Hugsum meðvitað

Við sátum 3 vinkonur á laugardagskvöldinu og fórum vítt og breitt í okkar samtölum. En það var eitt sem við meðal annars ræddum um, en það er hvernig sumt fer í taugarnar á okkur sama hvað við reynum að láta það ekki gera það. Áður en við vitum af þá erum við orðin pirruð og það sem eftir lifir dags eða nætur er hreinlega orðin skapvonskunni að bráð. Niðurstaðan varð sú að við gáfum okkur ekki tíma til að hugsa meðvitað um hvernig við ætluðum að bregðast við utanaðkomandi áreiti, heldur brugðumst við bara við. Við s.s létum aðstæður ákveða það hvernig okkur liði gagnvart vissum aðstæðum í stað þess að ákveða meðvitað að þetta fengi ekki að hafa áhrif á okkur og taka þar með við stjórninni á eigin líðan. Er einhver sem þetta les, sem ekki kannast við þetta?

Ég gæti talið upp allt það sem við ræddum um hérna en læt það ógert. En ég get sagt ykkur að við fórum ansi djúpt á tímabili. En mig langar aðeins að ræða við ykkur um hugsanir.

Lítum aðeins á hugsanir eins og fræ. Hver einasta hugsun sem fær að falla inn í hugann, skjóta rótum þar, skapar sínar eigin afurðir og blómstrar fyrr eða síðar og ber svo ávöxt í formi tækifæra og kringumstæðna. Góðar hugsanir fæða af sér góðar ávextir, slæmar hugsanir - vondir ávextir.

Hugsið þið stundum hvað þið hugsið um? Lesið þessa setningu aftur og lesið hana vandlega. Þetta er engin orðaleikur.

Ég held að fæstir leiði hugann að því hvað býr í huganum og að enn færri átti sig á mátt eigin hugsana. Eins og ég sagði hér fyrir ofan "góðar hugsanir = góðir ávextir, slæmar hugsanir = vondir ávextir". Flest okkar skilja lögmálið með að sá og uppskera þegar kemur að öðrum hliðum lífsins, en klikka á því að skilja að þetta sama lögmál er jafn máttugt þegar okkar eigin hugsanir eiga í hlut.

Að mínu mati eru allt of margir þessa dagana sem hafa bókstaflega sökkt sér í ástandið í landinu og hugsa um fátt annað og örugglega ekki sérlega meðvitað, en að Davíð eigi að segja af sér, refsa eigi Bretana og draga þessa fjármálakónga til ábyrgðar. Þetta getur varla alið af sér vellíðan. En þetta gerir það aftur á móti að verkum að fólk verður pirrað, reitt, sært og hefur þar af leiðandi lítið sem ekkert pláss fyrir góðar hugsanir og sér því ekki allt sem það þó á í dag s.s fkölskyldu, góða vini, áhugamál o.s.frv. Ég veit ekki með ykkur en ég hef margt betra við tímann að gera en að pirrast yfir þessu.

Ef þið hafið aldrei þjálfað ykkur í "að hugsa meðvitað", þá mana ég ykkur til að fylgjast vel með hugsunum ykkar í dag og hugsa meðvitað. Ef þið skiljið mátt hugsana á líf ykkar, þá hættið þið, þegar upp er staðið, að vera hissa á því hvar þið eruð stödd í lífinu í dag, hvort sem staðan er góð eða slæm.

Því meira sem þið hugsið um skort, slæma tíma og svo framvegis, því verra verða ykkar aðstæður. Á móti kemur að því meira sem þið hugsið um góðæri, allsnægtir, og velgengni, því meiri líkur á að þið færið einmitt þetta inn í ykkar líf.

Ætla að láta þetta gott heita í bili kæru vinir, en bið ykkur að lokum að gefa ykkur smá tíma til að hugsa þetta. Ákveðið síðan að hafa það alveg truflaðslega gott í dag.

 

Molinn að þessu sinni ætti því ekki að koma ykkur á óvart: Hugsanir eru voldugri en sterk hönd. - Sófókles


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Amen.  Jákvæðar hugsanir skila betri tilfinningu til baka, heldur en þessar neikvæðu sem rífa niður.

Hins vegar.... er það samt svo, fyrir suma, amk... að það er bara hreint út sagt, nauðsynlegt að pústa út.  Og þessa dagana eru bara vissir hlutir sem bara þurfa að gerast, og við komumst ekkert hjá því að velta þeim hlutum fyrir okkur.

