13.10.2008 | 06:53
Draumar eru eins og neistar
Lítið rólega í kringum ykkur. Allt sem þið sjáið í dag var einhvern tímann draumur einhvers. Okkar kynslóð hefur notið góðs af draumum svo margra.
Mandela, Einstein, Gandhi, Spielberg, Móðir Teresa, Gates, Disney og listinn gæti haldið áfram endalaust. Allt byrjaði þetta hjá þeim með draumi. Hver getur gleymt öflugustu ræðu allra tíma sem Luther King hélt "I have a dream"? Förum öll aðeins aftur í tímann og sjáum hversu langt við höfum náð síðan King byrjaði að á fyrir þessum raunveruleika.
"Djúpt í hvers manns hjarta, liggur neisti sem kveikir í hugarflugi manns. hugurinn ber mann hálfa leið en hjartað sér um rest. Þú munt finna trúna í eigið sköpunarverk"
Ekki halda að ég sé svona klár sko, en þetta er lausleg þýðing á lagi sem Celine Dion söng - The power of the dream.
Ok kannski sjáið þið ykkur ekki sem Mandela eða Bill Gates. En ef ske kynni að þið væruð ekki búin að fatta það sjálf, að þá innst í okkur öllum leynist draumur. Hann er búin að vera þarna frá því við vorum sköpuð. Því draumarnir eru það sem gefa okkur bæði framtíð og vonir.
Reglulega ættum við að gefa okkur tíma til að ímynda okkur það besta sem gæti orðið. Setjum hversdags áhyggjurnar til hliðar í örlitla stund, enda nægur tími fyrir þær seinna. Vekjum aftur upp löngu gleymd markmið og allt of vel geymdir draumar. Minnum okkur á alla frábæru möguleikana sem lífið hefur upp á að bjóða fyrir okkur. Endurnýjum ákvarðanir okkar svo við getum byrjað að sá.
Eyðum nokkrum gæðastundum með draumum okkar. Þeir eru raunverulegir upp að því marki sem þið leyfið. Upp að því marki sem þið helgið ykkur draumunum og vinnið fyrir þá, verða þeir að veruleika.
Lokaversið í laginu hennar Celin hljómar svona "Það er svo mikill kraftur í okkur öllum, konum, börnum og körlum. Það er á þeirri stundu sem þú telur þig ekki geta meira, sem þú uppgötvar að þú getir það."
Ég held það sé vel þess virði að láta reyna á þetta og láta draumana rætast, því það er ALDREI of seint. En þetta er hugleiðing vikunnar elskurnar mínar. Vonandi kemur hún að einhverju gagni fyrir einhverja. Knús inn í vikuna ykkar.
Molinn þessu tengdu er: Allir draumar geta ræst, ef við höfum hugrekkið til að fylgja þeim eftir.- Walt Disney
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 06:55 | Facebook
Athugasemdir
Þú segir nokkuð mín kæra! Ég á mér draum, ekki bara einn heldur marga!!!!! Orkan sem við geislum og beislum er með ólíkindum öflug og endurspeglar eldmóð og ástina sem við búum í sjálfum okkur.
Mínir draumar rætast því ég er reiðubúin að fylgja þeim eftir og það eru akkúrat draumarnir sem við ræktum og gætum sem rætast frekar en aðrir!
Á draumahæðinni ég kasta út færi,
hugsun blíð,
engilfríð,
lífið er eitt dásemdartækifæri. (ójá, bara dásemd ef við gefum því færi)
Knús á þig og láttu þér líða vel í dag!!!
www.zordis.com, 13.10.2008 kl. 07:19
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.10.2008 kl. 07:34
Takk, elskan mín fyrir þetta.
Þú spurðir hvort ég væri ekki stundum á ferðinni á Selfossi. Ég er alltof sjaldan þar :( En eins og ég segi, þá er ég alltaf að fara að bæta það...ætla að stefna á að renna þangað í náinni framtíð.
Knús...
SigrúnSveitó, 13.10.2008 kl. 07:37
Þórdís: Þetta að lífið sé eitt dásemdar tækifæri er sko hverju orði sannara.
Ragna og Jenný: á móti.
Sigrún: Úffff hvað ég óska þess að náin framtíð sé fljótlega
Tína, 13.10.2008 kl. 08:10
falllegt.
Solla Guðjóns, 13.10.2008 kl. 08:25
Það er ljúft að koma hingað á morgnana og lesa þig!
Hrönn Sigurðardóttir, 13.10.2008 kl. 09:14
Það eru alltaf jafn yndislegir pistlarnir þínir elsku vinkona.
Það er svo sannarlega satt að draumarnir eru upphaf einhvers stórkostlegs. Ég hef þá trú að engvir draumar séu of stórir - við getum allt sem við virkilega ætlum okkur jafnvel þó draumurinn geti virst óendanlega stór. Við höfum öll somu eiginleikana og getum því öll náð jafn stórkostlegum framförum og til dæmis Mandela og Gandi - bara ef við erum nógu ákveðin að ná takmarkinu. Það er nefnilega svo að þessi stórmenni sem okkur finnst jafnvel ógerningur að bera okkur saman við eru einungis venjulegar dauðlegar manneskjur sem hafa jú átt stóra drauma og ekki hikað við að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að framfylgja þeim. Það getum við líka og þar af leiðandi er EKKERT sem er ómögulegt
Knús til þín mín kæra og vonandi hittumst við fljótlega yfir kaffibolla og góðu spjalli
Dísa Dóra, 13.10.2008 kl. 10:40
Orð að sönnu Elsku Tína! Draumar okkar eru byrjun á einhverju og með eftirfylgni og trú á draumunum geta þeir orðið að veruleika! Því miður er það oft þannig að neikvæðni og efi grípur inn í og stoppar drauma fólks. En með pístlum eins og þínum öðlast fólk aftur þá von og trú sem það þarf á að halda
Ég vona að þú hafir það gott
Kristín (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 14:22
Það er nefnilega málið að maður á að reyna eins og maður getur að láta draumana rætast því það gerir það enginn fyrir mann. Og mikið er ég sammála fólkinu hér að ofan að það er sannarlega ljúft að kíkja hér inn og lesa. Róa sig aðeins í rassgatinu og anda með nefinu.
Heljar stórt knús og klemm á þig elskulegust. Og kveðja úr sveitinni.
JEG, 13.10.2008 kl. 16:38
Eigðu góðan dag
Hólmdís Hjartardóttir, 13.10.2008 kl. 18:28
Takk fyrir þetta, Tína mín! Það er óborganlega yndislegt að koma hér inn og lesa færslurnar þínar
Líði þér sem best, stórt knús!
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 19:11
Takk fyrir mig Tína, ennþá hafa mínir draumar ræst. Mínir draumar hafa snúist um það að börnin mín kæmust í gegnum unglingsárin án drykkju og fíkniefna, núna eru 4 sloppin og bara tvö eftir sem ég vona að sleppi líka. Ég hef verið ströng með það að leyfa enga neyslu. Ég á enga sérstaka drauma fyrir mig, nema kannski það að þurfa aldrei að lifa um efni fram. Ég hef það ótrúlega gott, miðað við það að ég er einstæð móðir og er ég þakklát fyrir það.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.10.2008 kl. 01:45
Sæl elsku Tina mín. Það er svo merkilegt að þessir atburðir síðustu vikna virðast vera gera það að verkum að minn stærsti draumur um þessar mundir sé að rætast. Ef maður lætur sig ekki dreyma og stefnir að einhverju þá er lítið eftir. Nú er bara að stefna að næsta draumi.
Takk fyrir alltaf frábæra pistla.
Heimir Tómasson, 14.10.2008 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.