Fréttir af mömmu og myndir.

Þessir síðustu dagar hafa einkennst af ferðum fram og til baka milli Selfoss og Reykjavíkur. Ég má reyndar ekki keyra, en stundum spyrja aðstæður ekki út í svoleiðis smáatriði. Ég ætla að setja hér nokkrar fréttir af mömmu fyrir þá sem hana þekkja og vilja aðeins fylgjast með.

Hún Mamma mín er með þarmalömun og ef ég skildi nú allt saman rétt, þá fékk hún ranga meðferð fyrstu 4 dagana á Akranesi. Þeir hefðu átt að stinga svokallaða sondu niður í maga í gegnum nefið á henni um leið og hún kom þangað inn en það var ekki gert fyrr en á 4 degi þegar hún var send suður. Um leið og það var gert, þá dældust upp úr henni margir lítrar af galli og fylgdi því eðlilega mikinn létti fyrir þessa elsku. Þeir á Landsspítalanum voru hræddir um að mistökin hefðu jafnvel kostað dauða þarmana.

Mamma sýndi ágætis framför og á föstudaginn var hún í það minnsta farin að tuða og skammast, sem í hennar tilfelli er góðs viti. Þess vegna var ákveðið á laugardagsmorgninum að taka úr henni allar slöngur og svoleiðis viðhöld og leyfa henni að byrja að borða. Strax um kvöldið var fjandinn orðinn laus og mömmu snar hrakaði. Kvöldið og nóttin voru henni mjög erfið, en öllum slöngum var snarlega komið fyrir aftur. Málið er að hún móðir mín er með 2 mjög slæm kviðslit. Annað myndar stærðarinnar kúlu framan á henni sem er stærra en hausinn á mér. Þarmarnir eru flæktir þar inn í. Undir vel flestum kringumstæðum myndu læknar bara skera og laga þetta, en í hennar tilfelli er það meira en að segja það. Líkurnar á að hún lifi svoleiðis aðgerð af eru sama sem engar. En ef við reynum að vera jákvæð og hugsum okkur að hún myndi gera það, þá koma upp ný vandamál en þau eru að ef hún lifir aðgerðina af, þá myndi hún líklegast ekki ná andanum og hreinlega kafna ef læknarnir loka kviðslitinu. Ástæðan er einföld. Hún hefur verið með þetta kviðslit í mörg mörg ár og hafa líffærin fengið að stækka frekar frjálslega. Ef öllu yrði troðið inn aftur og net sett yfir þá yrðu öndunarerfiðleikarnir staðreynd. ´

Líðan hennar er stöðug sem stendur og bíðum við nú eftir því að læknarnir taki ákvörðun um framhaldið. 

En að öðru......... loksins getið þið farið að skoða nokkrar myndir af utanlandsreisu okkar hjóna. Ég verð reyndar að setja þetta inn í skömmtum því ómægod hvað þetta eru margar myndir!!! Það er nú ekki mikið mál að setja myndir inn, en þetta er lúmskur tímaþjófur. Bæði er ég búin að skíra myndirnar en svo fyrir neðan flestar myndir er smá skýringartexti. Meðal annars er þarna ein skýringamynd fyrir þig Einar minn. Finndu hana nú Tounge. Þið getið annað hvort farið hér eða farið í "myndaalbúm" og þar í möppu sem örugglega mörgum til mikillar furðu, heitir "Noregur".

Næst set ég inn myndir sem teknar voru í Þýskalandi.

En áður en ég hætti þá langar mig að þakka fyrir öll fallegu commentin sem skilin voru eftir við síðustu færslu. Ég get sagt ykkur hreinskilnislega að ég er búin að skipta litum eins og litaspjald. Ég las bloggið aftur og aftur til að skilja af hverju ég ætti skilið að fá svona falleg comment en varð engu nær. Ég ákvað því að mér bæri að þakka fyrir mig og njóta þess að mikið er til af yndislegu og hjartahlýju fólki.

 

Molinn í dag er: Það er í mótlætinu og sorginni  sem tækifærin skapast og möguleikarnir til að gleðjast aftur yfir því smáa opnast. - Höfundur Tína


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Takk fyrir góðar kveðjur Ester mín. En hvað húsið varðar....................... þá er ég alveg ákveðin í að byggja mér svona eins og 1 stk þegar ég verð rík

Tína, 29.9.2008 kl. 07:33

2 Smámynd: Einar Indriðason

Þú færð *KNÚS* frá mér, stelpa.  Ég ætla að skoða myndaalbúmin síðar, þegar ég hef betri tíma.....

(Ég giska þó á að umrædd mynd sýni... Elg..., bara svona sem ágiskun út í loftið.)

*KNÚS*

Einar Indriðason, 29.9.2008 kl. 07:36

3 Smámynd: Tína

Einar: KNÚS á móti vinur. En dohhhhhhh hvernig vissir þú????

Ragna: Tek þakklát á móti öllu og sendi slatta til baka á þig vinkona.

Tína, 29.9.2008 kl. 07:42

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Knús til þín, mín kæra Tína. Megi Guð og englarnir vaka yfir þér og fjölskyldunni.

SigrúnSveitó, 29.9.2008 kl. 07:43

5 Smámynd: Tína

Sigrún: Ég trúi því staðfastlega að Hann geri það. Og knús á þig mín elskuleg.

Tína, 29.9.2008 kl. 07:46

6 identicon

Bryndís R (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 08:23

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Knús og kveðjur til þín elsku Tína.

Og nú fer ég í myndirnar.

Batakveðjur til mömmu þinnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2008 kl. 09:01

8 identicon

Sæl elsku Tína!

Það er alveg skelfilegt að lesa um hvernig veikindi mömmu þinnar eru búin að vera, vona að Guð gefi að henni fari að batna og líða betur.

Ég er ekkert hissa á því að þú hafir fallið fyrir þessu húsi, það er geggjað!!! Og þú hefur greinilega notið þess í ræmur að slaka á þarna.

Hafðu það gott og megi komandi vika verða þér góð,

Knús á þig

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 11:17

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Svakalegt að heyra af mömmu þinni, vonandi þarf hún ekki að kveljast mikið hjá þeim, er ekki erfitt fyrir þig að fara svona mikið á milli?  man eftir sjálfri mér í þessari stöðu í fyrra, alltaf að skreppa í bæinn til mömmu og heilsan ekki góð.  Fylgist með þér dúllan mín og sendi þér orku eins og ég get.  Hafðu það sem best og já, molinn þinn er frábær og sannur. 

Ásdís Sigurðardóttir, 29.9.2008 kl. 11:53

10 Smámynd: Ragnheiður

Kær kveðja til þín Tína mín og bestu kveðjur og batnaðaróskir til hennar mömmu þinnar.

Þú færð einfaldlega til baka það sem þú gefur og þess vegna færðu hlý komment elskan mín.

Knús á þig og farðu vel með þig elskuleg

Ragnheiður , 29.9.2008 kl. 12:08

11 Smámynd: www.zordis.com

Batakveðjur til móður þinnar og þín líka dúlla!

Molinn í dag er flottur og kemur frá flottri konu. 

www.zordis.com, 29.9.2008 kl. 13:06

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 29.9.2008 kl. 17:00

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk fyrir knúsin í dag sæta

Hrönn Sigurðardóttir, 29.9.2008 kl. 20:20

14 Smámynd: Einar Indriðason

Hah!  Ég FANN elginn! :-)

Einar Indriðason, 29.9.2008 kl. 20:26

15 Smámynd: JEG

Ó mín elskulega, mikið er á þig og þína lagt.  Hugsa til þín og sendi helling af hugljúfum hugsunum með hraðpósti. 

Af mér af allt í góðu, nóg að gera, blogga þegar kemur pása.

Knús og klemm úr sveitinni

JEG, 29.9.2008 kl. 21:22

16 Smámynd: Dísa Dóra

Takk fyrir yndislegt knús og spjall í morgun fallega kona

Held áfram að senda mömmu þinni kyrjun.

Dísa Dóra, 29.9.2008 kl. 21:46

17 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Myndirnar voru flottar, ég vona að móður þinni líði vel og allt sé gert til þess að létta henni lífið.  Moli dagsins er yndislegur.  Takk fyrir að vera til

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.9.2008 kl. 01:57

18 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Svo var það með Gæsluna, það eru engin laus störf þar.  Þar sem aðeins eitt skip er á sjó í einu og tvær áhafnir.  Það er biðlisti að komast að þar.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.9.2008 kl. 02:34

19 Smámynd: Sigrún Óskars

batakveðjur til móður þinnar vona að það verði hægt að hjálpa henni.

Skoðaði myndirnar frá Noregi og ekki skrítið þótt þú hafir fallið fyrir þessu húsi - það er æðislegt og garðurinn líka.

Sigrún Óskars, 5.10.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband