25.1.2009 | 16:13
"Er þetta það síðasta sem þú vilt segja við hann/hana?"
Börnin mín hafa að sjálfsögðu eins og systkina er siður, rifist heiftarlega. Oft ef ég varð vitni að látunum og sá eitt barnanna rjúka burt, þá spurði ég "er þetta það síðasta sem þú vilt segja við hann/hana?". Þessi spurning varð oftast til þess að málin róuðust.
Ofanskráð spurning gerir þér fært að virka út frá hjartanu hvernig svo sem einhver manneskja hagar sér. Þú verður ástríkur, þolinmóður, gjöfull og hlýr. Ef einhver hefur gert eitthvað á hlut þinn, hugsaðu þér næst þegar fundum ykkar ber saman að síðasta stund manneskjunnar sem í hlut á sé runninn upp. Þú munt komast að raun um að þú nálgast hana á allt annan hátt. Þér gengi betur að sleppa taki á sársaukanum ef þú vissir að þetta væri hennar síðasti dagur í tölu lifenda á jörðinni. Þegar þú sérð hana næst skaltu ímynda þér að þetta sé í síðasta skiptið sem þíð sjáist. Taktu þá eftir að þú ferð jafnvel að sjá yndislega þætti í fari hennar. Þú gætir jafnvel komið auga á að hún hafði engan ásetning um að særa þig heldur brást aðeins við í samræmi við eigin sársauka. Kannski gerðir þú jafnvel eitthvað sem var svo dropinn sem fyllti mælinn.
Sjáðu fyrir þér hvernig þú kæmir fram við suma sem þú þekkir, ef þú vissir að þú hefðir aðeins þetta eina tækifæri til að vera í samvistum við þá. Þessi færsla gæti fengið þig til að hugsa um einhvern sem farinn er, sem þér tókst ekki að fyrirgefa áður. Ef svo er þá geturðu komið fyrirgefningu á framfæri í gegnum sál þína og hún mun ná til þeirra sem um ræðir.
Jafnvel þó þú ákveðir að reyna að temja þér þennan hugsunarhátt, þá getur það vel átt sér stað að þú getir ekki haldið þig á því stigi mjög lengi. Ef einhver hefur valdið þér sársauka eða vonbrigðum, þá skaltu ekki ætla þér að eyða með henni mörgum tímum þegar þú hittir hana næst. Sjáðu til þess að fundur ykkar verði fremur stuttur og í samræmu við þann tíma sem þú telur þig vissan um að geta haldið þessi nýju atriði í heiðri. Gefðu þér tíma til að tileinka þér þessa aðferð. Þú munt svo komast að því að það verður auðveldara með æfingunni, að halda æðra sjónarhorni gagnvart fólki. Loks gerirðu þetta á eðlilegan, áreynslulausan hátt. Smátt og smátt muntu uppgötva nýjan, elskuríkari og háleitari þig. Mundu aðeins að æfingin skapar meistarann .
----------------------------------------------------------------------
Annars er ég að fara í húsmæðraorlof í fyrramálið og verð í 5 daga. Við Gunnar ákváðum að það væri skemmtilegra að kalla spítalavistina því nafni. Það gerði það að verkum að mér er nánast farið að hlakka til að fara í "frí". Ótrúlegt hvað stundum er hægt að blekkja hugann. En.................. svo lengi sem það virkar, þá sé ég ekkert að því að gera þetta.
Knús á ykkur öll og munum svo að elska náungann ALLTAF.
Vikumolinn: Snúðu neikvæðum hugsunum í jákvæðar og sjáðu hvernig það breytir deginum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Daglegt líf, Hugleiðingar, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Góða skemmtun í húsmæðraorlofinu. (Og gangi vel!!!)
Og þú færð smá *ORKUKNÚS* frá mér! (Skal mæta með snorkel næst, svo þú getir andað....)
Farðu vel með þig og ykkur.
Einar Indriðason, 25.1.2009 kl. 17:49
Hæjjjj
Þetta er góð setnig og vekur alla til umhugsunar...
Hafðu það nú gott í orlofinu og komdu hress og spræk til baka.Elska þig í tætlur elsku vinkona
Solla Guðjóns, 25.1.2009 kl. 17:54
Hæ, elsku Tína mín!
Njóttu nú "húsmæðraorlofsins" í ræmur. Gangi þér vel og vonandi verða niðurstöðurnar úr rannsóknunum þér í hag.
Kærleiksknús
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 18:04
Alltaf tekst þér að fá mann til að hugsa skynsamlega og af fullu viti. Þú ert best elsku Tína mín, fylgist með þér og megi guð geyma þig og gæta þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.1.2009 kl. 18:16
Hæ elsku Tína mín, njóttu nú húsmæðraorlofsins í tætlur. Þetta er auðvitað ekkert annað en frí, því þeir leyfa þér örugglega ekki að djöflast mikið hehehe. Það er ágætt á þig að einhver haldi aðeins aftur af þér. Þú kemur eins og ný tilbaka. Knús á þig og fjölskylduna, orkusending héðan frá Murciu og Mér líka alltaf rosa vel við þessi blogg um lífið, þetta er svo rétt hjá þér, og þú kemur þessu svo vel frá þér og færð mann þannig til að reyna að fara eftir því allavegana eftir bestu getu hvers og eins.
Guðrún Helga Gísladóttir, 25.1.2009 kl. 20:32
Þú ert í bænum mínum elsku dúllan mín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.1.2009 kl. 20:35
Njóttu svo spítlavistarinnar algjörlega eins og um húsmæðraorlof væri að ræða dúllan mín
Vona svo sannarlega að niðurstöður orlofsins verði góðar og þú komir dansandi til baka.
Falleg færslan þín og svo sönn alveg eins og vanalega frá þér.
Hugsa til þín
Dísa Dóra, 25.1.2009 kl. 20:59
Tína! Ég er nú þegar búin að sakna þín í heila viku!! Ertu að segja að ég þurfi að halda áfram að sakna þín í aðra viku??
Ég vil líka fara í húsmæðraorlof!
Hrönn Sigurðardóttir, 25.1.2009 kl. 21:34
Ég vil fara í húsmæðraorlof með þér!!
Spáðu í hvað það yrði gaman hjá okkur! Daðra við læknana - gera gys að hjúkkunum, láta sjúkraliðana stjana við okkur....... ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 25.1.2009 kl. 21:35
... Fara í kapphlaup á hjólastólunum....
Fikta í öllum græjum sem þið sjáið .....
Tala nú ekki um að vera í "læknaleik" ...
Skiptast á að sitja á skiptiborð símans, svara og þykjast vera Pizzustaður
Panta hlátursgas fyrir deildina, og skrúfa frá.....
Einar Indriðason, 25.1.2009 kl. 22:48
Njóttu vel mín kæra. Og vertu velkomin hvenær sem er. Og mundu nú bara að fara vel með þig í orlofinu. Knús og trilljón kossar.
JEG, 26.1.2009 kl. 00:17
Gangi þér vel Tína mín og komdu svo afslöppuð og endurnærð með góðar fréttir heim eftir "orlofsdvöl"
Sigrún Jónsdóttir, 26.1.2009 kl. 00:44
Góður pistill hjá þér ...
Njóttu þessa orlofs þíns.... en þessi hugmynd Hrannar um að skemmta sér við að stríða heilbrigðisstéttunum..... úff ...mér líst ekki á það...... nema .... þið látið sko iðjuþjálfana vera..... thihihi....
Gangi þér allt í haginn...... hugsa til þín...
Fanney Björg Karlsdóttir, 26.1.2009 kl. 11:24
Þú ert svooo mikið yndi, Tina, veistu það????!!! Endalaust gefandi, og yndisleg.
Gangi þér vel í húsmæðraorlofinu. Það er sko alveg magnað hvað maður getur blekkt hugann :)
Knús&kærleiksfyllt-orkubúst færðu frá mér!
SigrúnSveitó, 26.1.2009 kl. 11:48
Vonandi hefur þú það sem best í húsmæðraorlofinu.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.1.2009 kl. 11:53
uuuu já ég man eftir þessari spurningu sæll!!.....en já mér gekk sko bara vel á sjónum og svona:D....bloggar EKKERT um mig lengur....djíses:O....sjálfselskan í hámarki:D.....
Takk fyrir mig og til hamingju eftir 1 - 2 - 3 - 4 ....FJÓRA DAGA:D
elsk á þig mömmz:);*
Herra Leifur! (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 19:37
hahahaha Einar ég held þetta yrði nákvæmelga þær stöllur saman
Dísa Dóra, 26.1.2009 kl. 22:11
Einar Við mundum ekkert fikta í ÖLLUM græjunum. Mér mundi til dæmis aldrei detta í hug að fikta í ljósritunarvélinni!
Hrönn Sigurðardóttir, 26.1.2009 kl. 23:37
Viðkvæmar vélar sjáðu til.....
Hrönn Sigurðardóttir, 26.1.2009 kl. 23:38
Hmm.... já... ég hef heyrt að glerið á ljósritunarvélunum geti brotnað ... ef það er sest á það .....
Einar Indriðason, 27.1.2009 kl. 00:14
Njóttu orlofsins og komdu full af orku til baka. Láttu stjana við þig heima og heiman
Hólmdís Hjartardóttir, 27.1.2009 kl. 01:25
gangi þér vel í húsmæðraorlofinu í höfuðborginni. risastórt kærleiksknús frá mér
Sigrún Óskars, 28.1.2009 kl. 21:49
Sæl Tína! Þú ert algjör hetja í mínum augum og þessi pistill er svo sannur og réttur hjá þér.. Ég les alltaf bloggið þitt og fylgist með þér hérna.. Þú ert svo dugleg og yndislegt að sjá hvað þið eruð samrýmd fjölskylda og dugleg að hjálpast að á svona tímum.. Ég sendi þér orku og kraft til að halda áfram að berjast því ég trúi því að þú sigrir þetta.
Stórt knús frá mér til þín fallega kona:)
Kristrún Agnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.