Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
30.10.2008 | 09:52
Niðurstöður og smá auglýsing
Jæjaaaaaaaaa elsku hjartans dúllurassarnir mínir og hinar hrúgurnar. Þá er ég búin að flagga túttunum framan í lækni og glenna mig við annan. Niðurstöðurnar á báðum stöðunum var glæsileg og í rauninni óskiljanlegt hvers vegna ég var send áfram. Kannski til að minna mig rétt sem snöggvast á að ég er enn meðal lifenda????? Kannski til að minna mig á að þrátt fyrir allt þá gæti staðan verið verri en hún er. Þess vegna er ég í það minnsta ánægð yfir að vera einungis með heila-æxli en ekkert annað. Þannig að það er allt gott að frétta af mér.
Eins og ég tek fram í fyrirsögninni þá langar mig að auglýsa hérna smávegis. Því ekki hef ég hugmynd um hver það er sem kíkir hérna inn fyrir utan þá sem eru svo æðislegir að kvitta. Ekki misskilja mig............. mér finnst þið hin alveg hreint frábær líka. Ég veit bara ekki hver þið eruð.
Þið vitið orðið flest að við við hjónin eigum landsins flottustu herraverslunina þótt víðar væri leitað. Jájá ég veit, ég er líka hógvær og hjartalítillát. En burt séð frá því þá er þetta engu að síður staðreynd og erum við núna byrjuð að undirbúa jólin. Erum við þess vegna að fara af stað með kynningarátak á gjafabréfum verslunarinnar til einstaklinga og fyrirtækja auk þeirrar þjónustu sem boðið er upp í á kringum útfærslur, frágang, pökkun og fl. Einnig bjóðum við fyrirtækjum að keyra þetta úr fyrir þá. Það eru nánast engin takmörk fyrir því sem við erum tilbúin að gera fyrir okkar viðskiptavini. Ef þið viljið sjá bréfið sem við erum að senda út þessa dagana þá getið þið gert það með því að ýta hér
Fyrirtækið okkar heitir G.C. Einarsson ehf. Vissuð þið t.d að við værum með meira en herraverslun? Alveg datt mér það í hug að svo væri ekki. Enda ekki að undra þar sem við höfum ekki látið bera neitt sérlega mikið á því. En við erum s.s líka með umboð fyrir Jameson jakkafatamerkið og erum með fullan lager af fötum. Einnig erum við með sölu á vinnufatnaði. Þessi vinnufatnaður er að vísu hugsaður fyrir fyrirtæki eins og Kjörís, matvinnslufyrirtæki ýmiskonar, lækna, snyrtifræðinga og svoleiðis. Þess vegna bið ég ykkur um að forvitnast hjá okkur ef þetta er eitthvað sem ykkur vantar. Aldrei að vita nema við getum komið ykkur á óvart með því sem við höfum upp á að bjóða. Hér eru svo upplýsingar um símanúmer og fleira.
Svo var ég að velta fyrir mér hvernig ykkur litist á að hafa búðina opna eitthvert kvöldið fyrir ykkur sem þetta lesið. Þá myndum við bjóða upp á léttar veitingar og einhver skemmtileg tilboð. Tala nú ekki um hversu gaman gæti orðið að hittast. Hvernig litist ykkur á það? Endilega látið mig vita hérna í athugasemdakerfinu svo ég sjái hvort áhugi sé á þessu. Sum ykkar kynnuð að hugsa að þetta sé svo langt að fara og svoleiðis bull. En þið vitið alveg eins og ég að þetta er í rauninni enga stund farið. Svo geta sumir sameinast í bíl. Engar afsakanir lengur gott fólk. Við gætum þess vegna byrjað á því að fá okkur eitthvað gott að borða á hótelinu og myndi ég þá fá geggjað gott verð í svoleiðis fyrir okkur. Þetta gæti orðið hálfgerð árshátíð bloggara Ég segi nú bara svona en það gæti verið margt vitlausara. Látið endilega fylgja með hvort þið hefðuð meiri áhuga á. Með mat, eða án.
Vinsamlegast takið fram hvort þið hafið áhuga á þessu og þá hvort þið viljið borða á hótelinu eða ekki. Þið sem eruð EKKI vön að kvitta eru hjartanlega velkomin líka. Þó ekki væri nema til að sýna ykkur og sjá aðra. En það væri óneitanlega betra ef þið mynduð samt láta vita hvort þið hafið áhuga á að gera ykkur glaðan dag. Það væri þess vegna hægt að gera eitthvað meira úr þessu.
Jæja, ætla að láta þetta gott heita og lofa ykkur uppbyggilegra bloggi næst.
Molarnir eru að þessu sinni tveir. Bæði vegna þess að ég tala um tvennt hérna og svo líka vegna þess að ég var haldin valkvíða
Líf okkar getur ekki verið fullkomið án vina. - Dante.
Bíddu ekki eftir hentugu augnabliki, búðu það til sjálfur. - ókunnur höfundur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
27.10.2008 | 06:45
Hugsum meðvitað
Við sátum 3 vinkonur á laugardagskvöldinu og fórum vítt og breitt í okkar samtölum. En það var eitt sem við meðal annars ræddum um, en það er hvernig sumt fer í taugarnar á okkur sama hvað við reynum að láta það ekki gera það. Áður en við vitum af þá erum við orðin pirruð og það sem eftir lifir dags eða nætur er hreinlega orðin skapvonskunni að bráð. Niðurstaðan varð sú að við gáfum okkur ekki tíma til að hugsa meðvitað um hvernig við ætluðum að bregðast við utanaðkomandi áreiti, heldur brugðumst við bara við. Við s.s létum aðstæður ákveða það hvernig okkur liði gagnvart vissum aðstæðum í stað þess að ákveða meðvitað að þetta fengi ekki að hafa áhrif á okkur og taka þar með við stjórninni á eigin líðan. Er einhver sem þetta les, sem ekki kannast við þetta?
Ég gæti talið upp allt það sem við ræddum um hérna en læt það ógert. En ég get sagt ykkur að við fórum ansi djúpt á tímabili. En mig langar aðeins að ræða við ykkur um hugsanir.
Lítum aðeins á hugsanir eins og fræ. Hver einasta hugsun sem fær að falla inn í hugann, skjóta rótum þar, skapar sínar eigin afurðir og blómstrar fyrr eða síðar og ber svo ávöxt í formi tækifæra og kringumstæðna. Góðar hugsanir fæða af sér góðar ávextir, slæmar hugsanir - vondir ávextir.
Hugsið þið stundum hvað þið hugsið um? Lesið þessa setningu aftur og lesið hana vandlega. Þetta er engin orðaleikur.
Ég held að fæstir leiði hugann að því hvað býr í huganum og að enn færri átti sig á mátt eigin hugsana. Eins og ég sagði hér fyrir ofan "góðar hugsanir = góðir ávextir, slæmar hugsanir = vondir ávextir". Flest okkar skilja lögmálið með að sá og uppskera þegar kemur að öðrum hliðum lífsins, en klikka á því að skilja að þetta sama lögmál er jafn máttugt þegar okkar eigin hugsanir eiga í hlut.
Að mínu mati eru allt of margir þessa dagana sem hafa bókstaflega sökkt sér í ástandið í landinu og hugsa um fátt annað og örugglega ekki sérlega meðvitað, en að Davíð eigi að segja af sér, refsa eigi Bretana og draga þessa fjármálakónga til ábyrgðar. Þetta getur varla alið af sér vellíðan. En þetta gerir það aftur á móti að verkum að fólk verður pirrað, reitt, sært og hefur þar af leiðandi lítið sem ekkert pláss fyrir góðar hugsanir og sér því ekki allt sem það þó á í dag s.s fkölskyldu, góða vini, áhugamál o.s.frv. Ég veit ekki með ykkur en ég hef margt betra við tímann að gera en að pirrast yfir þessu.
Ef þið hafið aldrei þjálfað ykkur í "að hugsa meðvitað", þá mana ég ykkur til að fylgjast vel með hugsunum ykkar í dag og hugsa meðvitað. Ef þið skiljið mátt hugsana á líf ykkar, þá hættið þið, þegar upp er staðið, að vera hissa á því hvar þið eruð stödd í lífinu í dag, hvort sem staðan er góð eða slæm.
Því meira sem þið hugsið um skort, slæma tíma og svo framvegis, því verra verða ykkar aðstæður. Á móti kemur að því meira sem þið hugsið um góðæri, allsnægtir, og velgengni, því meiri líkur á að þið færið einmitt þetta inn í ykkar líf.
