Ohhhh það er svo gaman

Alveg getur maður nú glaðst yfir ótrúlegustu hlutum. En á ég að segja ykkur svolítið? Viljið þið vita það? Ha? Cool

Ok ok, úr því þið setjið svona svakalegan þrýsting á mig þá skal ég segja ykkur. Sko........... einn af aðaleinkennum sjúkdómsins er að maður fitnar mikið um sig miðjan og í andlitinu, svo fær maður alveg afskaplega mikinn bjúg á höndum og fótum. Þegar ég veiktist þá var ég 58 kg og var komin í 74 kg í sumar.

En þá að kjarna málsins..................... í morgun komst ég í gallabuxur sem ég hef ekki geta notað í MARGA mánuði. Einnig gat ég rennt upp stígvélunum ALLA leið (hef bara geta rennt hálfa undanfarna mánuði) og Gunnar minn heittelskaði benti mér á að æðarnar á ristarnar væru aftur farnar að sjást!!!!! W00t

Ég er búin að vera hlæjandi, trallandi, hoppandi og syngjandi síðan ég klæddi mig í morgun. Það stefnir allt í að setningin "í kjólinn fyrir jólin" eigi við mig krúttin mín. Og ekki er ég nú í neinni megrun.

Og Gunnar toppaði svo morguninn þegar hann horfði á þessi læti í mér í morgun og sagði svo við mig "mikið ofboðslega er nú gaman að sjá hana gömlu Tínu mína aftur" HeartInLove

Mér er ekki batnað og á raunar langt í land ennþá.................... en mikið svakalega er nú gaman að vera ég þrátt fyrir allt.

Lífsgleðiknús á línuna.

 

Molinn: Munið að það þarf lítið til að skapa hamingjuríkt líf. - Marcus Aurelius  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 22.10.2008 kl. 17:12

2 Smámynd: Landi

Frábærar fréttir  ..... og svona í tilefni dagsins Tína mín ....

Landi, 22.10.2008 kl. 17:21

3 identicon

Æ, elsku Tína mín, mikið samgleðst ég þér!!!

Risaknús og kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 17:34

4 identicon

Innilega til hamingju með ALLT skotta. Nú erum við báðar rosa glaðar og það er svo holt og gott að vera glaður út í allt og alla. Ekki satt?

Sammy (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 17:45

5 identicon

Alltaf er gaman að lesa bloggið þitt en ég verð að viðurkenna það að þessa dagana er það alveg extra gaman og ánægjulegt  Maður verður svo glaður þegar hlutirnir liggja upp á við og ég vona svo hjartanlega að nú mun hver einasti dagur verða eitt skref upp á við hjá þér elsku Tína 

Kristín (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 18:21

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Ó hvað ég samgleðst þér.......Það er æði að ná í skottið á sér aftur sérstaklega þegar aðrir sjá það......

Eiginlega sé ég þig alveg fyrir mér fjörkálfurinn minn.

Solla Guðjóns, 22.10.2008 kl. 20:23

7 Smámynd: Dísa Dóra

æ þú ert svo yndisleg krúttan mín   Það er nú fyrst og fremst þinn innri maður sem við öll heillumst að en mikið er nú samt gott og gaman að þú skulir vera svona hamingjusöm með þennan árangur - þá verðum við hin líka haminjgusöm með þér

Dísa Dóra, 22.10.2008 kl. 20:59

8 Smámynd: SigrúnSveitó

Yndislegar fréttir af þér í dag, mín kæra. Samgleðst þér af öllu mínu

SigrúnSveitó, 22.10.2008 kl. 21:08

9 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Frábært frábært frábært.... þetta voru skemmtilegar fréttir...... c þig allveg í anda hoppandi og skoppandi eins og gelgja í toppformi.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 22.10.2008 kl. 23:19

10 Smámynd: JEG

Frábært mín kæra.  Hamingjuknús á þig essgan. 

JEG, 23.10.2008 kl. 00:07

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þú ert alveg einstök, jákvæðnin og bjartsýnin þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm.  Mér finnst alltaf gaman að lesa færslurnar þínar, þær gefa manni svo mikið.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.10.2008 kl. 01:21

12 Smámynd: Brynja skordal

yndislegust ertu hamingju knússss yfir og allt um kring

Brynja skordal, 23.10.2008 kl. 02:30

13 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Kíki stundum hér inn tó ég kvitti ekki oft eda aldrey fyrr en núna.

Mikid er gott ad heyra af batanum tínum og gledinni á bænum.

Knús til tín fyrir jákvædnina.

Gudrún Hauksdótttir, 23.10.2008 kl. 10:18

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Yndislegt

Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 10:24

15 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Til hamingju fallegust....en mundu að þú ert það alltaf.

Guðrún Helga Gísladóttir, 23.10.2008 kl. 11:06

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 hæ dúllan mín, ég er farin að fylgjast með aftur. Hafðu það sem best.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 11:53

17 Smámynd: Gunna-Polly

HIPP HIPP HÚRRA

Gunna-Polly, 23.10.2008 kl. 22:12

18 Smámynd: Tiger

  Ohhh .. ég elska svona hoppiskoppisnúllur! Sem þýðir náttla ekkert annað en að ég elska þig sko!

 Hvenær ætlar þú eiginlega að losa þig við þennan Gunnar þarna ??? Ha?

 Og ég sem ætlaði að reyna að koma þér ÚR kjólnum - um jólin ... ehh.. þetta rímaði ekki einu sinni, vesen! Ok, úr kjól - um jól - díll?

Knús á þig yndislegust ..

Tiger, 24.10.2008 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband