24.10.2008 | 11:08
Full swing
Eins og ég sagði ykkur frá þá fór ég í svona stimulation test í fyrradag. Ég verð að vísu að leiðrétta tilganginn með testinu, en það var s.s ekki til að kanna hvaðan kortisólið kemur, heldur til að kanna hvernig ég brygðist við svokallaðri kortisólframleiðsluskipun (geggjað orð í hengimann).
Prófið fór þannig fram að það var dregið úr mér blóð til að kanna þáverandi kortisólmagn, ég síðan sprautuð með einhverju ógeði, blóð aftur dregið hálftíma eftir það og síðan aftur hálftíma síðar. Vonir voru bundnar við að magnið yrði komið í 500 eftir klukkutímann en ég fór í 519!!!! Þetta þýðir að framleiðslan hjá mér er farin í full swing gott fólk. Tóm hamingja með það á mínum bæ.
Læknirinn minn varð reyndar að toga mig aðeins niður á jörðina og benti mér á að mér væri ekki batnað þó þetta væri óneitanlega stórt skref og stærra en búist var við. Ég mun alltaf þurfa að hafa á mér kortisóltöflur og ég mun alltaf finna til skorteinkenna. Blóðið var bara orðið vant því að fá gríðarlegt magn af þessu og virkar þetta eiginlega svona eins og innra minni í tölvu......... þurrkast aldrei út. Ef ég fæ kvef eða eitthvað, þá verð ég að taka töflu. Sama er ef skorteinkennin eru slæm.
Nú er bara að halda áfram að fylgjast með æxlinu í efra. En ég hitti sérfræðinginn næst 11 nóv.
Þegar ég gerði mér grein fyrir að ég gæti smátt og smátt notað gömlu fötin mín aftur, þá lét ég það verða mitt fyrsta verk að hringja á hárgreiðslustofu og panta tíma í yfirhalningu! Ég fer núna kl hálftólf. Shit hvað ég hlakka til.
Hún Kolla mín sagði við mig í gær að ég hefði hreinlega geislað þegar hún sá mig um daginn. Enda er það alveg rétt hjá henni. Það er svo gaman hjá mér að ég sver það koma sólargeislar út úr rassinum á mér.
Góða helgi elskurnar mínar og munið að njóta lífsins.
Helgarmolinn: Lífið er of stutt til þess að maður sé með smámunasemi. - Benjamin Disraeli
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þú verður drottning dagsins......alveg ertu frábær.
Hólmdís Hjartardóttir, 24.10.2008 kl. 11:12
Nú ertu að fara í klippinguna og ég vona að þú verðir sæl ... Njóttu helgarinnar glaða og sólgeislandi kona! Ekki amalegt þegar geislarnir ná að skína út úr rassagatið ...
www.zordis.com, 24.10.2008 kl. 11:17
Bara flottust !
Ragnheiður , 24.10.2008 kl. 11:41
Landi, 24.10.2008 kl. 12:05
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.10.2008 kl. 12:10
Hrönn Sigurðardóttir, 24.10.2008 kl. 13:10
Hamingjuknús allan hringinn mín kæra. Vá hvað ég væri til í að sjá svkísuna sem labbaði út af hársnyrtistofunni áðan.
Kveðja úr sveitinni þar sem fer að verða tími til að blogga.
JEG, 24.10.2008 kl. 13:48
Veistu hvað ég er glöð að heyra þetta....hafðu það gott yndið mitt
Solla Guðjóns, 24.10.2008 kl. 14:28
hahhaha sólargeislar út um rassin á þér - þú ert yndisleg
Frábærar fréttir og nú held ég að þetta sé allt upp á við
Þú ert alltaf falleg og geislandi elsku vinkona en það er svo sannarlega gaman samt að lyfta sér aðeins upp og gera ehv fyrir sjálfan sig
Dísa Dóra, 24.10.2008 kl. 16:05
Kraftaverkin eru til, þú ert komin til að vera hahahaha. Sleppur ekkert undan okkur. Sem betur fer. Til hamingju dúllan mín, hefði viljað verða vitni af því þegar þú gekkst útaf hárgreiðslustofunni. Njóttu helgarinnar í faðmi þinna nánustu.
Knús og kossar
Guðrún Helga Gísladóttir, 24.10.2008 kl. 17:40
Dásamlegt að heyra, elsku Tína. Guð gefi að allt verði í lagi hjá þér.
Risaknús til þín,
kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 19:15
SigrúnSveitó, 24.10.2008 kl. 19:17
Þetta voru nú góðar fréttir, vonandi gengur allt betur héðan í frá.. Svo er moli dagsins náttúrulega frábær.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.10.2008 kl. 01:32
Þú ert örugglega æðisleg eftir að hafa fengið dúllerí á hárgreiðslu stofunni dúlla mín stórt knús inn í helgina sólargeisli moli helgarinnar er Gulls í gildi
Brynja skordal, 25.10.2008 kl. 10:10
Ég held það skíni nú nægilega mikið frá þér, þó það þurfi ekki að skína út um afturendann líka :-)
Einar Indriðason, 25.10.2008 kl. 10:42
Við verðum bara að hittast á Krúsinni svo þú getir geislað fyrir okkar líka. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2008 kl. 17:41
Frábærar fréttir.............
Fanney Björg Karlsdóttir, 26.10.2008 kl. 12:34
Sigurlín (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 12:45
Gunna dansar gleðidansinn fyrir Tínu sína og n.b ég dansa nú ekki fyrir hvern sem er
Gunna-Polly, 26.10.2008 kl. 14:51
jákvæðar og skemmtilegar fréttir
þú ert óborganleg - með sólargeisla út úr rassinum knús á þíg góða kona.
Sigrún Óskars, 26.10.2008 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.