11.9.2008 | 06:22
Erfiðleikar
Flestir sem lesa þessar hugleiðingar mínar halda örugglega að ég skrifi þær bara handa öðrum. Sannleikurinn er sá að ég skrifa þær alveg eins fyrir mig. Ég þarf jafn mikið ef ekki meira á þeim að halda og þið sem þetta lesið.
Fyrir nokkrum dögum þurfti ég að horfast í augu við erfiðleika sem fylltu mig miklum kvíða. Við þurfum ansi oft að eiga við einhverja erfiðleika eða vandamál og sum þeirra eru alls ekki ný eða koma neitt óvænt. En þetta er eitt af þeim erfiðleikum sem fá mann til að vilja breiða yfir sig sængina á morgnana.
Einhvern tímann las ég setningu sem ég hef aldrei getað gleymt.... og hún segir manni að það eru engir erfiðleikar til að vera haldin kvíða yfir. Við getum annaðhvort leyst vandamálin eða þá að það er ómögulegt að leysa þau. Minnir mann svolítið á æðruleysisbænina er það ekki?
Eftir að ég veiktist þá hef ég átt ófáar andvökunætur. En mér tókst að finna eitt gott við þær. Það er nefnilega á nóttinni sem maður hefur frið til að hugsa Og nóttin sem er nú senn að líða er engin undantekning þar á. Ég fór að hugsa um það af hverju lífið væri svona erfitt. Og þá laust niður fullt af spurningum................... Getur verið að ég sé að gera þetta allt saman erfiðara en það ætti að vera? Getur verið að ég sé að nota veikindin sem afsökun fyrir ansi mörgu? Afsökun fyrir hverju kunnið þið að spyrja ykkur, ekki satt? Hérna eru nokkur dæmi:
Afsökun til að vera fórnalamb og fá klapp á bakið og athygli fyrir dugnað og hetjuskap
Afsökun til að gera ekki hlutina af því ég er svo slöpp.
Afsökun fyrir því að hafa mig ekki til og vera bara illa útlítandi "það sést hvort eð er að ég er með bauga og..........."
Afsökun til að vera bara niðurdregin af því þetta er allt svo afskaplega erfitt og ósanngjarnt.
Svona mætti lengi telja. Þið hugsið kannski með ykkur núna "Já en hún er svo dugleg og svona". En er ég það? Jú sjálfsagt er ég það líka enda held ég að meðan maður dregur andann þá sé ekki annað hægt. En oft á tíðum hef ég grun um að þetta sé bara sýning sem ég er að halda út á við í stað þess að taka raunverulega á málinu. Ég veit það ekki, en ég gæti sem best trúað því að ansi oft sé það raunin. Og á þetta ekki við um okkur öll að við þörfnumst hvatningar þegar á reynir og gerum það sem þarf til að öðlast það.
Gefum okkur smá tíma og spáum í hvernig við högum okkur þegar vandamál ber að garði. Gefum okkur tíma til að hugsa hvort þetta sé alltaf jafn slæmt og við viljum vera láta. Eða hvort það sé ekki hreinlega komin tími til að taka hausinn út úr rassgatinu og halda áfram að lifa.
Molinn í dag er því bæn sem við höfum flest heyrt ansi oft en gleymum alltaf jafn óðum:
ÆÐRULEYSISBÆNIN.
Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt,
og vit til að greina þar á milli.
Njótið dagsins elskurnar mínar nær og fjær. Og knús frá einni sem á það til að hugsa of mikið
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 07:14 | Facebook
Athugasemdir
Einhvern veginn er ég viss um að þú ert ekki kona sem notar veikindi þín sem afsökun fyrir einu eða neinu.
Ég hef verið alvarlega veik sjálf og m.a. vakað á nóttunni. Það er nístandi sárt að sitja einn og hugsa þar til allt brennur yfir.
Ég er eiginlega búin að ákveða að þetta á allt eftir að fara vel.
Ég hugsa til þín í dag Tina mín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.9.2008 kl. 07:05
Takk Jenný mín Ég vona nú að heilsan sé orðin góð hjá þér elskan mín. En já þetta á allt eftir að fara vel......... á einn eða annan hátt
Tína, 11.9.2008 kl. 07:18
Hæja... ég renndi yfir jafnvægis pistilinn þinn, og las hann svona hugsandi um minn eiginn jafnvægispistil. Ég veit ekki hvort ég fékk einhverja niðurstöðu, eða hvort ég var yfirhöfuð að leita að niðurstöðu við lesturinn. Ég veit það þó í dag, að það er til muna auðveldara að fara í gegnum lífið ef maður brosir eftir mætti, og er jákvæður út í lífið og tilveruna. (Jafnvel þó að lífið og tilveran "sökki" stundum.) Þetta hefur áhrif út frá sér, og tja... býr til svona hressar bylgjur. Nóg er af þeim neikvæðu fyrir.
Þannig að ... þú færð alveg prik... jafnvel nokkur prik... fyrir jákvæðnina og brosin og hláturinn og hvað þetta allt heitir :-)
Hmm.... annars átti þetta bara að vera pínulítið (og, ok, jákvætt) innlitskvitt :-)
Einar Indriðason, 11.9.2008 kl. 08:17
Krúsin mín!
Vitaskuld erum við öll að leika einhver hlutverk! Okkur ferst það, eins og gengur, misvel úr hendi! Svo veljum við líka okkar hlutverk soldið sjálf! Sumir velja eymd og volæði aðrir velja að bera höfuð hátt og brosa breitt - jafnvel breiðast þegar mest er mótlætið.
Ég skal segja þér það í trúnaði - ef þú lofar að láta það ekki fara lengra - að ég dáist að þér og hvernig þú veldur þínu hlutverki.
Hlakka til að sjá þig í dag
Hrönn Sigurðardóttir, 11.9.2008 kl. 08:24
Gullmolinn er gott farteski í lífið !!
Hugsanir og pælingar þínar eru held ég mjög eðlilegar. Það er svo mikilvægt fyrir okkur öll að rýna í ljósið sem leiðir okkur áfram.
Síjú leiter aligeiter!
www.zordis.com, 11.9.2008 kl. 10:23
Risastórt knús, kæra Tína!
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 11:24
Hólmdís Hjartardóttir, 11.9.2008 kl. 11:49
Mín elskuleg.
Það er enginn fullkominn þó við komumst nú oft helvíti nálægt því. Við eigum öll einhverja kosti og sumir fleirri en aðrir. Og ef við nýtum kostina í botn þá tekur fólk síður eftir göllunum. Það hafa allir þörf fyrir klappi á bakið og það þarf enginn að skammast sín fyrir að viðurkenna það.
Hellingur af klappi og knúsi til þín í hraðpósti verður komið inn um lúguna fyrir hádegi á morgun
Kveðja úr sveitinni.
JEG, 11.9.2008 kl. 13:37
Elsku Tína mín - þú ert ætíð í huga og bæn hérna megin!
Tigercopper (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 19:06
Mér finnst þú vera hetja, sama hvernig litið er á það. Þú ert skemmtileg, hlý og bjartsýn manneskja að mínu mati Það hefur verið mjög uppörvandi að lesa pistlana þína og ég dáist að þrautseigju þinni. Halltu áfram að standa þig svona vel, þrátt fyrir veikindin. Hvað er lífið annað en brekkur stundum fer maður upp í móti og stundum niður í móti. Hamingjan fellst í því að gera sitt besta alltaf, og ekki velta sér uppúr fortíðinni. Það er allavega mín trú.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.9.2008 kl. 01:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.