12.9.2008 | 05:17
Það borgar sig stundum að hugsa
SKO.................. Þegar Tína er andvaka og fer að hugsa, þá gerast hlutirnir get ég sagt ykkur. Í það minnsta stundum. Við skulum passa upp á hógværðina hérna
En þið kannski munið að ég talaði um í þar síðustu færslu hvort ég væri kannski að nota veikindin sem afsökun fyrir að hafa mig ekki til og svoleiðis? Well, ég tók mig s.s til í gær og málaði mig!!! Jessöríí ég er ekki að grínast. Ég var að fara á kaffihús að hitta nokkrar bloggvinkonur og þar sem þær eru hver annarri fallegri, ákvað ég að það minnsta sem ég gæti gert væri nú að setja á mig andlit. Að vísu kom í ljós við þessa andlitsaðgerð að það væri nú bara fjári langt síðan ég hefði notað þetta stöff sem kallast snyrtidót. Ef við eigum að fara út í einhver smáatriði hérna, þá eru reyndar margir mánuðir síðan. Hef í mesta lagi notað maskara. Ég var t.d búin að gleyma að meikið mitt væri vatnshelt. Þegar ég ætlaði að reyna að þvo mér um hendurnar að þá kristallaðist bara vatnið í lófunum á mér. Þarna stóð ég eins og algjör álfur og var ekki alveg klár á hvað ég ætti að gera. Ekki vildi ég þurrka af höndunum í handklæðið. Það endaði á því að ég hristi hendurnar eins og ég gat og þurrkaði síðan það sem eftir var framan í mig . Ég var orðin eins og klessuverk, en þetta bjargaðist nú fyrir rest. Þetta tókst meira að segja svo vel að hann Kristján minn sagði "mikið ofboðslega ertu nú falleg mamma mín"
Hann Gunnar minn var svo ánægður með þetta að hann sendi mér þennan blómbönd
It seems like I still have my mojo
Og á kortinu stóð......................... "meira svona"
En eins og fyrr sagði þá hitti ég þær Hrönn, Þórdísi (Zordís) og Sollu (Ollasak), og það var mikið spjallað, hlegið og spáð í bolla. Einnig fékk ég þá færi á að kveðja hana Þórdísi áður en hún fer heim til sín aftur. En hún býr á Spáni.
Sigurlín elskuleg vinkona kom svo í heimsókn til mín um kvöldið og var óborganleg. Hún er það reyndar alltaf, en þarna sló hún öll met. Það sem valt ekki upp úr kellingunni!!!
Þóra er síðan með yndislegri stelpum sem ég hef kynnst. En hún kom eins og himnasending til Leifs. Hún hefur reynst honum ómetanleg þessa síðustu daga og er hrein unun að sjá þau tvö. Þegar ég fór að sofa í gærkvöldi, þá sátu þau úti og voru bara að tala saman. Mér fannst sjónin svo krúttleg að ég mátti til með að taka af þeim mynd.
Þegar á heildina er litið þá var þetta nokkuð góður dagur. Hann vakti mig til umhugsunar og vonandi til betri vegar. Spurning hvort svefnleysið sé að fara svona með mig . Ég meina........ spáum aðeins í það........ það er varla að ég hafi sofið svo heitið geti síðan lyfjaskammturinn var hækkaður, og þetta er afraksturinn.
Molinn hljómar þess vegna svona: Fátt er með svo öllu illt að ei boði nokkuð gott. - Man ekki hver.
Farið vel með ykkur í dag og njótið þess sem lífið hefur upp á að bjóða þrátt fyrir allt, eða kannski einmitt vegna þess.
Kram, kreist og knús á línuna.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 05:26 | Facebook
Athugasemdir
Hefðir nú átt að röfla meira yfir að kallinn sæi ekki neitt Elska þig endalaust og sakna þín enn meira .. sem betur fer ertu nú helmingurinn af mér þannig að hluti af þér er alltaf með mér.... hefði helst viljað bara meira mikið vill meira ekki satt
kvitt kvitt kvitt kvitt
Tvíbakan þín (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 05:38
Og meira fær aldrei nóg. En ég sakna þín líka elsku systa mín. Meira en orð fá lýst. Ætla samt EKKI að flytja í bæinn. Bara svo það sé á hreinu.
