17.10.2008 | 18:29
Smá viðbót við síðustu færslu.
Sérfræðingurinn minn hringdi í Gunnar í dag og sagði hann henni hvað ég hefði gert. Hann bjóst við skömmum frá henni en því fór fjarri. Í rauninni fannst henni stórmerkilegt að ég skyldi ná að halda svona lengi út og er hún að velta fyrir sér hvort ég sé jafnvel farin að framleiða kortisól sjálf en í litlum mæli. Ég tók inn lyfin mín í gær og gerði það líka í dag, en hún bað um að ég hætti því aftur og færi svo í mælingu á mánudaginn. Einnig sagði hún að hún yrði á vaktinni alla helgina og bað hún Gunnar um að hringja strax í sig ef ég yrði svona slæm eins og í gær. Er enn mjög lág en ekki alveg jafn máttfarin.
Ég vildi bara leyfa ykkur að fylgjast með þar sem ég tók eftir í athugasemdum frá ykkur að þið hafi þó nokkrar áhyggjur af mér. Knús á ykkur og djúpar þakkir fyrir að láta ykkur ekki standa á sama.
Athugasemdir
Hjartans Tína mín, knús til þín
Ragnheiður , 17.10.2008 kl. 18:42
Gott að heyra frá þér, krútta mín. Passaðu vel upp á þig.
Teppaland...teppalagt eldhús...mér dettur strax í hug teppalagt baðherbergi...en þannig baðherbergi var í húsinu þar sem ég var au-pair í Englandi...og ég gleymi því seint þegar litli pjakkurinn sem ég passaði fékk niðurgang...inni á baðherbergi...ojojoj...
Knús á þig, krúttið mitt.
SigrúnSveitó, 17.10.2008 kl. 18:45
Halló elsku krúttan mín, þú ert nú ekkert lítið hugrökk. En vonandi hefur læknirinn þinn rétt fyrir sér og þú sért farina að taka við þér og framleiða þetta blessaða kortisól af sjálfsdáðum. En viltu gera það fyrir mig og þína nánusta að leyfa þeim að fylgjast alltaf með þér og hugsa um þig. Þetta er í raun stór hættulegt.
Til hamingju með að Leifur sé búin að fá pláss loksins!!! Ef drengurinn stendur sig vel þá fær hann örugglega fleiri tækifæri og getur jafnvel vonandi næstum valið. Hef mikla trú á honum og veit að hann mun standa sig eins og hetja jafnvel og ég veit að hans á eftir að verða sárt saknað. Er semsagt komin niðurstaða með litlu???
Vonandi er rétt að ekkert sé að leginu og allt sé ok, en þetta hljómar spúkí og ég skil alveg 100% að þú viljir að fleiri segi sína skoðun og er það bara nákvæmlega rétta í stöðunni. En fylgist grannt með þér sæta mín og vonandi stendur systir þín sig frábærlega á sunnudag. Knús á alla muak, Farðu vel með þig.
Guðrún Helga Gísladóttir, 17.10.2008 kl. 19:06
Manni má ekki standa á sama þannig er það bara. Knús á þig skvísa og vertu þæg og farðu vel með þig.
JEG, 17.10.2008 kl. 19:10
Farðu vel með Tina mín
Ég er að fara í skólann alla næstu viku og verð því í bænum en fljótlega þá erum við Golli búin að ákveða að kíkja til ykkar í kaffisopa. Þú lætur okkur bara vita hvenær hentar ykkur best.
Bryndís R (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 19:47
Farðu vel með þig Tína mín
Hólmdís Hjartardóttir, 17.10.2008 kl. 20:48
Vonandi er það rétt að þú sért farin að framleiða kortison sjálf þó í litlu mæli sé - það er þó allavega byrjunin.
Farðu vel með þig krúttan mín og passaðu nú að ofkeyra þessu ekki
Dísa Dóra, 17.10.2008 kl. 21:17
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2008 kl. 21:49
Takk fyrir að leyfa mér að fylgjast með þér og heilsunni þinni. Gott ef þú ert farin að framleiða sjálf eitthvað Kortisól. Ég hef vissulega áhyggjur af þér og mér stendur svo sannarlega ekki á sama!
Láttu þér líða vel, krúttibolla,
kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 21:57
Vonandi er skrambans nýrnahettan farin að framleiða sjálf. Kannski virkaði óþekktin í þér vel.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.10.2008 kl. 01:26
Auðvitað stendur okkur ekki á sama um þig! Þess vegna... er alveg eðlilegt að við sýnum áhyggjur út af þér. Gangi þessi tilraun vel, og ég á enn startkaplana.... svona just in case....
Einar Indriðason, 18.10.2008 kl. 02:43
Segi eins og Jóna Kolbrún!!! Elsku stelpan vonandi er eitthvað að gerast og að hér sé lítið kraftaverk í fæðingu.
Ég skil þig samt svo vel að taka málin í þínar hendur ... ég er með milljón ómótuð orð í huganum en held að knúsið sé það besta! Knús á þig elskan
www.zordis.com, 18.10.2008 kl. 06:17
Það er töggur í þér litla mín.Gaman að heyra jákvæðar fréttir.
Megi þér líða sem best,vona að Gunnar þurfi ekkert að vera tala við fræðinginn.
Knús á þig ástin
Solla Guðjóns, 18.10.2008 kl. 11:12
Farðu vel með þig góða mín ! það er skipun !
Knúskremja í helgarrestinni
Gerða Kristjáns, 19.10.2008 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.