Einar Indriðason, 27.10.2008 kl. 07:49

2 Smámynd: Tína

Ester: óska þér sömuleiðis alls góðs yndislega kona

Einar: Alveg rétt hjá þér að nauðsynlegt er að pústa út. En málið er að allt of fáir láta sér það nægja og bæði lifa og hrærast í vandamálum og gleyma öllu öðru. Þetta er að mínu mati tvennt ólíkt. Aldeilis sem maður myndi springa fallega ef maður leyfði sér aldrei að pústa út reglulega.

Tína, 27.10.2008 kl. 07:56

3 Smámynd: Einar Indriðason

Rétt.  Það er ekkert svo langt liðið síðan ég lærði að tappa réttara af mér... :-)

Einar Indriðason, 27.10.2008 kl. 08:06

4 Smámynd: Tína

Einar: Enda stefnum við að því að geta sett upp geislabaugana okkar um síðir ekki satt? Nógu dugleg erum við að bóna þá

Tína, 27.10.2008 kl. 08:11

5 Smámynd: Dísa Dóra

Vá hvað þetta er eitthvað Búddísk færska hjá þér skvís

Í búddismanum er einmitt mikil áhersla lögð á karma.  Karma er jú lögmál orsaka og afleiðinga.  ALLT sem þú gerir, segir og jú hugsar eru orsakir sem skapa afleiðingar.  Því er um að gera að hafa þessar orsakir sem bestar svo afleiðingarnar verði betri   Eitt af því sem okkur er til dæmis kennt og er mjög mikilvægt er einmitt orðað svona:  Láttu ekki huga þinn stjórna þér heldur stjórna þú huga þínum.  Það er nú einmitt það sem færslan þín fjallar um.  Það er nefnilega svo auðvelt að láta huga okkar fara að stjórna gjörðum okkar ómeðvitað og það oftar í slæma átt en hina.  Við hins vegar þurfum að vera meðvituð um þetta og ákveða að stjórna huga okkar í jákvæða átt.  Þetta á jú sérstaklega við á erfiðum tímum eins og til dæmis núna.  Það er svo auðvelt að verða reiður, hræddur, bitur og slíkt í svona ástandi og þar með detta niður í lágt lífsástand sem stjórnar daglegu lífi og líðan okkar.  Ef við hins vegar ákveðum að hugsa jákvætt og nýta ástandið til þess að vera jákvæður, hugrakkur og nýta aðstæður til hins besta fyrir okkur sjálf og aðra til dæmis þá erum við í mun hærra lífsástandi og þar af leiðandi líka í mun betra formi til að takast vel á við erfiðleikana.

Gæti sko haldið áfram og skrifað heila ritgerð hérna

Knús á þig krúttan mín og endilega kíktu nú í kaffi fljótlega

Dísa Dóra, 27.10.2008 kl. 08:46

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég hélt nefnilega áfram - þarna um kvöldið - ekki að drekka rauðvín, heldur hugsa ;) Tók sjálfa mig síðan í hugræna atferlismeðferð og veistu bara hvað? Það virkaði!

Næsta skref er að opna hugræna atferlismeðferðarstofu - (gott orð í hengimann ;)) og leyfa fleirum að njóta.

Hrönn Sigurðardóttir, 27.10.2008 kl. 09:17

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Þetta er hverju orði sannara hjá þér.

það er sammt erfitt og heilmikil kúnst að temja hugann.

Mín skoðun er sú að maður þarf að leifa tilfinningunum að flæða og fina þeim viðunandi farveg.

Við erum dáldið hrædd við að sýna tilfinningar og að tilfinningar okkar bitni á einhverjum.....en við þurfum að gjósa öðruhverju hvort sem er í gráti eða hlátri.Við þurfum að finna tilfinningunum útrás en ekki að vera að burðast með þær innan í okkur.

Ég er stundum kölluð Katla hér á heimilinu.........það kemur gos sem slokkan jafn skjótt og það byrjaði......síðan umræður.......enginn keppni hver hefur rétt fyrir sér......bara umræður og málin leist.

En ok ætla ekki að skrifa ritgerð.....en í gegnum tíðina hef ég tamið mér jákvæðar hugsanir án þess þó að láta vatla mjög mikið yfir mig......

 

Solla Guðjóns, 27.10.2008 kl. 09:25

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ Tína mín. Flott ábendin með hugsanir fólks. Ég hef einmitt oft pælt í því hvað ég hugsa og hvaða afleiðingar það hafi fyrir mig, hef markvisst breytt hugsunum mínum til hins betra þó svo að stundum bregðist mér bogalistin.  Takk fyrir góðan pistil og eigðu ljúfan dag mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2008 kl. 09:38

9 Smámynd: M

Góður punktur hjá þér og þarf ég virkilega oft að taka á honum stóra mínum til að falla ekki í neikvæðar hugsanir.

