22.9.2008 | 03:49
Miss me?
Jæja elskurnar mínar.......... þá er ég komin aftur og vona að fráhvarfseinkennin hafi ekki alveg farið með ykkur.
Því miður að þá dó tölvan mín og get ég því ekki sett neinar myndir inn á enn sem komið er. En ég er að vinna í þessu. Þessa stundina er ég í tölvu eiginmannsins en þetta er vinnutölvan hans og þess vegna er ég ekki að hlaða inn neinar myndir. Þið bíðið bara róleg er það ekki?
En að ferðinni........................... hún var einu orði sagt ÆÐISLEG. Gestgjafarnir Kjell Aage og Lill búa á fallegasta stað sem ég hef séð og í enn fallegra húsi. Bíðið bara þar til þið sjáið myndirnar!! En húsið var svo klikkað að ég gerði mér lítið fyrir og bað hreinlega um teikningarnar af húsinu og fannst þeim það nú lítið mál. Þannig að framtíðarplanið er að byggja eitt stykki svona hús þegar ég er orðin rík. Takk fyrir.
Þarna var ekkert gsm samband eða netsamband. Sveitakyrrðin s.s í hámarki. Húsið er umkringt skógi og á bak við húsið rennur á þar sem Gunnar reyndi að veiða. Það eina sem hann veiddi reyndar var 1 stk tré . Ég meina........... það er nú ekki beint eins og hann sé vanur að hafa risatré í veginum þegar hann er að kasta út í. Maturinn sem fram var borin þarna var ótrúlegur og smökkuðum við margt í fyrsta skipti. T.d fengum við dúfu bringur, fullorðin humar (ekki eins og hérna heima), krabba, elg og margt fleira. Þarna var heldur ekkert horft á sjónvarp. Þetta var s.s afslöppun út í eitt og algjör hvíld fram á miðvikudag. Ekkert verslaði ég nú í Noregi, enda allt suddalega dýrt þarna. Fyndið að segja þetta komandi frá rándýru landi sjálf.
Á miðvikudeginum flugum við til Þýskalands en stefnan var sett á Moseldalinn, eða til Traben nánar tiltekið . Mikið svakalega er nú fallegt þar. Þarna sleit ég lappirnar upp að hnjám get ég sagt ykkur. Það eina sem við gerðum frá morgni og fram á kvöld var að borða, labba, borða, labba og svo var farið heim að sofa. Þarna voru vínberja raðirnar hvert sem litið var. Líka fannst mér hrikalega fyndið að sjá að allsstaðar voru drykkjardallar fyrir hunda. í öllum verslunargötum og veitingastöðum, en hvergi gat ég fundið öskubakka!! Nema að sjálfsögðu við veitingastaðina. Við hjónin fórum þarna á safn sem snerist eingöngu um icona. Margt af þessu var afar fallegt og örugglega þræl merkilegt. Verst að allir textar við þessar myndir voru eingöngu á þýsku, þannig að við skildum ekki bofs. Ég verð nú að viðurkenna að mér fannst þetta alveg stór furðulegt í ljósi þess að á sama stað var tourist information. Sömu sögu er að segja um matseðlana á veitingastöðunum. Mig minnir að það hafi aðeins verið einn staður sem bauð upp á enskum texta á matseðlinum. Annars vissi ég hvernig sveppur er á þýsku, og leitaði ég alltaf að því orði á seðlinum og pantaði það. Fékk að vísu þrisvar pasta með sveppum, en það er önnur saga .
Leiðin lá svo aftur til Noregs á laugardeginum og gistum við Gunnar í Osló síðustu nóttina. Og svo komum við heim í gær. Leifur stóð sig eins og hetja og Kristján líka. Fyndið samt hvernig Leifur varð hálfgerð mamma meðan við vorum í burtu. Hann þvoði þvott og þreif húsið, eldaði og stóð sig að öllu leyti eins og best verður á kosið. Að sjálfsögðu heyrði ég í honum á hverjum degi og gat ekki hamið mig þegar ég hlustaði á hann tuða um hversu erfitt væri að koma Kristjáni á fætur og svona fram eftir götunum. Ég hló alveg óskaplega mikið að þessu.
Það var alveg hrikalega gott að komast aðeins burt og best var að Gunnar minn náði aldeilis að hvíla sig og hlaða batteríin. En til þess var leikurinn nú einu sinni gerður. En mikið afskaplega var nú gott að koma heim samt. Nú tekur hversdagslífið við aftur og því verður tekið með bros á vör.
Hlakka mikið til að heyra frá ykkur aftur.
Og nú er alveg kominn tími á nýjum mola: Besta prófið á greind okkar er hvað við gerum í frítímanum. - ókunnur höfundur.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Ferðalög, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 04:05 | Facebook
Athugasemdir
Dúlla......... velkomin heim!
Hrönn Sigurðardóttir, 22.9.2008 kl. 07:32
já þín var saknað..............velkomin heim
Hólmdís Hjartardóttir, 22.9.2008 kl. 07:39
Hæhæ sæta mikið er gott að þú sért komin heim saknaði þín rosalega
sigurlín (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 07:44
Já, velkomin heim og gott að heyra að þið náðuð að hlaða ykkur aðeins.
Það vaknaði samt spurning við lesturinn ... Hvernig er Elgur matreiddur? Er hann heilgrillaður? Og er þá allur hinur maturinn borðaður á meðan, svo þið verðið ekki hungurmorða meðan elgurinn er að mallast? Hver sér um að snúa elgnum við? Eru kannski settar tvær brauðsneiðar (þvílík stærð á þessum brauðsneiðum þá), hvor á sína hliðina á elgnum, og kallað... Elg-samloka?
Einar Indriðason, 22.9.2008 kl. 08:45
Velkomin heim skvís og mikið svakalega var gott að þið nutuð ferðarinnar svo vel og náðuð að hvíla ykkur vel. Húsið og umhverfið þeirra hljómar mjög vel og sérstaklega þetta að hafa ekkert net eða gsm samband.
Knús til þín mín kæra og hafðu það gott.
PS. Svona í sambandi við molann þá hlýtur mín greind að vera í hvíld þessa dagana þar sem tómstundirnar mínar felast í að hvíla mig
Dísa Dóra, 22.9.2008 kl. 09:26
Yndislegt að heyra að þið hafið verið svona heppin með ferðina.
Velkomin heim.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.9.2008 kl. 10:02
Velkomin heim mín kæra,gott að þið hjónin hafið náð að njóta daganna..þetta er akkúrat sem fólk þarf að gera..það er að fara þar sem enginn sími er og ekkert Tv ,,sem sagt fullkomin afslöppun...
Landi, 22.9.2008 kl. 10:55
Knús í klessu mín kæra (já búin að sakna þín) VELKOMIN HEIM.
Hehehe ætli Leifur hafi nú ekki haft gott af því að þurfa að vera "fullorðin" í viku .....jú ég held það. Magnað að þið gátuð slakað á og notið frísins og það sko "allur pakkinn" af slökun og gera ekki neitt. Annað ef við í sveitinni ussss maður minn og allir hinir. Rigning og rok og smalaveður í smáskömtum ja eignilega ekki neitt og er búið að taka 3 daga að smala sem á ekki að taka nema 1 og þar fyrir utan 2 dögum á eftir áætlun svo nú þarf hraðar hendur til að pikka úr í slátrun. En það reddast.
Kveðja úr sveitinni mín kæra og jú það er alltaf næs að koma heim þó fríið sé ljúft.
JEG, 22.9.2008 kl. 11:51
Velkomin heim, kæra Tína! Frábært að heyra að þið nutuð þess að slaka á og hlaða batteríin.
Hafðu það gott, kæra vinkona, kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 12:25
Vá þetta hefur verið æðisleg ferð - frábært elskan mín
Ragnheiður , 22.9.2008 kl. 12:34
Velkomin heim og frábært að þið áttuð yndislega ferð hlakka til að sjá myndir hafðu það ljúft Elskuleg
Brynja skordal, 22.9.2008 kl. 14:04
Velkomin heim og mikið gladdi það mig að lesa hvað þið nutuð ykkar vel úti Vona svo hjartanlega að hvíldin úti, muni næra þig vel og lengi
Kristín (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 15:06
ég er sko eingin ketlinga húsmóðir skal ég segja ykkur....ef krakkinn var óþekkur þá var það bara vöndurinn og Boomm!.....en það þurfti nu ekki mikið svoleiðis....svo komumst við bróðir minn að því að ég geri miklu! betra pasta en mamma muhaha......partýið var geggjað og krakkinn enn inní skáp:'D.....búið að taka til reyndar en þá er bara að finna krakkann.......en gott þið gátuð legi í leti eins og kjötfass í kjötborðinu....og gott þið skemtuð ykkur þarna í þessa viku ...gott að fá ykkur heim....:D
Leibbi BIG mama (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 19:46
Leifur það er nú ekki af þér skafið gæi hahahha, trúi þessu alveg upp á þig hehehe. Knús á þig og kallinn þinn Tína mín, er hrikalega hamingjusöm að heyra að þessi ferð var svona vel heppnuð, þið áttuð það sko bæði skilið. Knús til allra þinna og þó sérstaklega til þín.
Guðrún Helga Gísladóttir, 22.9.2008 kl. 20:52
Velkomin heim, krútta mín. Þín var saknað hérna!
Knús..
SigrúnSveitó, 22.9.2008 kl. 22:06
velkomin heim og mikið er ég glöð að allt heppnaðist vel. hlakka til að sjá myndir
þín var saknað - gott að fá molana aftur.
Sigrún Óskars, 22.9.2008 kl. 23:35
Velkomin heim. Sé að þetta hefur verið frábært frí hjá þér og Gunna.
Björgvin S. Ármannsson, 23.9.2008 kl. 00:12
Ég hlakka til þess að sjá myndirnar. Velkomin heim.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.9.2008 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.