Ætla að láta þetta gott heita í bili kæru vinir, en bið ykkur að lokum að gefa ykkur smá tíma til að hugsa þetta. Ákveðið síðan að hafa það alveg truflaðslega gott í dag.
Molinn að þessu sinni ætti því ekki að koma ykkur á óvart: Hugsanir eru voldugri en sterk hönd. - Sófókles
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 06:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
24.10.2008 | 11:08
Full swing
Eins og ég sagði ykkur frá þá fór ég í svona stimulation test í fyrradag. Ég verð að vísu að leiðrétta tilganginn með testinu, en það var s.s ekki til að kanna hvaðan kortisólið kemur, heldur til að kanna hvernig ég brygðist við svokallaðri kortisólframleiðsluskipun (geggjað orð í hengimann).
Prófið fór þannig fram að það var dregið úr mér blóð til að kanna þáverandi kortisólmagn, ég síðan sprautuð með einhverju ógeði, blóð aftur dregið hálftíma eftir það og síðan aftur hálftíma síðar. Vonir voru bundnar við að magnið yrði komið í 500 eftir klukkutímann en ég fór í 519!!!! Þetta þýðir að framleiðslan hjá mér er farin í full swing gott fólk. Tóm hamingja með það á mínum bæ.
Læknirinn minn varð reyndar að toga mig aðeins niður á jörðina og benti mér á að mér væri ekki batnað þó þetta væri óneitanlega stórt skref og stærra en búist var við. Ég mun alltaf þurfa að hafa á mér kortisóltöflur og ég mun alltaf finna til skorteinkenna. Blóðið var bara orðið vant því að fá gríðarlegt magn af þessu og virkar þetta eiginlega svona eins og innra minni í tölvu......... þurrkast aldrei út. Ef ég fæ kvef eða eitthvað, þá verð ég að taka töflu. Sama er ef skorteinkennin eru slæm.
Nú er bara að halda áfram að fylgjast með æxlinu í efra. En ég hitti sérfræðinginn næst 11 nóv.
Þegar ég gerði mér grein fyrir að ég gæti smátt og smátt notað gömlu fötin mín aftur, þá lét ég það verða mitt fyrsta verk að hringja á hárgreiðslustofu og panta tíma í yfirhalningu! Ég fer núna kl hálftólf. Shit hvað ég hlakka til.
Hún Kolla mín sagði við mig í gær að ég hefði hreinlega geislað þegar hún sá mig um daginn. Enda er það alveg rétt hjá henni. Það er svo gaman hjá mér að ég sver það koma sólargeislar út úr rassinum á mér.
Góða helgi elskurnar mínar og munið að njóta lífsins.
Helgarmolinn: Lífið er of stutt til þess að maður sé með smámunasemi. - Benjamin Disraeli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
22.10.2008 | 15:43
Ohhhh það er svo gaman
Alveg getur maður nú glaðst yfir ótrúlegustu hlutum. En á ég að segja ykkur svolítið? Viljið þið vita það? Ha?
Ok ok, úr því þið setjið svona svakalegan þrýsting á mig þá skal ég segja ykkur. Sko........... einn af aðaleinkennum sjúkdómsins er að maður fitnar mikið um sig miðjan og í andlitinu, svo fær maður alveg afskaplega mikinn bjúg á höndum og fótum. Þegar ég veiktist þá var ég 58 kg og var komin í 74 kg í sumar.
En þá að kjarna málsins..................... í morgun komst ég í gallabuxur sem ég hef ekki geta notað í MARGA mánuði. Einnig gat ég rennt upp stígvélunum ALLA leið (hef bara geta rennt hálfa undanfarna mánuði) og Gunnar minn heittelskaði benti mér á að æðarnar á ristarnar væru aftur farnar að sjást!!!!!
Ég er búin að vera hlæjandi, trallandi, hoppandi og syngjandi síðan ég klæddi mig í morgun. Það stefnir allt í að setningin "í kjólinn fyrir jólin" eigi við mig krúttin mín. Og ekki er ég nú í neinni megrun.
Og Gunnar toppaði svo morguninn þegar hann horfði á þessi læti í mér í morgun og sagði svo við mig "mikið ofboðslega er nú gaman að sjá hana gömlu Tínu mína aftur"
Mér er ekki batnað og á raunar langt í land ennþá.................... en mikið svakalega er nú gaman að vera ég þrátt fyrir allt.
Lífsgleðiknús á línuna.
Molinn: Munið að það þarf lítið til að skapa hamingjuríkt líf. - Marcus Aurelius
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
21.10.2008 | 14:30
Tína........................... douze point.
LOKSINS gleðifréttir.
Þið munið að ég sagði ykkur frá því að ég hefði farið á mótþróaskeið og hætt að taka inn lyfin mín í þeirri viðleitni að neyða kortísól framleiðsluna í gang er það ekki????
Well kæru vinir................................... ÞAÐ TÓKST!!!!!
Ég fór s.s í blóðprufu í gærmorgun og þá kom í ljós að ég væri farin að framleiða. Að vísu í litlu magni......... en HALLÓ framleiðsla er framleiðsla....... ekki satt?
Sérfræðingurinn minn hringdi í mig í dag alveg kampakát með niðurstöðuna og fannst þetta í rauninni stórmerkilegt. Hún sagði að hún myndi ekki mæla með þessari aðferð við neinn en stundum væri bara ekki annað hægt. Jú ég neita því ekki að þessar rúmu 2 vikur hafi verið ansi erfiðar, en ég vissi allan tímann að þetta yrði allt annað en auðvelt. Mergurinn málsins er sá að ÞETTA TÓKST *doingthecrazydance*
Nú á ég að fara á morgun á sjúkrahúsið í bænum þar sem framkvæmd verður svokallað stimulation test og á þá að kanna hvaðan kortisólið kemur og ganga úr skugga um að það sé ekki heilaæxlið sem er farið að framleiða. Ég vona að ég hafi að minnsta kosti skilið þetta rétt.
Mig langaði bara svo óskaplega mikið til að deila þessum æðislegu fréttum með ykkur. Sérstaklega þegar að er gáð að þið hafið staðið með mér í þessu.
HAPPY kossar á línuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
21.10.2008 | 08:45
Börnin mín.
Gunnar minn er í svona karlaklúbbi sem samanstendur af eintómum húmoristum og strákarnir eru hver öðrum fyndnari. Á laugardagskvöldinu var þessi hópur með svokallað formannspartý sem er árlegur viðburður og er þá mökum boðið með. Ég fór ekki með að þessu sinni af kunnum ástæðum, þannig að við Kristján vorum bara 2 heima. Við áttum afskaplega rólega og notalega kvöldstund og ég verð að viðurkenna að það er allt of langt síðan við höfum verið svona 2.
Þegar kominn var háttatími (allavega hjá mér) þá fór ég inn á bað til að bursta tennurnar. Ég leit á sjálfa mig í spegli og hrökk þá upp úr mér "úfffff hvað ég er orðin ljót". Kristján sem þá einmitt labbaði framhjá, heyrði þetta, kom inn og tók utan um mig um leið og hann sagði "Nei mamma mín, þú ert sko ekkert ljót.................. þú ert bara orðin gömul" . Sko.......... ef börnum manns tekst ekki að koma manni upp á hærra plan þá veit ég ekki hver gæti það. En ég gat svo sannarlega ekki annað en skellihlegið.
En þá eru hérna smá fréttir af sjómanninum. Naglinn minn hann Leifur varð alveg hrottalega sjóveikur og það nánast strax. Fyrstu nóttina eyddi hann á klósettinu og þá næstu var hann bara í matsalnum. Kojan hans var nefnilega fram í stefni og tók minn maður það ekki í mál að leggja sig þar, þvi öldugangurinn ku víst að vera mestur þar. Hann er nú reyndar allur að koma til. Þeir urðu samt að leita vars í Vestmannaeyjum snemma í gærmorgun og þegar Leifur hringdi aftur í mig í gærkvöldi, þá stefndu þeir að því að fara aftur út um miðnætti.
Þessa mynd tók Leifur af sjálfum sér þegar sólarhringur er liðinn af sjómennskunni. Ég vil minna ykkur á að þessi drengur er undir öðrum kringumstæðum afspyrnu fallegur. Hann sendi mér þessa mynd í gær og ég sprakk úr hlátri þegar ég sá hana. Sem betur fer hefur hann mikinn húmor fyrir sjálfum sér og tók bara þátt í vitleysunni þegar ég spurði hvað hann væri tilbúin að borga svo ég birti þessa mynd EKKI á blogginu. Eins og þið sjáið þá er drengurinn með eindæmum nískur . Hehehe nei nei svarið sem ég fékk hljómaði reyndar svona eftir að hann var búin að hlæja slatta "Veistu mamma........ þú skalt bara birta hana og látum hana verða öðrum víti til varnaðar svo þeir fari ekki líka út í þessa vitleysu" ÖÖÖÖÖ ok!!!! Here we go.
Að öllum líkindum kemur hann heim í dag þessi elska en í síðasta lagi á morgun. En mikið svakalega fannst honum fyndið að komast að því þegar hann steig á fast land, að hann væri með sjóriðu á háu stigi. Að vísu fannst honum þetta ekki alveg jafn fyndið þegar dagur var að kvöldi kominn og hann enn eins og ........ já, þið vitið hvað ég meina.
Agnes dóttir mín er í kór Fsu og ætlar kórinn að vera með tónleika í Selfosskirkju í kvöld. Ég er alveg ákveðin í að mæta og er það ekki nema dauðinn sjálfur sem gæti stoppað mig. Tónleikarnir byrja kl 20:30 og er aðgangur ókeypis. Látið endilega sjá ykkur ef þið hafið ekkert annað betra að gera, þið sem það getið. Þessi kór er alveg magnaður og tárast ég alltaf þegar ég heyri hann syngja.
Hafið það gott í dag dúllurassarnir mínir. Ég er alveg klár á því að þessi dagur eigi eftir að vera hreint frábær bæði hjá mér og ykkur.
Molinn: Börn efast stundum um skynsemi föðurins en aldrei um hjarta móðurinnar. - Adolphe Monod
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
20.10.2008 | 07:06
Aðeins að monta mig
Í gær fór fram norðurlandamótið í fitness í Háskólabíó. Ég var varla með rænu í gær og fór því ekki að horfa á tvíburasystur mína hana Önnu Bellu sem var að keppa. En þar sem ég er oft ansi heppin þá rankaði ég við mér rétt tímanlega til að sjá henni bregða fyrir í sjónvarpsfréttunum. Mikið ofboðslega er hún falleg stelpan!! Ég átta mig alveg á að hverjum þykir sinn fugl fagur........ en common..... þið verður eiginlega að viðurkenna að hún er gorgíous. Mynduð þið trúa því að þessi elska var einu sinni feit? Ég segi það satt. En svo uppgötvaði hún líkamsræktina og gjörbreytti um lífsstíl. Hún fór ekki í einhverja brjálaði mergrunarkúra eða neitt svoleiðis. Hún bara sneri blaðsíðunni algjörlega við.
En eins og titillinn á færslunni ber með sér að þá er þetta svona mont blogg, vegna þess að þessi elska lenti í 4 sæti. Ég er alveg hrikalega stolt af henni. Sérstaklega þegar að er gáð að Anna Bella er búin að vera með berkjubólgu og svoleiðis vesen meira og minna síðasta mánuðinn og var undirbúningurinn því allt annað en auðveldur.
Þessi mynd var tekin af henni í gærkvöldi. Þannig að þið sjáið hvað ég á við. Ef þið sem þetta lesið vantar einhvern tímann alvöru einkaþjálfara, þá mæli ég eindregið með henni. Hún þjálfar í World Class og er með eindæmum ósérhlífin. Ef þið viljið sjá árangur........... þá er hún leið að lausninni.
Til hamingju með árangurinn elsku hjartans tvíbakan mín.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
17.10.2008 | 18:29
Smá viðbót við síðustu færslu.
Sérfræðingurinn minn hringdi í Gunnar í dag og sagði hann henni hvað ég hefði gert. Hann bjóst við skömmum frá henni en því fór fjarri. Í rauninni fannst henni stórmerkilegt að ég skyldi ná að halda svona lengi út og er hún að velta fyrir sér hvort ég sé jafnvel farin að framleiða kortisól sjálf en í litlum mæli. Ég tók inn lyfin mín í gær og gerði það líka í dag, en hún bað um að ég hætti því aftur og færi svo í mælingu á mánudaginn. Einnig sagði hún að hún yrði á vaktinni alla helgina og bað hún Gunnar um að hringja strax í sig ef ég yrði svona slæm eins og í gær. Er enn mjög lág en ekki alveg jafn máttfarin.
Ég vildi bara leyfa ykkur að fylgjast með þar sem ég tók eftir í athugasemdum frá ykkur að þið hafi þó nokkrar áhyggjur af mér. Knús á ykkur og djúpar þakkir fyrir að láta ykkur ekki standa á sama.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
17.10.2008 | 07:31
Hitt og þetta, héðan og þaðan.
Leifur Ingi fékk loksins kallið í gær . Það var hringt í hann rétt fyrir kl 6 í gærkvöldi frá bátnum Arnarberg sem gerir út frá Þorlákshöfn og hann spurður hvort hann vildi fara í einn túr. Hverskonar spurning er þetta eiginlega??? Taskan hans er búin að vera tilbúin í meira en mánuð og var það spenntur maður sem Gunnar keyrði til Þorlákshafnar. Misjafnt er hversu langir túrarnir eru en eru allt upp í 6 daga langir.
Emma vinkona hans Leifs kom hingað í heimsókn með 3 mánaða dóttur sína í gær. Og svo ég grípi nú til orða Jennýjar Önnu þá fékk ég vægt krúttkast við að fá litlu drottninguna í fangið. Eins og þið sjáið þá er þetta alveg gullfalleg stelpa og var Leifi tíðrætt um hversu gott henni fyndist að nudda sig upp við skeggbroddana hans. Hann fékk svo að skipta á henni og taldi það sko ekkert eftir sér þó sú litla hefði verið dugleg við að gera nr 2. Ég var ekkert að skipta mér af þessu þó svo að þetta hafi verið hálfklunnalegt hjá stráknum, enda í fyrsta skipti. Ég fylgdist bara með álengdar og hafði gaman af. Enda var mamman þarna ef hann þyrfti einhverja hjálp. En hreint fékk litla stelpan á bossann og það er jú það sem til var ætlast. Hérna er svo mynd af þeim sem var tekin á símanum hans Leifs.
Gærdagurinn var svo einn af þeim erfiðari sem fólkið mitt í kringum mig hefur upplifað hvað mig varðar held ég. Blóðþrýstingurinn fór niður fyrir öll velsæmismörk (105/45). Þetta er líka í fyrsta skipti sem ég heyri elskuna mína hana Sigurlín blóta. En það gerði hún þegar hún leit við í kaffi og sá mig. Hún sagði mér svo að ég hefði hrætt úr henni líftóruna. Ég skildi ekki alveg þessi læti sem upphófust í kringum mig, því það eina sem ég vildi var að sofa. Mér leið nefnilega ekkert illa. Jújú mér leið hálf furðulega og var frekar máttlaus en mér leið að öðru leyti ekkert voðalega illa. Sigurlín og Gunnar tóku við öllum ráðum og tróð hún upp í mig kortisól og gekk síðan úr skugga um að ég hefði kyngt. Einnig mældi hún reglulega þrýstinginn og lét Gunnar vita. Svo þegar hún varð að fara, þá vakti hún Leif sem tók grafalvarlegur við af henni. Hann mældi reglulega og lét Gunnar vita sem síðan sagði honum hvað hann þyrfti að gera. Mér tókst svo að taka mig saman í andlitinu meðan Emma var hérna, en ég skal fúslega viðurkenna að ég var gjörsamlega búin á því þegar hún fór. Ég er enn mjög lág en samt betri en í gær. Sjáum svo bara til hvað dagurinn ber með sér. Við erum 2x búin að skilja eftir skilaboð (mánudag og í gær) til sérfræðings minns um að hringja en hún hefur ekki enn gert það. Kannski hringir hún í dag.
En ég vona að ég fari nú að lagast því yndislega tvíbakan mín hún Anna Bella er að keppa á norðurlandamóti í fitness á sunnudaginn og verður það haldið í Háskólabíó. Guð einn veit að ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að komast.
Að lokum vil ég þakka Unni Sólrúnu (dropinn.blog.is) fyrir að semja svona falleg ljóð eins og þetta sem ég fékk sent og deildi með ykkur. Í póstinum stóð að höfundur væri ókunnur en nú er ég búin að fá það leiðrétt og skrifa nafnið hennar undir ljóðið í færslunni. Hún bað um að það yrði gert og finnst mér það meira en sjálfsagt. Enda eiga svona skáld alla athygli skilda. Þakka þér fyrir Unnur.
Góða helgi og innilegt knús á ykkur elsku vinir sem og þeir sem kíkja hérna við en kvitta ekki *hnusss*.
