ekki annað eftir góði minn

Brynja mín:

Yndislega Zordís: Þar sem kærleikurinn hefur fastar rætur lætur Guð rósina spretta.

Edda mín með gull hjartað: Takk fyrir hrósið en ég held samt ekki  Ætla að reyna að finna eitthvað eftir Sören sem þú bendir hér á.

Tína, 2.9.2008 kl. 08:08

18 Smámynd: SigrúnSveitó

Yndisleg færsla, takk darling. Ætla að senda hana áfram á eina konu sem mér þykir óendanlega vænt um en sem á það til að flækja hlutina um of...

Knús á þig, krúttan mín.

SigrúnSveitó, 2.9.2008 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband