2.3.2009 | 12:58
Hættum að dæma aðra
Það er mikið um stríð í heiminum vegna þess að stór hluti manna líkar ekki það sem nágranninn gerir. Ein þjóð þolir ekki hvað önnur gerir, trúarbragðahópar telja sína trú vera hina einu sönnu og vilja neyða sínar skoðanir upp á aðra o.s.frv. Metingur er í hávegum hafður og flest okkar teljum við okkur betri en einhver annar.
Við megum ekki gleyma því að öll búum við yfir frjálsum vilja og ber okkur að virða það að aðrir búa yfir því sama. Við erum ekki í þessum heimi til þess að vera eins og allir aðrir. Hvert okkar hefur sitt hlutverk í þessu lífi sem og takmark.
Mörg okkar erum stöðnuð í lífinu. Það er ekki fyrr en við hættum að eyða orku í að dæma aðra, gagnrýna aðra og að pæla í líferni annarra sem við komumst áfram á okkar þroskaleið, en alls ekki fyrr en þá.
Staðreyndin er sú að oftast er það þannig að það sem við gagnrýnum mest í fari annarra eru gallar sem við búum yfir sjálf. Ekki fræðilegur að við viðurkennum það, en ef við gefum okkur smátíma og hugsum þetta aðeins, þá er ég hrædd um að þetta sé sannleikanum samkvæmt. Fólk er sett á okkar leið af ástæðu. Hvort sem þetta eru vinir okkar eða ekki. Allir sem við mætum kenna okkur eitthvað. Ýmist verða þau fyrirmyndir eða sýna okkur hvernig við viljum ekki vera.
Við getum og megum ekki dæma fólk út frá því hvernig við erum sjálf. Því að með því segjumst við í raun vera betri en sá dæmdi. Í stað þess að einblína á ókosti annarra og sök, væri okkur nær að skoða hvaða lærdóm við getum dregið af viðkomanda. Notum síðan orkuna sem við hefðum annars notað í að dæma og virkjum það frekar í að læra.
Sannleikurinn er að meðan við einblínum á galla annarra, að þá komumst við hjá því að sjá hvernig við sjálf erum í raun og veru. Hafið þið spáð í að það fólk sem þið gagnrýnið mest hugsi kannski það sama um ykkur, en lætur það samt afskiptalaust, á meðan að þið kvartið og mótmælið þeirra lífi?
Lífið í ljósi...................... það er svo fallegt. Guð geymi ykkur öll.
Molinn: Vertu ætíð ögn góðviljaðri en nauðsynlegt er. - James M Barrie.
P.s Ekki halda að ég sé svona góð manneskja og hugsi alltaf svona. Ég er sjálf að læra þetta og á það svo sannarlega til að dæma aðra. En ég geri mitt besta til að breyta því og langar bara einlæglega að deila með ykkur mínum skoðunum og þið ráðið svo hvort þið tileinkið ykkur eitthvað af þessum hugrenningum mínum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Daglegt líf, Hugleiðingar, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:00 | Facebook
Athugasemdir
Moli dagsins er góður, ef allir færu eftir honum væri heimurinn betri staður að lifa í. Að setjast í dómarasæti yfir öðrum er ekki okkar hlutverk. Knús í þitt hús og sólskynskveðjur.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.3.2009 kl. 16:17
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.3.2009 kl. 16:35
Eins og alltaf kemur þú við strengi í manni sem maður telur vera vel og langt í burtu frá manni. Snertir eitthvað sem maður heldur að sé ekki til í manni - en kemur í ljós þegar maður hugsar raunsætt um það.
Auðvitað vill maður ekki viðurkenna að maður sé að dæma aðra á einn eða annan hátt - en sannarlega gerum við það samt öll bæði meðvitað og ómeðvitað - t.d. með því að hugsa um fatnað og útlit manneskju sem við mætum. Við hugsum um að hún/hann megi vel við því að fara í klippingu, vera í aðeins þéttari kanntinum eða þynnri kanntinum - eða að föt séu ljót eða ekki alveg að manns eigin smekk ..
Oft hugsar maður svona án þess að átta sig á því eða ætla það - en oftar en ekki nær maður því að hugsa um að - ok - þetta er hans/hennar smekkur og þó mér finnist þetta ekki flott - þá er það bara í lagi því ljótt væri ef allir væru eins ...
Segi eins og þú - maður er mannlegur og á það til að dæma - en ég er líka sannarlega að læra líkt og þú og mér hefur tekist það betur og betur með árunum - að skilja á milli þess sem mér finnst ekki henta mér - og þess sem hentar öðrum þó það henti mér ekki ... minn smekkur er skrítinn, og ég er næsta viss um að margir hugsa um hve undarlegur hann er þegar þeir mæta mér - en ég er löngu farinn að geta brosað þegar ég nappa mig í því að gagnrýna t.d. fatnað sem mér hugnast ekki - en er á öðrum.. en ekki mér.
Færslurnar þínar eru alltaf hressandi, fá mann til að spá í hluti og velta fyrir sér því sem maður yfirleitt leiðir hjá sér! Alltaf ljúft að kíkja á þig og lesa þig!
Knús og kram á þig elsku Tína mín og takk fyrir frábærar pælingar!
Tiger, 2.3.2009 kl. 16:42
sjúkkett ég var farin að hafa öööörlitlar áhyggjur af því hvað þú værir alltaf væn.......
Hrönn Sigurðardóttir, 2.3.2009 kl. 16:57
Þú ert óborganleg dúllan mín. Hreint frábær og eins og Tiger segir þá færðu mann til að hugsa sinn gang og hittir naglann svo skemmtilega á höfuðið. Knús mín kæra-tæra. Þú er ómissandi
JEG, 2.3.2009 kl. 17:03
Þú ert yndið mitt yngsta og besta knús á þig
Sigurlín (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 21:33
Innlitskvitt og sammála. (stutt innlitskvitt, því ... það er litlu við þetta að bæta, hvorki frá þér, né kommenterum hérna :-)
Einar Indriðason, 3.3.2009 kl. 07:58
God! Hvað þú ert eitthvað meiriháttar. Það sem þú lætur frá þér fara, er eitthvað svo satt. Og ég er innilega sammála þeim hérna fyrir framan, sem skrifa hér athugasemdirnar.
Líði þér sem best, elskan.
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 11:04
Tina mín þú ert ávalt yndi hvort sem þú ert svona mikið að hugsa eða ekki
Í búddismanum er sagt að ef eitthvað pirrar þig hvort sem það er náunginn við hlið þér eða annað í umhverfi þínu, þá er tími til kominn að líta í eigin barm og sjá hvað það er sem þú þarft að breyta.
Knús á þig og takk fyrir innlitið í dag - alltaf yndislegt að knúsa þig og kjafta
Dísa Dóra, 3.3.2009 kl. 22:05
Þörf áminnig í erli dagsins takk Tína.
Helga Aðalsteinsdóttir, 4.3.2009 kl. 18:50
Ég þarf alltaf að lesa færslurnar þínar nokkrum sinnum...og hugsa enn meira um þær.
Inga María, 4.3.2009 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.