Misnotkun á aðstöðu.

Það hlaut að koma að því að ég myndi misnota mér bloggið!!! En þar sem þó nokkuð margir eru farnir að líta á þessar hugrenningar mínar þá langar mig að prufa svolítið. Og ég skammast mín ekkert fyrir það.

Eins og flestir er kannski búnir að komast að þá er því miður aftur komin upp sú staða í þjóðfélaginu að það er varla vinnu að fá nema í gegnum klíkuskap. Ég vonaði innilega að börnin mín þyrftu ekki að kynnast þessa stöðu, en kannski hafa þau bara gott af því að finna að það er ekki allt auðvelt. Þau eru alin upp í velmegun þar sem hægt var að skipta um vinnu ef hitt var ekki alveg nógu gott og svo framvegis.

En þá að misnotkuninni................................. Honum Leifi mínum langar afskaplega mikið að komast á sjó og hefur leitað víða en því miður hefur árangurinn orðið enginn. Ef einhver sem les þetta veit um pláss fyrir hann eða þekkir einhvern sem vantar mann, þá yrði ég svo afskaplega þakklát og gott betur en það ef hann/hún myndi láta mig vita. Hægt er þá að senda mér tölvupóst á christinedevolder@msn.com . Eins og fyrr segir hefur hann verið ansi iðinn við að leita sjálfur en ekkert gengið. Það sem helst hefur staðið honum fyrir þrifum er að hann hefur enga reynslu, en hvernig í ósköpunum á hann að öðlast hana ef hann fær hvergi tækifæri??? Langar mig því að kanna hvort þessi leið sé líklegri til árangurs.

Hér eru svo nokkrar upplýsingar um manninn.

Leifur er að verða tvítugur, hörkuduglegur sem kallar ekki allt ömmu sína. Hann er búin að skrá sig á byrjendanámskeiði, en það er víst skilyrði til að komast á sjóinn. Eins og ég var búin að taka fram að þá hefur hann enga reynslu en ofgnótt af áhuga sem og vilja. Hann er búsettur hérna hjá okkur hjónum á Selfossi en setur það ekki fyrir sér að þurfa t.d að fara til Eyja til að komast á sjóinn. Áhuginn er svo mikill hjá honum að sjógallinn og allt sem hann þyrfti að hafa með sér er löngu orðið klárt og taskan tilbúin ef kallið kemur. Hann getur s.s byrjað hvenær sem er. Þess vegna í dag ef því er að skipta. En ef ykkur vantar einn duglegan í dag þá mæli ég með því að hringt verði í búðina okkar Blaze, þar sem ávallt einhver er við símann. Síminn þar er 482-4824 eða þið getið sent póst á blaze@blaze.is og yrði hann þá strax látinn vita og viðeigandi ráðstafanir gerðar til að hann komist þá strax um borð.

Nú vona ég bara inn að innstu hjartarótum að þessi leið skili árangri, en ég kemst víst ekki að því nema prufa hana. Einnig langar mig að þakka fyrirfram fyrir okkur þó svo þetta skili engu. Tilraunin er þess virði.

Hjartans knús inn í daginn hjá ykkur öllum.

 

Molinn í dag hlýtur því að tengjast það sem ég er að gera með þessari færslu ekki satt: Af góðum hug koma góð verk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vona að þetta virki! Um að gera að nota allar leiðir!

Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2008 kl. 07:21

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég myndi ráða hann hefði ég yfir bát að ráða.  Eða tvíbytnu, víkingaskipi eða togara.

Vona að þetta gangi og sjómaðurinn fái vinnu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2008 kl. 07:31

3 Smámynd: Dísa Dóra

Krossa putta fyrir að hann fái pláss

Dísa Dóra, 24.9.2008 kl. 10:21

4 Smámynd: Ragnheiður

Vonandi dugar þetta, mér finnst þetta hreint ekki flokkast undir misnotkun á aðstæðum -um að gera að nota bloggið til þess sem þarf.

Ragnheiður , 24.9.2008 kl. 11:47

5 Smámynd: Landi

Tína mín prófaðu að fara á skipa bloggin,hér er td einn linkur á Kap VE.

http://123.is/kap/

Ef Leifur kann ekki neina hnúta þá ætti ég að geta kennt honum svona einn eða tvo +, og kannski að splæsa líka ef hann hefur áhuga.