Helgarmolinn hljómar svona: Sá sem fremur kýs að brosa en reiðast ber ætíð sigur úr bitum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
15.10.2008 | 21:56
Niðurstaða úr rannsókn 1 af 3
Jæja hunanghrúgurnar mínar. Þá er fyrsta rannsóknin búin ef rannsókn skyldi kalla.
Við Gunnar fórum s.s í morgun og leghálsinn var skoðaður. Allt í allt var ég í 3 mínútur þarna inni og var niðurstaðan sú að ekkert væri að. Sem er gott..... þannig séð. Við Gunnar erum bara ekki sannfærð eftir þessa skoðun vegna þess að við fengum engar skýringar á stækkun legsins, blæðingunum eða verkjunum og yfirhöfuð ástæðurnar fyrir því að ég var send í nánari skoðun. Við Gunnar vorum eitthvað alveg furðulega tóm eftir þetta. Ekki misskilja mig......... ég vona svo sannarlega að allt sé í lagi. En þegar maður er búin að vera svona í langan tíma, fer síðan í skoðun og manni er sagt að fara í nánari athugun sem tekur þrefalt styttri tíma en fyrri skoðunin tók, fáum engar skýringar eða neitt......... þá bara líður manni eins og asni.
Eftir þetta ákváðum við að ég myndi fara til minn kvensjúkdómalæknis til margra ára. Hann hringdi svo í mig í dag og sagði ég honum frá málavöxtu og var hann sammála því að ég myndi kíkja til hans. Hann á sónarmyndir frá því í apríl í fyrra og getur þá betur gert samanburð. Fyrst þá verð ég sátt við niðurstöðuna. Það góða við hann er líka að maðurinn talar íslensku þannig að ég skil hvað hann er að segja. Ég fer og hitti hann miðvikudaginn 29 okt.
Hnúturinn í brjóstinu er næst á dagskrá eða 27 október nánar tiltekið. Sjáum hvað setur. Annars líður mér ekkert sérstaklega vel þessa dagana en kortisólskortur er farin að segja alvarlega til sín. Ástæðan er einföld. Ég hætti að taka inn lyfin mín í síðustu viku . Eftir að sérfræðingurinn minn gaf mig svona upp á bátinn þá fór ég hreinlega í mótþróa. Ég sagði við Gunnar að úr því hún væri hætt við að sjokkera nýrnahettuna, þá myndi ég gera þetta sjálf en til þess þyrfti ég að fara erfiðu leiðina og það er með því að hætta að taka inn lyfin. Með því vona ég að nýrnahettan átti sig á því að hún fær ekki lengur utanaðkomandi kortisól og drullist til þess að fara að framleiða þetta sjálf. Ég veit þetta hljómar ekki vel og það er líklega alveg rétt, en eitthvað verð ég að gera. Ég er alltaf með lyfin á mér til öryggis, þannig að núna vona ég bara það besta og bíð eftir að þetta takist.
Annars hitti ég eina yndislega vinkonu (Sammy) á laugardaginn var og fékk að sjá eitthvað sem ég hélt ég myndi aldrei sjá í nútímasamfélagi. En það er teppalagt eldhús!!! Ég er ekki að grínast. Sammy og hennar fjölskylda urða að flytja í þessa íbúð meðan viðgerð eftir jarðskjálftann stendur yfir á þeirra húsi. Hún kallar íbúðina sína Teppaland Að sjá teppalagt eldhús er eitt en að sjá þetta í tiltölulega nýrri íbúð er svo sannarlega annað.
Svo var Dísa Dóra mín elskuleg svo frábær að standa fyrir bloggvinahitting í gær til að stytta mér biðina. Mikið ofboðslega þótti mér nú vænt um þetta framtak hennar. En við hittumst s.s 5 tjellingar á Kaffi Krús og bulluðum út í eitt eins og konum einum er lagið. Þar voru mættar Hrönn, Dísa Dóra, Solla, Ásdís og undirrituð. Þarna var sko mikið gaman og mikið fjör. Ætli það sé ekki þess vegna sem Solla mín segir að ég sé fjörkálfur í athugasemd sinni við síðustu bloggfærslu?????
Molinn: Bestu og fegurstu hlutir veraldar er ekki hægt að sjá eða snerta........ heldur finnum við fyrir þeim í hjörtum okkar. Helen Keller.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)