7.2.2009 | 11:49
Mýslan mín
í dag er það mýslan mín hún Agnes sem á afmæli og er hún 19 ára í dag. Þó að hún sé langminnst að þá var samt LANGerfiðast að koma henni inn í þennan heim. Hún Agnes mín er líka eina stelpan í hópnum. Hún er sú allra rólegasta og jafnframt sú alvörugefnasta. Hún er líkust mér og minnir mig afskaplega á sjálfa mig þegar ég var yngri. Það er ekki til að dóttir mín geri eitthvað af sér, það er bara ekki í henni. Eins og er með mig þá fæddist þessi drottning fullorðin. Og dugleg er hún. Því miður er hún orðin fullorðin og er flutt að heiman, þannig að ég gat ekki kysst hana til hamingju með daginn en sendi henni þess í stað fljúgandi koss hér í gegnum netið. Einnig er þessari drottningu minni gjörsamlega fyrirmunað að vera með símann á sér, en þegar hún er með hann þá er ansi oft slökkt á honum. Kom það mér því ekki mikið á óvart þegar ég hringdi í morgun að hún skuli ekki svara, en hún hringdi nú til baka fljótlega.
Til hamingju með 19 árið þitt hjartans Mýslan mín. Og ég hlakka mikið til að sjá þig fljótlega. Hér er svo moli sem mig langar að tileinka þér krútta og vona að þú hugsir mikið um hann á þessu ári. Gleymdu svo aldrei hversu heitt ég elska þig stelpa,
Uppspretta hamingjunnar er í hjarta þínu, ekki í umhverfinu í kringum þig.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Daglegt líf, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með daginn frænka
Mamma þín hefur valið fallegan mola handa þér!
Hrönn Sigurðardóttir, 7.2.2009 kl. 11:53
Hjartans hamingjuósk, Tína mín, með þessa fallegu stúlku þína.
Og innilega til hamingju með afmælið, Agnes!
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 12:20
Til hamingju með daginn, báðar tvær :-)
Einar Indriðason, 7.2.2009 kl. 12:31
Til hamingju með skvísuna. Knús og kossar úr sveitinni.
JEG, 7.2.2009 kl. 12:34
Til hamingju með dóttluna, yndisleg og falleg! Molann ættum við öll að tileinka okkur því hann er sannur.
Knús og kossar til þín ljúfa móðir!
www.zordis.com, 7.2.2009 kl. 12:45
Falleg eins og mamma sín.
Til hamingu með afmælið unga mær og megi framtíðin brosa við þér
Kær kveðja Tína mín
Ragnheiður , 7.2.2009 kl. 12:48
Til hamingju með þessa fallegu dóttur

Sigrún Jónsdóttir, 7.2.2009 kl. 14:00
Hæ elsku Tína mín, til hamingju með þessa fallegu dóttur. Til hamingju með 19 árin Agnes mín, þó að þú munir sjálfsagt lítið eða ekkert eftir mér því það er mjög langt síðan ég hitti þig.
Að þau verði miklu fleiri og hamingjurík.
Guðrún Helga Gísladóttir, 7.2.2009 kl. 20:21
Ég óska þér innilega til hamingju með litlu dóttur þína, hún er falleg stelpan
Moli dagsins er svo sannur 
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.2.2009 kl. 22:08
Elsku Tína, innilegar hamingjuóskir með gullfallegu dóttir þína
Ég vona að hún hafi notið afmælisdagsins sem senn er á enda !
Vona að þú hafir það sem allra best og vonandi heyri ég í þér fljótlega ! Ég hugsa daglega til þín og sendi þér allan minn styrk og þann kraft sem ég mögulega get
Þú ert einstök og sönn hetja !!
Kristín (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 23:15
Til hamingju með þessa fallegu stúlku.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.2.2009 kl. 09:42
Til hamingju með stelpuna þína - falleg stelpa.
Molinn er góður - eins og molarnir þínir eru allir
Sendi þér knús yfir heiðina og góðar kveðjur 
Sigrún Óskars, 8.2.2009 kl. 10:30
Innilega til hamingju með þessa fallegu dömu elsku Tina mín
Dísa Dóra, 8.2.2009 kl. 10:39
Hæj Tína mín.Til hamingju með stelpuna.Þú átt gullmola ef hún líkist þér
Stórt fang fyrir þig hjá mér
Solla Guðjóns, 8.2.2009 kl. 11:22
Innilega til hamingju með stelpuna þína.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 20:20
takk fyrr bloggið elsku mamma mín og til hamingju sömuleiðis ég veit það var erfitt að koma mér í heimin en ef það er eitthvað sem ég erfði frá þér þá er það þrjóskan
ég elska þig mamma
Agnes Maria (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 10:58
Til hamingju með "mýsluna" þína...... þið eruð nokkuð líkar mæðgurnar...
Fanney Björg Karlsdóttir, 9.2.2009 kl. 17:55
Mig vantaði að sjá lífsmark frá vinkonu minni henni Tínu!!!
Dauðskammast mín fyrir hvað ég er búinn að gleyma mér í pólitíkinni - en hér er ég kominn með stórt faðmlag til þín ljúfust og saknaðar- og afsökunarbros ...
Til hamingju með þessa fallegu stúlku - þó seint sé. Farðu nú að senda frá þér blogg - láta heyra í þér - þó það sé ekki nema fyrirsögn og eitt orð eins og "Hæ". Sakna þín skottið mitt ...
Tiger, 11.2.2009 kl. 00:35
Tiger, 12.2.2009 kl. 00:51
Tiger, 13.2.2009 kl. 12:37
Tiger, 14.2.2009 kl. 00:13
Verð að segja það sko - að gullkornið í þessari færslu er ekki alveg að gera sig sko - því að hamingjan sé sprottin í hjarta en ekki umhverfi ...
Þú ert nefnilega í umhverfi mínu - bloggumhverfi - og maður er nú bara ekkert hamingjusamur á meðan maður heyrir ekkert frá þér ... en sannur gullmoli - ert þú sjálf Tína mín - hafsjór af kærleika og alltof stórt hjarta í litlum viðkvæmum líkama ... so tú spík. Farðu nú að hætta þarna fyrir austan, segðu fólkinu þínu upp - og komdu til mín dúllan mín ... (okok, fjölskyldan má fylgja með - væri þess virði að sitja uppi með þau líka bara ef ég fæ svona dásamlegan gullmola í faðminn)!
Það sem ég er raunverulega að reyna að segja; Sakna þín Tína mín og hef sannarlega áhyggjur af þér! Knús og kærleiksljós í þitt hús ljúfust ...
Tiger, 15.2.2009 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.