Orlofið búið

Jæja yndislega fólk, þá er orlofið mitt búið og ég komin heim.

Þegar ég kvaddi starfsfólkið á deildinni þá spurðu þær hvernig ég hefði nú haft það í orlofinu. "Ég er búin að hafa það mjög gott, góð þjónusta og yndislegt starfsfólk. Verst þið misskilduð þetta fyrstu 3 sólarhringana þar sem þið trufluðuð mig á 4 tíma fresti til að taka úr mér blóð" sagði ég og glotti feitt. Þá var einn sjúkraliðinn fljót að svara og sagði "ÞAÐ VORU BARA HJÚKKURNAR" um leið og hún benti á eina. LoL

Sérfræðingurinn kom til að útskrifa mig um leið og hún sagði mér hvað hefði komið út úr öllum þessum rannsóknum. Það eina sem hún gat sagt var að niðurstöðurnar meikuðu engan veginn sens og að hún hefði bara aldrei séð þetta áður. Hún var með helling af línuritum til að útskýra sitt mál, en ég var bara engu nær. Fyrir mér voru þetta bara línur á blaði. Ég meina....... ef þetta meikar ekki sens fyrir hana..... hvernig átti það þá að gera það fyrir mig? Er von maður spyrji. En hún er enn að bíða eftir fleiri niðurstöðum og ætlar þá að funda með fleiri innkirtlasérfræðingum og reyna að fá botn í þetta. 

Þó furðulegt megi virðast þá gerðist nú margt skemmtilegt þarna enda starfsfólkið með eindæmum skemmtilegt. Ekki ætla ég að telja þetta allt saman upp en ég verð að minnast á eitt. Einn daginn lá ég þarna í rúminu og var ég að lesa. Einn herbergisfélagi minn var með gest hjá sér og var mikið fjör hjá dömunum. Allt í einu heyri ég að þær eru eitthvað að rembast við að lesa frönsku. Þá er gesturinn víst að læra kokkinn og þarf hún núna að læra heitin á fagmálinu sem er víst franska. Var hún með bókina sína með sér og skemmtu þær sér við að lesa upp úr henni. Ég var farin að eiga ansi bágt með mig því mér fannst þær svo fyndnar. Á endanum gat ég ekki á mér setið og segi "Adda mín................. það er sko greinilegt að ég verð að taka þig í smá frönskukennslu í kvöld". Labbaði svo til þeirra og ræddi í smástund við þær. Til að gera langa sögu stutta, þá kom í ljós að hún Adda mín er fyrrum nemandi minn. Dóttir mín er snillingur í að roðna meistaralega ENN......... ég hef ALDREI séð manneskju roðna eins mikið og hana Öddu þegar hún fattaði hver ég var. En ég s.s kenndi henni frönsku þegar hún var í 10 bekk árið 1999. Ef þið hafið lesið athugasemdirnar við síðustu færslu, þá ætti þetta að skýra skotin sem gengu á milli Leifs sonar minns og Öddu Monster.

Að lokum þá var síðasti opnunardagur Blaze í gær og fór ég til að vinna. Hann Gunnar minn var vægast sagt ekki glaður að sjá mig þegar hann fattaði að ég ætlaði mér að vinna þennan daginn. En ég gat ekki annað. Ég bara varð að vera með síðasta daginn. Ég er búin að leggja allt mitt í þessa búð, síðustu 3 ár (tæp) og gott betur en það. Það verður sárt og skrítið að taka allt niður næstu 2 vikurnar. Marga fasta og góða kúnna höfum við eignast á þessum tíma og verður erfitt að sjá eftir þeim. En ég stend enn fast á því að þetta hafi verið rétt ákvörðun eins og sakir standa. Tíminn einn á eftir að leiða það í ljós.

Lífið heil elskurnar mínar og allir hinir og megi almætti geyma ykkur og vernda.

 

Þar til næst þá er hér einn góður moli sem ég fann.  Þú ert lifandi segull. Það sem þú dregur inn í líf þitt er í samræmi við ríkjandi hugsanir þínar. -Brian Tracy

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, gott að þú ert komin heim úr "orlofinu" Tína mín. Vonandi kemur eitthvað meira af viti út úr þessum rannsóknum, að þetta fari nú að meika einhvern sens!

Líði þér sem best, elsku vinkona!

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 12:45

2 Smámynd: Ragnheiður

Þú ert nú meira prakkaraskottið hehe.

Vonandi kemur eitthvað skiljanlegt út úr þessum rannsóknum.

Ég er sammála þér með búðina, það er áreiðanlega besta ákvörðunin eins og sakir standa og þá ekki bara vegna þinnar heilsu heldur er líka ástandið í þjóðfélaginu þannig að það er erfitt að vera með slíkan rekstur.

Knús til þín og gott að sjá þig aftur

Ragnheiður , 1.2.2009 kl. 12:59

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hver ákvörðun er rétt á þeim tíma sem hún er tekin!

Rosalega glöð að þú ert komin aftur heim - þá get ég nefnilega átt von á þér

Hrönn Sigurðardóttir, 1.2.2009 kl. 13:09

4 Smámynd: JEG

Takk fyrir spjallið krúttan mín.  Já það skal alltaf vera eitthvað sem truflar mann þegar maður er í "orofi"  Ég skil vel að þú hafir viljað vera síðasta daginn í búðinni enda ekki á hverjum degi sem maður er að loka einhverju sem maður kom á legg og er búinn að leggja allt sitt í.  En passaðu þig og farðu vel með þig.  Franska úfff ég reyndi OMG já ég reyndi en veistu ég reyin ekki aftur   Hvað hélt ég að ég væri þegar ég fór í framhald ......tungumál eru ekki ég.  Og einmitt ástæðan fyrir því að ég fór ekki í kokkinn var jú FRANSKAN.  Svo var það kjötiðnin en nei þá kom helv.....DANSKAN svo ég ákvað bara að vera ég.  Made in sveitin

Knús mín kæra.   

JEG, 1.2.2009 kl. 13:11

5 Smámynd: Tiger

 Elsku Tína mín, það er sárt að heyra að þú sért að loka búðinni - en ég get þó allavega huggað mig við að hafa fengið tækifæri til að líta þarna inn til þín einu sinni - þó ekki hafi ég hitt á þig sjálfa.

Sannarlega verður maður þó að taka á hlutunum eins og best maður telur hverju sinni og ég er handviss um að ákvörðun ykkar hefur verið vel ígrunduð og tekin sem sú besta í stöðunni fyrir ykkur.

Orlof er alltaf gott - jafnvel þó maður sé blóðmjólkaður af og til. Vona bara innilega að eitthvað fari að skýrast betur og að eitthvað ljóst og jákvætt fari að stökkva af stað þér og heilsu þinni til handa.

Hafðu ljúfa helgina elskulegust og mundu - þú ert yndisleg!

Tiger, 1.2.2009 kl. 14:22

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Velkomin heim úr "orlofinu" og ég vona svo sannarlega að eitthvað jákvætt komi út úr þessum rannsóknum.

knús til þín yndislegust

Sigrún Óskars, 1.2.2009 kl. 14:33

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert í hjartanu á mér og svo kemurðu mér alltaf til að brosa gríslingurinn þinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.2.2009 kl. 17:21

8 identicon

já ég held að ég hafi aldrei roðnað jafn mikið! En það var bara spaugilegt að hittast svona.

Love love, velkomin heim!.... til þín! haha

ADDA MONSTER! (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 17:22

9 Smámynd: SigrúnSveitó

Risa STÓRT knúúúús til þín, elskan mín.

SigrúnSveitó, 1.2.2009 kl. 17:53

10 Smámynd: Dísa Dóra

Velkomin heim krúttan mín

Ég segi nú bara að það er ekki nema von að þeim hafi gengið illa að lesa út úr þessum rannsóknum þar sem þú ert jú algjörlega einstök og það hlýtur nú einnig að eiga við um niðurstöður rannsókna eins og annað   Þeir þurfa bara að átta sig á hve einstaklega stórkostlega persónu þeir eru að meðhöndla

Sjáumst vonandi fljótlega og farðu nú vel með þig og hvíldu þig vel.

Dísa Dóra, 1.2.2009 kl. 22:23

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

þú ert náttúrulega einstök " one of a kind"  Þá duga engar venjulegar niðurstöður úr blóðprufum    Gangi þér vel með framhaldið.  Vonandi færðu góðar fréttir bráðum, að allt sé þetta meðhöndlanlegt.. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.2.2009 kl. 02:35

12 Smámynd: www.zordis.com

Gott að komast heim og auðvitað mættir þú til starfa!! Ég held að Gunnar hafi nú mátt búast við því.

Knús á þig gullmoli og hjartans segull ...

www.zordis.com, 2.2.2009 kl. 09:28

13 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæj krúttan mín.Auðvitað var fjör.Það er alltaf fjör  þar sem þú ert.

Tala við þig fæjótlega

Solla Guðjóns, 3.2.2009 kl. 09:36

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gangi ykkur sem allra best elsku Tína mín, hugsa mikið til ekkar þessa dagana. Kærleikskveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2009 kl. 22:50

15 Smámynd: Heimir Tómasson

Gangi þér vel Tina mín, hugsa stundum til þín hérna. Knúsaðu kallinn frá mér.

Heimir Tómasson, 4.2.2009 kl. 06:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband