14.10.2008 | 21:50
Kærleikskveðja
Góður vinur minn sendi mér þetta og fann ég mikla þörf á að deila þessu með ykkur.
Ég vakna þennan morgun og vel að hann sé góður
vel að hann sé yndislegur, myrkur og hljóður
ég vel að kúra um stund og staðnæmast við það
hve stórkostlegt sé lífið ef fátt amar að.
Ég ákveð því að velja að vandamálin fá
vistuð séu hjá mér til þess eins að ljá
tilverunni ennþá fleiri tilbrigði og fleti
ég tek þeim opnum örmum svo nýtt mér þau ég geti.
Og eftir litla stund ég vel að fara á fætur
faðma þennan morgun og allar hans rætur
hita mér gott kaffi af kærleik þess ég nýt
kex smyr með osti í blöðin svo ég lít.
Að endingu ég segi við þig sem þetta lest
þetta er góður dagur, hafðu það sem best
ég óska þess að hugsanir fallegar þig finni
ég faðmlag þér sendi og kveð þig að sinni.
Höfundur: Unnur Sólrún
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt 17.10.2008 kl. 07:33 | Facebook
Athugasemdir
Alveg í þínum anda sýnist mér. Indælt að lesa þetta.
Knús og klemm mín kæra.
JEG, 14.10.2008 kl. 21:56
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.10.2008 kl. 22:26
Elsku hjartans Tína mín!
Ég er hérna í vinnunni og ég prentaði þetta út og ætla að láta þetta vera hérna fyrir þær skvísurnar, samstarfskonur mínar. Ég veit að þær eiga eftir að falla í stafi yfir þessu, þetta er ofboðslega fallegt.
Takk kærlega, kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 22:42
Falleg kveðja og góð byrjun á nýjum degi.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.10.2008 kl. 01:08
knús til þín yndislega kona
Dísa Dóra, 15.10.2008 kl. 02:07
OHhhhhh .. hvað ég myndi bera þig í fanginu alla daga ef ég ætti þig gullmoli!
Alltaf svo yndislegar færslurnar þínar Tína mín - enda hvernig er bara annað hægt þegar um er að ræða færslur frá eins miklum gullmola og þér ljúfust!!!
Guð okkar blessaður karlinn hefur verið mjög glaður og kátur daginn þann - þegar hann sendi þig niður á milli foreldra þinna! *Bros* .... þannig séð! Hann hefur auðvitað séð á þeim tímapunkti að okkur vantaði hjartahreint meybarn með engilblíða framkomu sem gleðja myndi alla sem nálguðust eða verða á vegi þínum!
Knús og kreis á þig hjartað mitt og farðu vel með þig - lot of luv over to you!
Tiger, 15.10.2008 kl. 02:58
þad er yndislegt hvernig fólk naer ad tylla sér á kaerleiksskýid og sýna umhyggjuna og ástina svo ómaelda. Knús á zig saeta kona og gangi zér vel í baráttunni.
Vonandi verdur dagurinn zinn gódur og bjartur, njóttu hans!
www.zordis.com, 15.10.2008 kl. 07:59
ÆÆ Mikid er tetta fallegur dagur sem tekur tarna á móti mér.....var einmitt ad rita um tad sama í morgun á mínu bloggi.
Fadmlag til tín .
Gudrún Hauksdótttir, 15.10.2008 kl. 08:57
Þetta er yndislegt ljóð.....
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 15.10.2008 kl. 09:32
Knús á þig ljúfi fjörkálfur
Solla Guðjóns, 15.10.2008 kl. 12:32
Veistu.... Nei, ég veit það ekki. Jú, ég veit það víst... Þetta er jákvætt innlitskvitt! Og hana nú!
Einar Indriðason, 15.10.2008 kl. 14:28
þetta er mjög fallegt - takk fyrir þetta Tina. Knús austur til þín
Sigrún Óskars, 15.10.2008 kl. 18:29
Hæ skotta, þetta á vel við núna í amstri dagsins.
Guð blessi þig.
Sammý , 15.10.2008 kl. 19:27
yndislegt alveg eins og þú dúllan mín hafðu það ljúft og knússs í klessu elskuleg
Brynja skordal, 15.10.2008 kl. 21:43
Gaman að sjá ljóðið mitt hér. Ég er sem sagt höfundurinn og ljóðið er í nýjustu ljoðabókinni minni - kærleikskitl - óbærileg lífshamingja.
Það gleður mig sannarlega að ljóðin mín fari á flug og gleðji kannski einhvern, en ég yrði glöð ef höfundarnafn mitt fengi að fylgja með.
Fallegar kveðjur
Unnur Sólrún
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.