Tína, 12.9.2008 kl. 07:05
Góðan daginn þið tvö
Tína, 12.9.2008 kl. 08:03
Ég held að þú sért dottin niður á eitthvað sniðugt hérna mín kæra. Þá meina ég að skemmta sjálfri þér smá eins og í gær, að mála þig og fara að hitta aðrar konur yfir spjalli. Það er ótrúlegur kraftur sem kemur frá gleðinni sem fæst við að gera svona litla hluti.
Og að mála þig, sko mína. Gerir helling fyrir sjálfsmyndina. Ekki að þú sért ekki sæt og fín - bara frábært að draga það fram. Fyrir sjálfa þig og svo færðu blóm frá heittelskaða í bónus.
Njóttu dagsins rússlan mín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2008 kl. 08:14
Já..Hún Þóra er hreint út sagt æðisleg...og veit ég ekki hvar ég væri dag þrátt fyrir góðan stuðning fjölskyldunnar....en þóra kom var hjá mér um kvöldið ..skreið uppí rúm með mér og var hjá mér þangað til ég náði að sofna....enda ekki lengi að grípa þessa stelpu....
En ég vill lika þakka þér mamma min fyrir stóra faðminn þinn...og sterkann stuðning.....ómetanlegt....ég hef ekki tíma fyrir meira nuna erum vist að fara til tannsa...en restin segir sig lika allveg sjálf eiginlega:) bless í bili
Leifur Ingi
Leifur Ingi (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 08:54
Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott er algerlega fjölskyldumottóið á mínum bæ:) Þetta var í hávegum haft hjá mömmu og hefur svipuð áhrif á mig og uppáhalds setningin mín: Eymd er valkostur. Mikið frelsi í því. Hreinskilni þín og lífsviðhorf er bæði fallegt og hvetjandi. Með björtum kveðjum inn í nýjan dag... birgitta
Birgitta Jónsdóttir, 12.9.2008 kl. 08:56
ohhhhh vildi að ég hefði getað komið og knúsað ykkur gellurnar - hittist vísst því miður alltaf svo á að ég er að vinna. En bara næst.
Frábær viðbrögð hjá manninum þínum
Það er ótrúlega upplífgandi að mála sig og gera sig til af og til og ég hef oft spáð í það hví maður gerir það ekki oftar. Já það þarf sko ekki veikindi til að slíkt sé ekki viðhafst dúllan mín. Hér er það nú bara hrein og klár leti sem stjórnar því
Knús til þín og hafðu það gott
Dísa Dóra, 12.9.2008 kl. 09:07
Þú varst svo fín og falleg í gær! Ótrúlega gaman að hitta ykkur í Krús
Hrönn Sigurðardóttir, 12.9.2008 kl. 09:07
knús dagsins frá mér og til Gunna og krakkana
Gunna-Polly, 12.9.2008 kl. 09:18
Skrifin þín gera mig að betri manneskju..............eigðu góðan dag
Hólmdís Hjartardóttir, 12.9.2008 kl. 09:25
knús og kærleikur til þín, mín kæra.
SigrúnSveitó, 12.9.2008 kl. 11:33
Já það hressir, bætir og kætir að kíkja á kaffihús og hitta skemmtilegt fólk. Og mikið áttu nú sætan mann. Ekkert smá.
Mikið er gott að Leifur hefur sína stoð í þessu öllu enda tekur þetta mikið á og meira hjá sumum en öðrum. Við vitum það.
En já þetta með snyrtivörurnar þá eigum við þetta sameiginlegt því að ég þarf sennilega að fara og henda bara því þetta er orðið verrý old stuff. Og ekki mikið gagn í því og ekki mælt með að nota það lengur en xx marga mánuði svo að já förum ekki nánar út í það. Ég nota ekki einu sinni maskara sko ( á engan eins og er) læt bara lita augnbrúnir og augnhár Rosa sinðugt.
Knús og klemm í klessu essgan.
JEG, 12.9.2008 kl. 11:35
Þú ert langflottust sendi ykkur mína bestu kveðjur og eigið frábæra helgi
Landi, 12.9.2008 kl. 18:21
þú ert yndisleg Tína, eigðu góða helgi.
Knús á þig (bæði málaða og ómálaða)
Sigrún Óskars, 12.9.2008 kl. 18:25
Hafðu ljúfa og góða helgi Fallega Tína mín Elskuleg
Brynja skordal, 12.9.2008 kl. 23:14
Blómvöndurinn er ótrúlega fallegur, það sakar aldrei að líta vel út. Ég er svona kerling sem mála mig aldrei, ég hef ofnæmi fyrir flestum snyrtivörum. Ég óska þér og fjölskyldunni þinni góðrar helgar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.9.2008 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.