Konukvöld í Blaze 3 Des og fréttayfirlit

Nú jólafata innkaupin
við ætlum þér að létta.
Þú finnur föt á herrann þinn,
stærð og sniðið rétta.

Kíktu inná kvennakvöld
kona, stúlka, hnáta.
Gleðin verður þar við völd
og strákar til að máta.

Að velja föt er vandans list
en voðalega gaman.
Þú kíkir inn til okkar fyrst
við reddum þessu saman.

Ég er búin að ganga með þessa hugmynd í maganum í 2 ár og ætla loksins að hrinda henni í framkvæmd. Miðvikudagskvöldið næstkomandi verðum við með konukvöld í Blaze. Eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta eingöngu ætlað konum. Við munum bjóða upp á léttar veitingar og verða þarna strákar af flestum stærðum og gerðum í nærfötum og sloppum. Konurnar geta svo komið, fundið manninn sem passar best vaxtalega séð við þann sem þær vilja versla á, og mátar hann þá þau föt sem þær hafa áhuga á að versla. Þetta er opið öllum konum og verður frá kl 20-22. Þetta verður sko bara truflað gaman.

Af mér er það annars að frétta að ég er farin að vinna aftur og það meira en ég ætlaði í rauninni að gera. Staðan er bara þannig að Kolla sem hjá okkur starfar á von á tvíburum og er hún orðin ansi þreytt þessi elska. Nú er hún komin niður í 50% vinnu og tek ég svo við af henni þegar hún er farin heim. Gunnar er að vísu enn þarna og í fullu starfi. Ég verð reyndar að viðurkenna að orkan er töluvert minni en ég vonaðist til. Kannski ekki alveg að undra eftir allt sem hefur gengið á og gengur enn á. Að vísu er komin ung kona að hálfu leyti til liðs við okkur sem heitir Rebekka og lofar hún ansi góðu. En eins og staðan er í dag þá getum við ekki leyft okkur að ráða hana í staðin fyrir Kollu. Ekki eins og er.

Sérfræðingurinn minn hringdi í mig í dag. Hún reyndar mundi ekki afhverju hún ætlaði að hringja og varð ég að minna hana á það. Til að gera langa sögu stutta....... þið sem lesið reglulega bullið í mér, munið kannski eftir því að ég fór á mótþróaskeið og gerði mínar eigin ráðstafanir við að sjokkera nýrnahettuna mína í gang og tókst það. Vandamálið er að mjög líklegt er að æxlið í heiladinglinum hafi við þetta líka hrokkið í gang með framleiðslu á kortisóli. Ákveðið var því að gera þvagsöfnun í 2 sólarhringa til að fá úr því skorið. Það eru núna liðnar 2 vikur síðan ég skilaði þessu af mér. Ég komst svo að því í dag að það er ekki búið að gera rannsóknina þar sem ákveðið efni sem til þarf er ekki til. Einnig safna þær nokkrum sýnum áður en svona próf er gert. Núna er sérfræðingurinn minn farin í frí og kemur ekki aftur fyrr en 22 des. Þannig að ég verð víst bara að bíða þar til þá. Af þessum sökum hef ég ekkert verið á netinu. Ég er bara búin á því þegar ég kem heim. En ég mun nota helgina og fara hring um bloggin ykkar og lesa hvað á daga ykkar hefur drifið síðan síðast.

Mér líður mjög svipað og á sama tíma í fyrra, þegar veikindin byrjuðu að herja á mig en ég var ekki búin að fá greiningu, nema hvað ég hef töluvert minni orku núna en þá. Ég væri að ljúga ef ég segðist ekki vera pínu hrædd og þokkalega þreytt og leið. En eins og þið eruð búin að komast að þá er ég með gríðarlega sterkt bakland og veit að ég er svo sannarlega ekki ein. Bænin hjálpar mér líka mikið og hafa veikindin styrkt mig í minni trú á almættið og æðri mátt. Svo mikið er víst að einhversstaðar fæ ég þetta auka þrek sem ég þarf og tel ég hana koma ofan frá.

En eins og maðurinn minn elskulegi segir........................ þá erum við á leiðinni upp...... ekki niður. Wink

Molinn er því að einhverju leyti tengdur þessari færslu og það sem ég reyni að fremsta megni að halda mér við:  Leyndarmál ánægjunnar er að njóta þess, sem við höfum og svæfa löngunina eftir því sem við við ráðum ekki við.