Landi, 24.9.2008 kl. 12:01

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Vona að þetta lukkist

Hólmdís Hjartardóttir, 24.9.2008 kl. 12:04

7 Smámynd: Landi

Einnig er hægt að hringja beint í skipin td hjá þessu fyrirtæki http://www.thorfish.is/?webID=1&i=28&s=30

Kv Tobbi

Landi, 24.9.2008 kl. 12:31

8 Smámynd: Landi

Landi, 24.9.2008 kl. 12:41

9 identicon

Veistu það, kæra Tína, að mér finnst þú bara ekkert vera að misnota þér bloggið. Bloggheimar eru bara vettvangur fyrir svo margt, hvers vegna ekki til þess að leita að vinnu. Fólk notar bloggið til þess að auglýsa til sölu ýmislegt, eða vekja á sér athygli vegna ýmissa hluta. Svo að mér finnst það nú ekki mikið þó að þú notir þennan vettvang til að leita að skipsplássi fyrir hann Leif þinn. Það er bara verst að ég þekki engan skipstjóra eða útgerðarmann hér í Eyjum, til að geta athugað þetta fyrir ykkur. En mér sýnist nú "Landi" vera með ýmsa góða möguleika hér fyrir ofan.

Knús á þig, kæra vinkona

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 13:22

10 Smámynd: Brynja skordal

Vonandi Fær Leifur þinn pláss einhverstaðar um að gera að nota bloggið sitt gangi ykkur vel hafðu það ljúft Elskuleg

Brynja skordal, 24.9.2008 kl. 13:41

11 Smámynd: Landi

Ásdís það er spurning hvort einhver í eyjum þekki ekki hann Eyþór á Dalarafni og gæti rætt við hann fyrir Tínu.

Landi, 24.9.2008 kl. 13:57

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl Tína  mín. Ég er svona aðeins að byrja rúntinn á ný, vildi gá hvernig þú hefðir það, sendi þér meil í kvöld og segi þér undan og ofan af veseninu á mér.  Kveðja og ég vona að þér líði þokkalega

Ásdís Sigurðardóttir, 24.9.2008 kl. 14:07

13 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það hefur verið erfitt að fá pláss á sjó í mörg ár. Sonur minn reyndi þetta án árngurs þó svo hann hefði reynslu erlendis frá. Hann fór síðan í Stýrimannaskólann og þar var alls ekki pláss fyrir fólk af vitlausum ættum. Hann hætti þar eftir 1 ár.

Gangi þér samt vel...ég vona svo sannarlega að hann fái pláss...að lokum.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 24.9.2008 kl. 14:15

14 Smámynd: JEG

Mín elskulega kæra.  Sé nú ekkert að því að auglýsa eftir vinnu hér því allt er nú brasað á blogginu eins og jú sala á ýmiskonar varnig.

En ég þekki ekki sjóinn nema að hann er blautur svo ég get ekki hjálpað.

Vona að þetta skili einhverjum árangri essgan mín.  Knús og klemm úr sveitinni sem er á haus núna.

JEG, 24.9.2008 kl. 14:18

15 Smámynd: Hjördís Inga Arnarsdóttir

Ráðlegg ykkur að tala við Eyþór útgerðarstjóra hjá Ísfélaginu eða Guðna útgerðarstjóra hjá Vinnslustöðinni í Eyjum þeir vita allt um laus plás á þeirra bátum eða hvort eitthvað er að losna

Hjördís Inga Arnarsdóttir, 24.9.2008 kl. 14:20

16 Smámynd: www.zordis.com

Hér kemur hver vísbendingin á fætur annari!

Vonandi vegnar Leifi vel og að heppnin sé með honum.  Molin er í takt við hjartastöðina.

www.zordis.com, 24.9.2008 kl. 15:46

17 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég get talað við einn sem er mágur minn í næstu viku, hann er staddur í útlöndum núna.  Hann vinnur hjá landhelgisgæslunni.   Mér finnst það góð hugmynd hjá þér að nota bloggið þitt til þess að koma stráknum á sjó. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.9.2008 kl. 02:02

18 Smámynd: SigrúnSveitó

Hæ elskan mín, vona að þetta gangi og Leifur komist á sjóinn!

Kyss, kyss...

SigrúnSveitó, 25.9.2008 kl. 09:21

19 Smámynd: Solla Guðjóns

Snjallt hjá þér.Ég skal spyrjast fyrir.

Þetta er ekki misnotkun.þetts er vettvangur til að koma hugðarefnum sínum að.

Knús á þig sæta mín

Solla Guðjóns, 25.9.2008 kl. 10:00

20 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Helga Auðunsdóttir, 25.9.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband