Þá er loksins komið að því.

Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, sérfræðingurinn minn er komin aftur úr fríi og á ég tíma með henni í fyrramálið. Ég verð nú að viðurkenna að mér kvíðir svolítið fyrir Crying. Ég er samt ekki viss um hvers vegna. Ætli það sé ekki helst vegna þess að eftir aðgerðina þá sé eins og Helga hafi misst áhugann. Þó æxlið sé eftir í heiladinglinum og þó svo ég sé oft mjög slæm, þá lét hún (áður en hún fór í frí) eins og hún væri búin að lækna mig, eftir að nýrnahettan með æxlinu var fjarlægt.

Ætli ég sé ekki líka bara orðin langþreytt og geri því of miklar kröfur. Ég skal fúslega viðurkenna að ég varð fyrir hrikalegum vonbrigðum eftir aðgerðina í maí. Einhverra hluta vegna hélt ég að aðgerðin myndi virka eins og töfrasproti, s.s að mér yrði hreinlega batnað eftir hana. Síðan þegar ekkert eða fátt breyttist eftir aðgerðina, þá varð ég meira en lítið svekkt og leið kannski eins og ég hefði verið svikin. Ekkert ólíkt því og þegar við fjölskyldan fórum á Kentucky um daginn og ákvað að prufa nýjan rétt hjá þeim, þegar ég svo fékk matinn þá leit hann alls ekki út eins og myndin sagði til um, ég fékk vitlausa sósu á og svo var ekkert grænmeti á milli eins og myndin sýndi og mér var sagt. Æ þessi samlíking er alveg út í hött, en þið skiljið hvað ég á við LoL

Einnig er ég þreytt á að tönnlast endalaust á því sama við lækninn og síðan er bara eins og það sé ekki hlustað á mig. Guði sé lof fyrir hann Gunnar minn. Ég veit að hann sættir sig ekki við hvað sem er og mun krefjast svara. Því hann eins og ég er búin að fá nóg af þessu, þó svo að hann láti mig aldrei nokkurn tímann finna það.

Kannast þið við að vera veik og fara til læknis, sem grunar að eitthvað eitt ákveðið sé að, gerir viðkomandi próf, svo kemur í ljós að þetta er ekki það sem hann grunaði. Þá  yppir hann bara öxlum og segist ekki vita hvað sé að og þið síðan send heim með frímerki á rassinum. Kannist þið við þetta? Well, þetta er einmitt málið hjá mér. Þó svo að ég sé með þetta æxli í höfðinu og fleira, þá er látið við mig eins og mér ætti að vera batnað og hefur hún meira að segja sagt við mig "ég er búin að lækna þig" þó svo að allt bendi til annars.

En ég ætla nú ekki að vera með neitt svartsýnisraus núna, því það væri nú ekki líkt mér. Ég mun láta ykkur vita hvað kemur út úr þessu. Farið vel með ykkur yndislega fólk, nær og fjær

Molin: Líf án vonar er eins og fugl án vængja. - Ernst Thälmann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

erfitt að bíða eftir niðurstöðum. Knús til þín

Hólmdís Hjartardóttir, 3.9.2008 kl. 18:22

2 Smámynd: M

Batakveðja

M, 3.9.2008 kl. 18:24

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Hugsa til þín á morgun , ekki missa vonina. Gangi þér vel elsku Tína.

Sigrún Óskars, 3.9.2008 kl. 19:59

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta ljóð sem þú birtir eftir Kierkegaard er einn af mörgum gullmolum hans, en þetta er undur fagurt.

Gott að þú ert á leið til sérfræðingsins.

Edda Agnarsdóttir, 3.9.2008 kl. 21:08

5 Smámynd: Landi

Hvað sagðiru með frímerki á rassinum heim og málið dautt,og já Tína mín ég kannast aðeins við það  ég bara hlustaði ekki fyrr en það var hlustað á mig eftir að ég barði í borðið

Knús inn í daginn á morgun til þín Tína mín,,

Ps:Ertu búin að heyra eitthvað í Daddý ???