Eigðu góðan dag

M, 27.10.2008 kl. 09:57

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

....ég er sek.....en eigðu góðan dag góða kona

Hólmdís Hjartardóttir, 27.10.2008 kl. 10:58

11 Smámynd: Landi

Það er gjöf á hverjum degi að fá að lesa bloggið þitt,hugsanir þínar eru einstakar og beint frá  

Risaknús til þín Tína mín..

Nú prenta ég eitthvað á bolla fyrir þig við tækifæri og sendi þér...

Landi, 27.10.2008 kl. 12:23

12 Smámynd: Sigrún Óskars

Þú ert alltaf jafn yndisleg og færslurnar þínar eru gullmolar. Þetta er góð speki, en ekki alltaf jafn auðvelt að fara eftir þessu. Alltaf gott að minna mann á. Bloggsíðan mín heitir einmitt: þú ert það sem þú hugsar. 

knús á þig bloggvinkona

Sigrún Óskars, 27.10.2008 kl. 23:42

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Alveg ertu frábær, mitt blogg er ekki svona uppbyggjandi.  Ég nenni ekki að leggja vinnu í mitt blogg, bara læt móðinn mása þegar ég kem heim úr vinnunni á kvöldin.  Þrátt fyrir bölmóðinn í mínu bloggi, er ég mjög jákvæð og bjartsýn manneskja.  Ég veit vel að hugsanirnar okkar stjórna því hvernig við upplifum atburði, og hvernig við vinnum úr þeim.    Ég er alltaf með það á hreinu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.10.2008 kl. 01:39

14 Smámynd: JEG

Ég ætlaði að fara að kommenta hér í gær en þá púfff.... og netið datt út. Jamm takk kærlega og ég bara netlaus allan daginn þar sem að ljósleiðari fór í sundur og var viðgerð ekki lokið fyrr en um 22:00 svo ég fékk tíma til að hugsa um eitthvað uppbyggjandi.  Eins og t.d. elda mat handa öllum enda 3 auka í mat í gær. 

Annar hvað varðar þessar jákvæðu hugsanir þá eru þær pínu óþekkar við mig og eiga til að verða dáldið dökkar á köflum en þó eins og allt hefur verið að ganga í haust þá hefur maður ekki mátt vera að því að nota dökku málinguna við þess iðju (að hugsa)  Enda væri ég sennilega bara búin á því að velta mér uppúr þessu bankaklúðri sem búið er að ganga á.  Enda verið á fullu í mínum eigin banka (fjárhúsinu)  En mikið endalaust sem maður getur hugsað fram og til baka um suma hluti og látið það stjórna sér úffff.  Svo nú keppist maður við að vera bjartsýnn því ekki veitir af þar sem leikurinn gerbreyttist við leikmannamissinn og verður maður bara að spila sinn besta leik og rúlla upp sigri.

Knús á þig elsku kæra vinkona.  Þú ert sannalega gullmoli

JEG, 28.10.2008 kl. 10:05

15 identicon

hæ sæta.

Bara róleg. við kíkjum reglulega hér inn til að lesa. ég nenni bara sjaldan að kvitta (skammast mín) en það bara búið að vera mikið að gera hjá okkur.

Hafðu það og þið sem allra best

hilsen G&M+1

Grétar og Maríanna (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 21:21

16 Smámynd: Tiger

 Mín fallega Tína. Ljúf færsla með djúpum og sönnum skilaboðum - jákvæð hugsun gefur af sér létta lund og léttari dag/daga...

Það er aldrei of oft sem manni er bent á að muna það jákvæða og draga það ljósa yfir það neikvæða eða dökka. Ef fleiri væru nú duglegir að nýta sálfræðina á sig og fleiri næðu því að einbeita sér að því góða sem ætíð er svo stutt í - þá myndu fleiri ná að koma sér aftur á "réttan" stað í lífinu og þar með höndla líf sitt betur en áður.

Góður og sannarlega vel þess virði þessi boðskapur sem vonandi flestir lesa og pæla í ...

Knús og kram á þig elskulegust og vonandi líður þér vel. Hvernig gekk annars þann 27. og nú í dag - 29. ? Vona það besta allavega mín kæra!

Tiger, 29.10.2008 kl. 15:34

17 Smámynd: Landi

Bara að kíkja inn Tína mín til að kasta smá kveðju á þig vinkona..

Landi, 29.10.2008 kl. 22:49

18 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 30.10.2008 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband