3.11.2008 | 10:30
Veitum öðrum gleðileg jól
Hér eru niðurstöður óbeinnar könnunnar síðasta bloggs.
Sumir sendu mér prívat póst og var það bara í fínu lagi. En niðurstaðan er s.s þessi: Það mun vera ég sem verð svo hrikalega lánsöm að hitta alla, því hittingskvöldin verða 2. Annars vegar laugardaginn 8 nóvember um kl 5 og hins vegar mánudaginn 10 nóvember kl 7.
Svona gæti dagsskráin hljómað
Laugardaginn: Mæting við Herraverslunina Blaze kl 16:30 síðdegis. Þaðan yrði farið (ef áhugi) í Ölfusholt brugghús þar sem Bjarni mágur minn mun taka á móti okkur og kynna fyrir okkur hvernig þetta gengur nú allt saman fyrir sig að hætti heimamanna. Sú ferð tekur í mesta lagi klukkutíma og fer það allt eftir kjaftagangi. Þaðan yrði farið aftur niður í Blaze þar sem eigendur þjónusta og dekra við hópinn eins og þeim einum er lagið. Frábær bloggsamfélagstilboð verða í gangi. Þegar allir eru orðnir dasaðir eftir þessa rútínu þá er tilvalið að fara í næsta hús eða nánar tiltekið á Kaffi Krús, til að fá sér kakó, kökur og hvað eina sem hugurinn (maginn) girnist og kynnast rækilega þar, gleðjumst og hlæjum dátt (ekki veitir af).
Mánudaginn: Þetta kvöld yrði öllu rólegra. Þá hittumst við í Herraversluninni Blaze kl 19, þar sem í boði verður heitt kakó, kaffi og léttar veitingar (nammi og svoleiðis). Þá munu eigendur einnig þjónusta og dekra við hópinn og bjóða upp á frábær bloggsamfélagstilboð. Eftir skemmtilega stund þar þá liggur leiðin á Kaffi Krús eins og gert verður á laugardeginum.
Núna eru erfiðir tímar en því miður eru þeir erfiðari fyrir suma en aðra. Sumir munu ekki hafa færi á að halda almennileg jól og viljum við hjónin leggja okkar af mörkum til að breyta því. Þess vegna mun lágmark 15% af innkomunni renna til einhverrar fjölskyldu sem sárlega þarf á hjálp að halda. Við vitum að mörgum finnst erfitt að þiggja svokallaðar ölmusur og ætlum við þess vegna að fá Rauða Krossinn og Kirkjuna í lið með okkur svo að þessir peningar komist til skila og í góðar þarfir. Munið að margt smátt gerir eitt stórt. Á þennan hátt getum við átt þátt í aðrir geti haldið sómasamleg jól.
Hvernig líst ykkur á þetta??? Ef þið hafið einhverjar aðrar hugmyndir þá skuluð þið ekki hika við að nefna það hér. Varðandi brugghúsferðina þá verð ég að láta hann Bjarna minn vita í síðasta lagi á fimmtudaginn hversu mörg við verðum. Þess vegna er hér til hliðar könnun þar sem þið getið látið vita hvorn daginn þið viljið koma. Ykkur er velkomið að taka með ykkur gesti og þurfið ekkert endilega að vera bloggari til að koma. Því fleiri því skemmtilegra. Munið þá bara að klikka í könnuninni eins oft og þið verðið mörg til að talning verði rétt.
SHIT hvað ég hlakka mikið til að hitta ykkur!!!!!
Molinn: Heimurinn verður aldrei góður, nema hann sé jafnframt glaður. - Þórarinn Björnsson
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Vefurinn | Breytt s.d. kl. 12:57 | Facebook
Athugasemdir
Hæ skvís. Mig er lengi búið að dreyma um að hafa hópferð í brugghúsið, hvernig væri að ég auglýsti þetta líka á minni síðu? vertu í bandi í gegnum skilaboðakerfið, ég vil endilega hjálpa ef ég get.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.11.2008 kl. 10:53
Ásdís: Þakka þér fyrir gott boð og tek ég því með þökkum.
Ragna: Æ ertu að meina þetta????? Og ég sem vonaðist einmitt til að fá að hitta ykkur eyjaskvísur!!!
Tína, 3.11.2008 kl. 11:23
Frábær hugmynd, góða skemmtun og góða "veiði" í söfnuninni
Ragnheiður , 3.11.2008 kl. 11:46
hæ hæ skvísa, mikið var ég glöð að lesa að rannsóknirnar hafi komið vel út
Mikið er þetta góð hugmynd hjá ykkur með að hafa svona kvöld! og hvað þá að láta hluta renna í góðgerðarmál... þið eruð yndisleg að gera þetta og vona ég svo hjartanlega að það muni hvetja fleiri til að koma og gera jólainnkaupin hjá ykkur!!
Mig langar mikið til að koma, en kemst ekki á laugardaginn þar sem ég verð stödd í brúðkaupi, en ég ætla að reyna að koma á mánudeginum, ef heilsan leyfir keyrsluna....
þúsund knús og kossar til þín
Kristín (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 14:13
Það er alldeilis kraftur í þér kona! Glæsilegt hjá þér og vonandi komast sem flestir!!!
www.zordis.com, 3.11.2008 kl. 14:19
Frábær hugmynd svo er bara að athuga hvort maður kemst.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.11.2008 kl. 14:45
Vona að þið skemmtið ykkur sem best því ég sé ekki fram á að ég sé að komast enda dýrt að keyra að norðan. Frábært framtak hjá ykkur með stuðninginn.
Knús og klemm mín kæra og mundu sjálf eftir þér.
JEG, 3.11.2008 kl. 15:09
ohhhhh sennilega versti tíminn fyrir mig að komast. En auðvitað kíki ég á ykkur ef ég mögulega get.
Frábært hjá þér að skipuleggja svona hitting kæra vinkona.
Knús til þín
Dísa Dóra, 3.11.2008 kl. 15:15
Ég tek mér það bessaleyfi að segja frá þessu á minni síðu. Þú stoppar mig kona góð ef ég má það ekki.
Ég þarf aðeins að melta það með mér hvorn daginn ég kemst. ( svo brjálað að gera í húsakrúttinum mínu :) En pottþétt annað hvorn daginn, esssskan!
Sammý , 3.11.2008 kl. 17:36
Ég vil fara á mánudegi - vonandi getur þeð gengið upp. Þá kem ég!
Edda Agnarsdóttir, 3.11.2008 kl. 18:55
Er að vinna bæði þessi kvöld.............en skemmtið ykkur vel
Hólmdís Hjartardóttir, 3.11.2008 kl. 19:20
Ragnheiður, Ragna, Þórdís, Jóna og Hólmdís: Þakka ykkur fyrir og ykkar verður sárt saknað.
Kristín: Ohhhh það vona ég að heilsan þín verði góð svo ég fái nú að knúsa þig.
Jenný: Þess óska ég af öllu mínu hjarta að þú komist krútta.
Sammý: Endilega sjáðu til þess að sem flestir viti af þessu. Og ég hreinlega geri ráð fyrir þér stelpa. Ekki eins gaman að þessu án þín sjáðu til.
Edda: Ég hlakka sko ekkert lítið til að hitta þig kona góð.
Tína, 3.11.2008 kl. 19:46
Búin að kjósa :)
Hrönn Sigurðardóttir, 3.11.2008 kl. 19:53
Ég mæti á laugardaginn, nema að veðrið verði vitlaust þá. Er með nokkur laus sæti í mínum bíl. PS: það er reykt í mínum bíl
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.11.2008 kl. 01:19
Solla Guðjóns, 5.11.2008 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.