Landi, 3.9.2008 kl. 22:04

6 Smámynd: Brynja skordal

Gangi þér vel Tína mín og vonandi Hlustar læknirinn á ykkur knús inn í nóttina Elskuleg

Brynja skordal, 3.9.2008 kl. 22:28

7 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Elsku Tína mín, Takk kærlega fyrir gestrisnina í morgun þótt að þú hafir nú verið slöpp og það sást alveg.  En ekki gefst þú upp og varst bara yndisleg.  Gangi þér vel á morgun og leyfðu mér að fylgjast með.  Vertu bara frek...stundum virkar ekkert minna.  Eins og einn segir hér fyrir ofan..bara berja í borðið.

Knús til þín og fjölskyldunnar.  Hugsum til þín á morgun

Guðrún Helga Gísladóttir, 3.9.2008 kl. 23:20

8 Smámynd: Heimir Tómasson

Ég hugsa til þín Tína mín. Skilaðu kveðju til Gunnars frá mér.

Heimir Tómasson, 4.9.2008 kl. 00:14

9 Smámynd: SigrúnSveitó

úff, mikið vona ég að þessi tími hjá lækninum verði jákvæður. Gangi þér rosalega vel, elsku krúttan mín.

SigrúnSveitó, 4.9.2008 kl. 00:30

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þú verður að segja lækninum þínum hvernig þér hefur liðið, og ekkert að draga úr neinu.  Þú verður að segja lækninum að þú verðir að fá hjálp eða frekari rannsóknir, til þess að bæta líðan þína.  Það er best að skrifa niður allt sem þú vilt segja lækninum og ekki gleyma neinu.  Svo þarft þú að biðja lækninn að mæla með öðrum lækni sem getur hjálpað þér þegar hinn er í fríi.    Gangi þér vel. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.9.2008 kl. 01:09

11 Smámynd: Dísa Dóra

Æ hvað það er erfitt þegar læknirinn hlustar ekki á mann og hunsar jafnvel það sem maður er að reyna að segja.  Þú verður bara að vera ákveðin og berja í borðið svo hún hlusti - fá Gunna þinn til að berja með þér

Knús til þín skvís og vonandi gengur þetta vel og þú fáir loksins einhver svör og aðstoð svo þetta fari nú allt að koma

Dísa Dóra, 4.9.2008 kl. 08:53

12 Smámynd: JEG

Kærleiksknús úr sveitinni til þín mín kæra og vona að tíminn hjá lækninum hafi verið "með viti" ef svo má segja.

En ég skil þig vel og vona að það finnist lausn á þessu máli enda á maður ekki bara að sætta sig við hluti ef gæti leynst lausn.

Klemm í klessu essgan þú átt það skilið.

JEG, 4.9.2008 kl. 10:16

13 identicon

hæhæ, Mér var bent á bloggið þitt og hef verið að lesa í gegnum það og verð að lýsa yfir, hvað ég dáist af hvernig þú tæklar veikindi þín! Hvernig þú ferð í gegnum allt af mikilli ákveðni, jákvæðni og kærleika mun án efa koma þér þanngað sem þú ætlar þér! Ég þekki það af eigin raun að það er ekkert grín stundum að eiga við  lækna, og að þurfa að berjast hreinlega fyrir tilverurétt sínum og fá þá til að hlusta og vinna með manni getur reynst mjög erfitt. Og hvað þá þegar maður er mjög kvalinn og hefur ekki orkuna í að standa í hárinu á þeim. En eins og þú segir að þá munar öllu að hafa sterkan aðila sér við hlið sem hjálpar manni að fá frá læknunum það maður hefur rétt á og það er jú að fá SVÖR til að geta ekki síst stefnt að áframhaldandi bata!!

Gangi þér svakalega vel með áframhaldið og ég mun án efa sækja í kraft þinn og jákvæðni á blogginu þínu!

mbk

Kristín (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 13:25

14 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi Elsku Tína mín

Brynja skordal, 4.9.2008 kl. 23:36

15 Smámynd: www.zordis.com

Í kjöltuna legg í hönd sem bíður orða almættis.

Langar að hitta þig áöur en ég hver út í geiminn á ný!

www.zordis.com, 5.9.2008 kl. 00:32

16 Smámynd: www.zordis.com

áöur = áður

og það sem mig langaði að segja varðandi kjöltuna er að ég legg hönd í kjöltu almættis.

www.zordis.com, 5.9.2008 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband