15.10.2008 | 21:56
Niðurstaða úr rannsókn 1 af 3
Jæja hunanghrúgurnar mínar. Þá er fyrsta rannsóknin búin ef rannsókn skyldi kalla.
Við Gunnar fórum s.s í morgun og leghálsinn var skoðaður. Allt í allt var ég í 3 mínútur þarna inni og var niðurstaðan sú að ekkert væri að. Sem er gott..... þannig séð. Við Gunnar erum bara ekki sannfærð eftir þessa skoðun vegna þess að við fengum engar skýringar á stækkun legsins, blæðingunum eða verkjunum og yfirhöfuð ástæðurnar fyrir því að ég var send í nánari skoðun. Við Gunnar vorum eitthvað alveg furðulega tóm eftir þetta. Ekki misskilja mig......... ég vona svo sannarlega að allt sé í lagi. En þegar maður er búin að vera svona í langan tíma, fer síðan í skoðun og manni er sagt að fara í nánari athugun sem tekur þrefalt styttri tíma en fyrri skoðunin tók, fáum engar skýringar eða neitt......... þá bara líður manni eins og asni.
Eftir þetta ákváðum við að ég myndi fara til minn kvensjúkdómalæknis til margra ára. Hann hringdi svo í mig í dag og sagði ég honum frá málavöxtu og var hann sammála því að ég myndi kíkja til hans. Hann á sónarmyndir frá því í apríl í fyrra og getur þá betur gert samanburð. Fyrst þá verð ég sátt við niðurstöðuna. Það góða við hann er líka að maðurinn talar íslensku þannig að ég skil hvað hann er að segja. Ég fer og hitti hann miðvikudaginn 29 okt.
Hnúturinn í brjóstinu er næst á dagskrá eða 27 október nánar tiltekið. Sjáum hvað setur. Annars líður mér ekkert sérstaklega vel þessa dagana en kortisólskortur er farin að segja alvarlega til sín. Ástæðan er einföld. Ég hætti að taka inn lyfin mín í síðustu viku . Eftir að sérfræðingurinn minn gaf mig svona upp á bátinn þá fór ég hreinlega í mótþróa. Ég sagði við Gunnar að úr því hún væri hætt við að sjokkera nýrnahettuna, þá myndi ég gera þetta sjálf en til þess þyrfti ég að fara erfiðu leiðina og það er með því að hætta að taka inn lyfin. Með því vona ég að nýrnahettan átti sig á því að hún fær ekki lengur utanaðkomandi kortisól og drullist til þess að fara að framleiða þetta sjálf. Ég veit þetta hljómar ekki vel og það er líklega alveg rétt, en eitthvað verð ég að gera. Ég er alltaf með lyfin á mér til öryggis, þannig að núna vona ég bara það besta og bíð eftir að þetta takist.
Annars hitti ég eina yndislega vinkonu (Sammy) á laugardaginn var og fékk að sjá eitthvað sem ég hélt ég myndi aldrei sjá í nútímasamfélagi. En það er teppalagt eldhús!!! Ég er ekki að grínast. Sammy og hennar fjölskylda urða að flytja í þessa íbúð meðan viðgerð eftir jarðskjálftann stendur yfir á þeirra húsi. Hún kallar íbúðina sína Teppaland Að sjá teppalagt eldhús er eitt en að sjá þetta í tiltölulega nýrri íbúð er svo sannarlega annað.
Svo var Dísa Dóra mín elskuleg svo frábær að standa fyrir bloggvinahitting í gær til að stytta mér biðina. Mikið ofboðslega þótti mér nú vænt um þetta framtak hennar. En við hittumst s.s 5 tjellingar á Kaffi Krús og bulluðum út í eitt eins og konum einum er lagið. Þar voru mættar Hrönn, Dísa Dóra, Solla, Ásdís og undirrituð. Þarna var sko mikið gaman og mikið fjör. Ætli það sé ekki þess vegna sem Solla mín segir að ég sé fjörkálfur í athugasemd sinni við síðustu bloggfærslu?????
Molinn: Bestu og fegurstu hlutir veraldar er ekki hægt að sjá eða snerta........ heldur finnum við fyrir þeim í hjörtum okkar. Helen Keller.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:57 | Facebook
Athugasemdir
Hunangshrúga geturðu sjálf verið!!
Gott að ekkert kom út úr þessari prufu. Bara túmortúgó!! Lovjú
Hrönn Sigurðardóttir, 15.10.2008 kl. 22:06
Æ dúllan mín ég held áfram að senda þér kyrjun fyrir að það sé virkilega allt í lagi með legið sem og brjóstin (og já allt annað á góðri leið líka).
Bara gaman að hittast og það er nú ekki bara þú sem þetta styttir stundirnar fyrir - ekki slæmt fyrir okkur hinar að hitta þig (og aðra) og fá yndisleg knús, hlátur og grín í kaupbæti. Væri sko alveg til í svona hitting á hverjum degi en þá væri það sennilega ekkert gaman lengur Gott að ég gat stytt þér biðina um leið og ég stytti mér daginn í leiðinni
RISAKNÚS til þín mín kæra
Dísa Dóra, 15.10.2008 kl. 22:07
Þú ert nú svo mikill engill mín kæra að ég á ekki til nánari útskíringu á því. En mikið skil ég þig að vera örg og ósátt við þessar tómu niðurstöður hjá þessum fínu doksum. Ég væri nú ekki hrifin heldur.
Gott að það eru konur þarna í nágrenni við þig sem sjá um að hressa kjelluna við því þú átt það skilið essgan. Farðu nú vel með þig og passaðu þig á þessu mótþróabrölti......eða er þetta mótþróaröskun ??? þú ert nú meiri kjéllingin.
Knús og klemm úr sveitinni. luvya.
JEG, 15.10.2008 kl. 23:01
eitt stórt risaknús til þín frá mér
Gunna-Polly, 15.10.2008 kl. 23:03
Vonandi gengur þér vel, og skollans nýrnahettan drattist í gang fyrir þig. Ég vona að allt gangi vel hjá þér, og að niðurstöður úr rannskóknum verði góðar fyrir þig. Moli dagsins er alveg yndislegur, alveg eins og höfundur hans. Hugsaðu þér hún var heyrnarlaus og blind, þvílíkur kraftur sem var í henni.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.10.2008 kl. 01:30
ÆÆ nú man ég orðið daufblind
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.10.2008 kl. 01:31
Innilega óska ég þess að eitthvað gerist hjá þér vina mín.
Hjartans kveðjur, kannski sjáumst við þarnæstu helgi hjá H&G, ég er nú að fara á klakann á morgunn....
Heimir Tómasson, 16.10.2008 kl. 06:36
Hæjjj litli fjörkálfur.Ég dáist af þér.Um að gera að leita allra leiða og taka á því.Þú ert svo ótrúlega dugleg í þinni baráttu.
Innilegt faðmlag til þín og
Solla Guðjóns, 16.10.2008 kl. 08:28
Jákvætt innlitskvitt, og góðar hugsanir til ykkar. Farðu nú samt vel með þig, og ekki fara yfir einhverjar línur sem gæti verið erfitt að komast til baka úr.
Ég á startkapla.... ef þeir gagnast eitthvað?
Einar Indriðason, 16.10.2008 kl. 08:57
Tina þú ert bestust krúttið þitt og þú ert svo ótrúlega hugrökk kona.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2008 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.