Njótið nú helgarinnar elskurnar mínar og vonandi gleymið þið mér ekki alveg strax þó lítið fari fyrir mér á næstu vikum. Dýrka ykkur öll og bið Guð að geyma ykkur.

Knús á ykkur öll  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Farðu vel með þig Tína, ég er nú hneyksluð á því að efni til rannsókna séu ekki til.  Ætli þetta sé ekki fjársvelti heilbrigðiskerfisins sem hefur verið aðal sparnaðarleið undanfarinna ríkisstjórna.    Vonandi gengur kvennakvöldið hjá ykkur glimmrandi vel.  Ekki kemst ég, þar sem ég verð að vinna, og Jóna litla og Daníel hérna hjá mér.  Ég óska þér og fjölskyldunni þinni góðrar helgar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.11.2008 kl. 23:39

2 Smámynd: JEG

Úfff kona góð.  Mikið svakalega er ég nú reið og leið fyrir þína hönd yfir því að það skuli vera búið að klúðra þessu testi eða rannsóknarferli.  Og þessi fræðingur þinn er alltaf í fríi ??? Finnst mér.  En skiljanlega er konan þreytt með 2 bumbubúa.  En viltu nú bara passa þig mín kæra og farðu vel með þig.  Ekki sniðugt að klára sig alveg fyrir jólin .....það er ekki þess virði.  Gangi þér vel með þetta kvennakvöld ....sniðug hugmynd sko.   Vildi að ég gæti kíkt.  Láttu kallinn þinn knúsa þig fyrir mig og eigðu ljúfa helgi min kæra.  Kveðja úr Hrútósveitó. 

JEG, 28.11.2008 kl. 23:57

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gangi þér vel, bæði með þetta spennandi konukvöld og heilsuna

Sigrún Jónsdóttir, 28.11.2008 kl. 23:58

4 identicon

Elsku vinkona dýrka þig.

Sigurlín (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 00:01

5 Smámynd: Landi

Það er aldeilis fjör hjá ykkur  konukvöld og alles,verður þetta svona í anda bleikt og blátt  .......ÆÆÆÆÆ ég mátti til Tína mín

Vonandi gengur kvöldið æðislega vel..

Farðu nú vel með þig vinkona.

En það er ekki hægt að segja annað en það sé "KRAFTUR Í ÞÉR" 

Bestu kveðjur til þín og hele famelyen.

Landi, 29.11.2008 kl. 00:35

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hugsa oft til þín elsku Tína og bið fyrir þér, vildi óska að það væri hægt að lækna þig, þú þarft að takast á við allt of margt finnst mér.  Ég er alveg heima á hækjunum þannig að ég kemst ekki á konukvöld, en ég vona bara að allir skemmti sér vel.  Farðu vel með þig elskan mín  og guð gæti þín

Ásdís Sigurðardóttir, 29.11.2008 kl. 10:38

7 Smámynd: Dísa Dóra

knús til þín elsku vinkona.  Konukvöldið hljómar vel og aldrei að vita nema ég kíki - svona til að skoða karlmennina á sloppunum frekar en fötin  

Farðu nú vel með þig og ekki vinna of mikið - þú þarft líka að hugsa um orkuna þína og að eitthvað sé eftir af henni.

Ef þú vilt kíkja í kvöldkaffi eitthvert kvöldið þá er það nú velkomið

Dísa Dóra, 29.11.2008 kl. 11:51

8 Smámynd: SigrúnSveitó

Ekki séns að ég gleymi þér, mín kæra.

Konukvöldið hljómar aldeilis vel, góð hugmynd hjá þér, snillinn minn. Verst að búa ekki á Selfossi!

Knús&kærleikur til þín, mín kæra.

SigrúnSveitó, 29.11.2008 kl. 14:19

9 identicon

Elsku Tína!

Meira vesenið að ekki skula vera til þetta efni sem þarf til að fullkomna rannsóknina og svo ofan á allt, að sérfræðingurinn verði í fríi þar til tíu mínútur í jól!

Ég bið bara góðan Guð að vera með þér og passa upp á þig og láta þig fara vel með þig.

Þetta konukvöld er alveg brilliant hugmynd!

Knús og kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 14:34

10 identicon

Ps.

Og já, fyrr frýs nú í helvíti, en að ég gleymi þér!!!

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 14:36

11 Smámynd: Einar Indriðason

Eigi mun ek gleyma.  Farðu vel með þig og ykkur, Tína mín!  Það er bannað að yfirkeyra sig!

(Ég veit þú gætir hundsað þetta,.... en ég segi þetta samt!)

Og hana nú!

Einar Indriðason, 29.11.2008 kl. 20:11

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gangi þér vel Tína mín

Hólmdís Hjartardóttir, 29.11.2008 kl. 21:03

13 Smámynd: Sammý

Takk fyrir ómetanlega hjálp í dag elsku Tína. Karmarnir er flott grunnaðir hjá þér. Hóa í þig þegar það þarf að mála þá, ég sé að þú hefur fingrafimina í þetta.

Sammý , 29.11.2008 kl. 22:56

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábær hugmynd!

Hrönn Sigurðardóttir, 30.11.2008 kl. 19:06

15 Smámynd: www.zordis.com

Alldeilis flott hugmynd! GAngi ykkur vel og mundu ad fara gaetilega med zig!

www.zordis.com, 1.12.2008 kl. 09:13

16 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 1.12.2008 kl. 14:10

17 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæjjjj elsku stelpan mín.Flott hugmynd hjá þér....Hver veit nema að mqður kíki á strákana  og þá sérstaklega þig.

Farðu vel með þig ljúfan mín.

Solla Guðjóns, 1.12.2008 kl. 23:42

18 Smámynd: Tiger

 Þetta er náttúrulega bara snilldar hugmynd hjá þér Tína mín - spurning um hvort þig vanti ekki bara eins og eitt stykki Tigermodel í klúbbinn???

Vonandi gengur þetta vel og vonandi verður góð mæting!

Leitt að heyra af þessum rannsóknum - og undarlegt hvað þessir blessuðu sérfræðingar virðast stundum ekki hafa neinar áhyggjur af því að skilja okkur eftir í óvissu og reiðileysi svo vikum skiptir stundum. Svona vinnubrögð eru alls ekki til sóma fyrir neinn.

Ég hef þig í bænum Tína mín og segi eins og þú - að það er sannarlega einhver stór og æðri máttur sem gefur okkur aukastyrk þegar mikið bjátar á. Svo eru líka allir okkar ástvinir sem eru hinu megin - sannarlega tel ég að þeir reyni að standa við bakið á okkur þegar erfiðleikar og veikindi eru hjá okkur.

Sendi þér knús og baráttukveðjur elsku Tína mín og Guð gæti þín og englar haldi utanum þig ætíð.

Tiger, 2.12.2008 kl. 03:16

19 Smámynd: Sigrún Óskars

Elsku Tína ég gleymi þér ekki. Vona bara að þér gangi vel með konukvöldið og að þér gangi vel að passa uppá þig. Vist er það erfitt að sitja hjá þegar fullt af verkefnum eru fyrir framan mann - en ég held að þú passir þig að fara ekki yfir strikið.   Sendi þér knús og kærleik austur yfir heiði

Sigrún Óskars, 3.12.2008 kl. 09:08

20 identicon

hæhæ elsku Tína Ég vona innilega að konukvöldið hafi heppnast vel í gær!! leitt að geta ekki komið en það bíður betri tíma !

Ég vona svo hjartanlega að biðin verði fljót að liða og í ljós komi jákvæðar fréttir!! Ég hugsa til þín daglega og sendi þér hlýjar hugsanir og styrk!! þú ert sönn fyrirmynd, því jákvæðni þín, æðruleysi og baráttuhugur þinn er engu líkt

þúsund knús og kossar til þín

Kristín (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 09:46

21 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Hæ vonandi hefur verið roksala í gær og allt á fullu.  Óska ykkur alls hins besta og farðu nú vel með

þig þrjóskuhausinn þinn.  Mua Mua Knús á alla í bænum.

Guðrún Helga Gísladóttir, 4.12.2008 kl. 21:52

22 identicon

Mig langaði svo að koma en það var svo mikið að gerast þetta kvöld.  Vona að þetta hafi gengið vel

Anna Bogga (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband