Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
20.6.2008 | 07:00
Koma svooooooooooo
EF þú hefur ekki hugmynd um hvað þú ætlar að gera um helgina, þá veit ég um eitt sem getur haldið þér og þínum uppteknum í smá tíma á laugardaginn í það minnsta
Við hjónin eigum Herraverslunina Blaze á Selfossi og erum jafnframt styrktaraðilar Knattspyrnudeildar Umf. Selfoss. Þessi deild er búin að gera svakalega góða hluti og langar okkur því að blása til leiks og styrkja þá enn betur með hjálp frá ykkur.
Laugardagurinn 21. júní verður bæði skemmtilegur og sérstakur í Blaze að því leyti að 20% af sölu dagsins mun renna beint til knattspyrnudeildar Umf. Selfoss. Þú verslar fatnað eða gjafabréf eins og venjulega, en um leið ert þú að styrkja íþróttastarfið svo um munar. Þetta finnst okkur skemmtileg leið til að sýna stuðning í verki og sýna deildinni á Selfossi hversu sterkt bakland hún hefur. Verslunin verður opin kl. 10-18 og heitt á könnunni. Láttu þetta endilega berast áfram.
Þú getur líka styrkt önnur góð málefni á jafn einfaldan máta og skemmt þér meira að segja þokkalega í leiðinni með okkar aðstoð ef þú vilt, en þú getur lesið meira um það hér . Að gefnu tilefni vil ég samt taka fram að þó þetta sé herraverslun þá geta konur líka nýtt sér þetta.
Hér er svo moli dagsins rúsínurnar mínar: Engin gleði jafnast á við það að starfa öðrum til heilla.
Gangið svo glöð inn í helgina með sól í hjarta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)