Allt að róast.

Ég vil byrja á því að þakka öllum sem hafa litið við á þessari síðu og skilið eftir góðar kveðjur við fréttina af honum Sverri mínum.  

Fréttir af fráfalli ástvinar eru aldrei auðveldar og tók Leifur fréttunum af fráfalli Sverris afar illa, og ekki laust við að hann hafi fengið vægt taugaáfall, enda 3 dauðsfallið hjá honum á þessu ári. Hann náði nú loks að sofna um síðir og vakti ég alla nóttina ef ske kynni að Leifur vaknaði og þyrfti á mér að halda.

Yndislega vinkona mín hún Sigurlín skellti svo í eina alvöru franska súkkulaðiköku og kom með hana hingað og var hérna lengi mér til aðstoðar. En húsið fylltist brátt af syrgjandi krökkum sem komu alls staðar að. Ein ofan af Akranesi og ein úr höfuðborginni. Öll höfðu þau einhverjar sögur af honum Sverri og var gaman að heyra þær. Sem betur fer grét yfirleitt bara eitt í einu því ég hef víst bara tvo handleggi. Hún Sigurlín mín hringdi síðan í prest sem kom hingað til að tala við krakkana en ég fann fljótt að hann náði bara ekki neinu sambandi og að ég væri betur til þess fallinn að hlusta á þau. Enda sagði Leifur við mig "Mamma........ þú þekkir mig og þá tala ég við þig......ég þekki þennan prest ekki shit". Og þar með var þetta útrætt. En ég vildi bara bjóða þeim upp á þennan möguleika ef þau vildu.

En hér er allt að róast þó sorgin sé enn mikil. Minningarnar um Sverri hrannast upp og ylja mann, því Sverrir var einn af gullmolunum sem prýddi þessa jörð.

Hér eru síðan smá skilaboð til Ara, bróðir Sverris, sem er að engu leyti neitt síðri eða minni maður. Því hann er svo sannarlega einnig einn af gullmolunum: Ari minn........ mundu að hús okkar og faðmur stendur þér alltaf opið og til boða, hvort sem er að nóttu eða degi. Og er það mín von að sjá þig hér fljótlega.

Molinn að þessu sinni er : Sá sem vill losna við alla sorg og söknuð yrði að kaupa það því dýra verði að elska ekkert í heiminum. - Þórunn Sívertsen 

Hann Kristján minn var síðan í tölvunni minni og var að skoða hvað ég væri búin að blogga mikið. Þegar hann var búin að fletta í drykklanga stund heyrist í honum "heyrðu hvernig er þetta með þig kona....... hefur þú ekkert annað að gera á daginn?????" LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Góðan daginn Tína mín. Er að kíka á þig úr vinnunni til að athuga hvernig þú hefur það. Sé að þú ert fædd í að styrkja aðra, sem er bæði gott og fallegt. Mundu líka eftir þér.

Knús

Edda Agnarsdóttir, 10.9.2008 kl. 09:14

2 Smámynd: Dísa Dóra

knús til þín yndislega kona.  Mundu nú samt að hugsa um sjálfa þig líka

Dísa Dóra, 10.9.2008 kl. 10:06

3 identicon

Góðan daginn Tína mín

Þið vitið hvar mig er að finna ef ég get gert eitthvað fyrir ykkur. Hugsa til þín og þú getur sagt Leyfi að ég meinti það sem ég sagði í gær. Elska ykkur

Sigurlín (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 10:23

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 10.9.2008 kl. 10:32

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elsku Tina, ég sendi ykkur samúðarkveðjur og ég hugsa til þín.

Lífið er svona - vont og gott og sjaldan réttlátt.

Milljón knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2008 kl. 10:36

6 Smámynd: Dísa Dóra

Tina mín svarið við spurningunni þinni er 11. nóvember

Dísa Dóra, 10.9.2008 kl. 10:50

7 Smámynd: Tína

Takk fyrir kveðjur og hlýhug.

Edda og Dísa: Ég passa mig á að gleyma mér ekki

Sigurlín: Takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig þú óeigingjarnasta og besta vinkona mín Aldrei stendur á þér, sama hvernig þú sjálf ert til heilsunnar. Það sem lýsir þér best er að þú varst tilbúin til að fara á fætur um miðja nótt til að koma og knúsa mig eftir að ég frétti andlát Sverris. En Guði þakka ég fyrir á hverjum degi að hafa fengið tækifæri á að kynnast þér.

Tína, 10.9.2008 kl. 11:02

8 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 10.9.2008 kl. 11:13

9 Smámynd: www.zordis.com

Gullmolinn er svo sannarlega mætur. 

Megi kærleikurinn umvefja ykkur, sorgin er svo "töff" það er svo erfitt að kveðja og sætta sig við en tíminn vinnur með og fallegar minningarnar verða fjársjóðurinn sem iljar hjartað.  Blessun til ykkar! 

www.zordis.com, 10.9.2008 kl. 12:05

10 identicon

Sigurlín (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 12:10

11 identicon

Elsku Tína!

Það er yndislegt að fylgjast með hvað þú gefur af þér til annarra. En ég tek undir með þeim hérna í athugasemdunum fyrir ofan mig, að þú hugsir líka um sjálfa þig.

Innilegt knús á þig

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 13:18

12 Smámynd: M

M, 10.9.2008 kl. 14:11

13 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Samúðarkveðjur elsku dúllan mín, var bara fyrst núna að geta kveikt á tölvunni eftir að ég kom heim til að sjá og kíkja á vini mína.  Er búið að vera brjálað að gera síðan ég kom og er ég frekar þreytt en allt í góðu og heimferðin gekk vel.

Farðu vel með þig og þína, skilaðu líka samúðarkveðjum til Leifs Inga allra.  Eins og þú kannski hefur séð verður lítið um námskeið þetta haustið svo maður heldur bara áfram í rútínunni hérna í Murciu.

Knús í kremju.

Guðrún Helga Gísladóttir, 10.9.2008 kl. 15:06

14 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 10.9.2008 kl. 17:39

15 Smámynd: Inga María

það sem minningar gera er að halda í allt það góða sem fólk skilur eftir í hjarta okkar og söknuðurinn er óaðskiljanlegur við lífið....og við brosum í gegnum tárin af minningum.

Inga María, 10.9.2008 kl. 20:58

16 Smámynd: JEG

Knús á þig mín elskuleg.  Þú átt heiður skilið fyrir þitt breiða bak.  Og krakkarnir eru heppnir að eiga þig að "gullmoli"

Farðu vel með þig og munda að gleyma ekki sjálfri þér í þessu ferli.

Knús og klemm úr sveitinni.

JEG, 10.9.2008 kl. 23:32

17 identicon

Elsku Tína, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiða tíma. Vonum líka að heilsan sé betri hjá þér. Hugsum til ykkar.

Knús frá okkur öllum, sjáumst vonandi sem fyrst.

Ingibjörg, Már og börn (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 00:39

18 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er yndislegt að eiga góða að.    Farðu vel með þig bloggvinkona mín. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.9.2008 kl. 01:37

19 Smámynd: Sigrún Óskars

Sendi ykkur samúðarkveðjur. Tína þú ert með stóran faðm sýnist mér, en ekki gleyma þér sjálfri vinkona.   

Sigrún Óskars, 11.9.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband