Queen tónleikar

Hún móðir mín kom til mín á Selfoss á sunnudaginn var, þar sem við höfðum boðið henni með okkur á Queen tónleikana sem voru í gær. Dóttir mín og tengdasonur syngja í kór FSU. Við fórum 4, Mamma, Gunnar, Tengdamamma og ég. Mikið svakalega var þetta gaman. Ég missti af tónleikunum í fyrra sökum veikinda og var því enn ákveðnari en ella að fara á þá núna.

Þessi viðburður var merkilegur að fleira en einu leyti. Þetta var nefnilega í fyrsta skipti sem ég geri eitthvað svona með mömmu og líka með tengdamóður mína.

Ingó Idol hitaði upp fyrir tónleikunum og var svo skemmtilegur að það var hrikalega leiðinlegt að horfa á eftir stráknum af sviðinu. En svo tóku kórinn, Eiríkur Hauks, Hera Björk og Magni við. Þetta var einu orði sagt ÆÐISLEGT.

Ég læt hér fylgja með nokkrar myndir sem teknar voru í gærkvöldi.

 

Agnes dóttir mín

 

 

 

 

 

 

 

Tengdamamma og Gunnar. Gunnar tók myndina og skildi hún ekkert í því hvað hann væri eiginlega að gera.

 

 

 

                    

 

 

Eiríkur Hauks á sviði með kórnum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Viðar tengdasonur minn til vinstri og Gummi bróðir hans.

 

 

Að lokum eru hérna Mamma og ég.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég ætlaði svo að skoða niðurstöðurnar úr könnuninni, en þá var hún bara horfin!! Að minnsta kosti var niðurstaðan síðast þegar ég gáði, að síðan væri bara fín eins og hún hefur verið.

Hugmyndin er að hún Mamma mín verði hérna hjá mér til 25 mars, og því veit ég ekki hversu mikið ég verði á netinu. Leyfi ykkur samt að fylgjast með.

 

Eigið ljúfa helgi öll sem eitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Njóttu samvistana við mömmu þína elskan.

Knús í helgina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.3.2009 kl. 11:06

2 identicon

Sigurlín (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 11:49

3 Smámynd: JEG

Knús og kossar.  Geggjað mig langaði svoooo á þessa tónleika úfffff ...... en ekki allt hægt þegar langt er að fara.  Farðu vel með þig. 

JEG, 13.3.2009 kl. 12:08

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Feðgarnir mínir fóru einmitt á þessa tónleika og voru mjög ánægðir.

Hafðu það gott og ég sendi þér stórt knús í húsið þitt

Sigrún Óskars, 13.3.2009 kl. 17:27

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hefði viljað vera á þessum tónleikum Queen var uppáhalds hljómsveitin mín fyrir löngu síðan.  Ég elska lögin þeirra.  Gaman að sjá myndirnar sem þið tókuð...   Ég óska þér góðrar helgar

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.3.2009 kl. 00:50

6 Smámynd: Einar Indriðason

Innlitskvitt.... og minnir mig á að fara að hlusta á Queen aftur... (að vísu "best of", en samt...)

Einar Indriðason, 14.3.2009 kl. 11:40

7 Smámynd: Dísa Dóra

ohhh mig langaði einmitt svo á þessa tónleika.

Æðislegt að þú hafir drifið þig og skemmt þér svona vel   Hafðu það gott með mömmu þinni krúttan mín

Dísa Dóra, 14.3.2009 kl. 20:57

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 15.3.2009 kl. 20:18

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég veit að þetta voru stórkostlegir tónleikar.Ég er búin að sjá nokkur myndbönd frá þeim.

Dúllastu með mömmu þinni það er svo gaman.

Knús á þig og takk fyrir síðast

Solla Guðjóns, 16.3.2009 kl. 09:33

10 identicon

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 13:16

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

knús

Hólmdís Hjartardóttir, 21.3.2009 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband