Að mæta manneskjunni þar sem hún er stödd.

Hún Edda Agnarsdóttir með stóra hjartað og bloggvinkona með meiru, benti mér á speki Sörens Kierkegaard. Og eins og ég sagðist ætla að gera, þá leitaði ég eftir upplýsingum um hann og fann þá þetta.

 

Ef ég á að geta leitt manneskju
að ákveðnu marki
verð ég fyrst að vita hvar hún er stödd
og byrja ferðina þar.
Sá sem ekki veit það
villir um fyrir sjálfum sér
þegar hann telur sig geta hjálpað öðrum.


Til að geta þjónað náunganum
verð ég vissulega að skilja ýmislegt
sem hann ekki skilur,
en fyrst og fremst að skilja
það sem hann skilur.
Geri ég það ekki
gagnast engum þótt ég kunni og viti meira.


Öll raunveruleg hjálp
byrjar með virðingu fyrir þeim sem á að hjálpa.
Þess vegna verð ég að skilja:
Að hjálpa er ekki að drottna
heldur þjóna.
Skilji ég þetta ekki
þá get ég ekki hjálpað neinum.

Sören Kierkegaard

Þetta finnst mér umhugsunar vert.

Molinn í dag: Við getum oft gert meira fyrir annað fólk með því að lagfæra okkar eigin galla, frekar en að lagfæra þeirra. - Francois Fenelon.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Vá hvað þetta er flott og satt.  Eitthvað sem maður ætti að lesa á hverjum degi svei mér þá.

Knús til þín skvís og vonandi er heilsan eitthvað betri

Dísa Dóra, 2.9.2008 kl. 09:12

2 Smámynd: Tína

Það segirðu sko satt Dísa mín. Held manni veitti ekki af því að byrja daginn á að lesa þetta. En varðandi heilsuna......... elskan mín, ég hef það alls ekki svo slæmt

Tína, 2.9.2008 kl. 09:18

3 Smámynd: JEG

Knús og klemm á þig mín kæra. Þú ert sannur gullmoli það er nokkuð ljóst.

Eigðu góðan dag.

JEG, 2.9.2008 kl. 09:33

4 Smámynd: www.zordis.com

Dásamlegt!

Ég staldraði við gullmola dagsins ....  Minnir mig á það sem tengdamamma segir "un burro grande, ande o no ande" = stóran asna, hvort sem hann gengur eða ekki.

Ætli ég veldi ekki grjótið, er svo mikil steinakona, eða hvað!

Flottur er hann Sören.

www.zordis.com, 2.9.2008 kl. 09:41

5 Smámynd: Tína

Jóna mín: Ef einhver er gullmoli þá ert það þú. Svo ertu svo fjári skemmtileg líka. Blanda sem getur ekki klikkað.

Elsku hjartans Zordís: Veistu.......... ég er búin að horfa á þennan mola og er að hugsa um að skipta honum út. Það getur verið að ég sé að misskilja hann eitthvað en það er bara eitthvað við hann sem truflar mig.

Fyrir þá sem sáu ekki molann eins og hann var þá hljómaði hann svona : Gallaður gimsteinn er betri en gallalaust grjót. - Frá Kína.

Tína, 2.9.2008 kl. 10:13

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

alltaf áttu gott nesti inn í daginn..........hafðu það sem allra best

Hólmdís Hjartardóttir, 2.9.2008 kl. 10:52

7 Smámynd: www.zordis.com

Já, það er dýpri merking og molinn fjallar um sennilega um annað en ég viðurkenni að hann truflar mig smá, kanski vegna þess að ég legg annan skilning í þetta.

Knús frá kappútjíno konu í Ráðhúsi Reykjavíkur (já að blogga) .... 

www.zordis.com, 2.9.2008 kl. 12:17

8 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 2.9.2008 kl. 16:20

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábært stelpa, gott að lesa þetta hjá þér. Vona að þér líði þokkalega  Duck 4  Duck 4 Duck 4 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2008 kl. 20:54

10 identicon


Elsku Tína, vonandi hefurðu það betra núna og ferð að hitta sérfræðinginn þinn. Við hugsum til þín hér fyrir norðan.

Alltaf fallegar færslurnar þínar .

Kær kveðja, Ingibjörg, Már og börn.

Ingibjörg svilkona (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 22:34

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst þessar ljóðlínur ótrúlega vel hugsaðar og það er mikill sannleikur í þessum orðum.   Og moli dagsins er aldeilis frábær. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.9.2008 kl. 01:27

12 Smámynd: Gunna-Polly

RISA KNÚS ÚR BORG ÓTTANS

Gunna-Polly, 3.9.2008 kl. 08:54

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2008 kl. 10:28

14 Smámynd: Inga María

..svo gaman að lesa þig.  Hugsa mikið til þín

Inga María, 3.9.2008 kl. 17:57

15 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég hef haft svo mikið að gera að ég hef ekki einu sinni tíma að fara inn á bloggið. Takk fyrir hlýjar hugsanir til mín, það yljar.

Edda Agnarsdóttir, 3.9.2008 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband