Færsluflokkur: Íþróttir

Aðeins að monta mig

Í gær fór fram norðurlandamótið í fitness í Háskólabíó. Ég var varla með rænu í gær og fór því ekki að horfa á tvíburasystur mína hana Önnu Bellu sem var að keppa. En þar sem ég er oft ansi heppin þá rankaði ég við mér rétt tímanlega til að sjá henni bregða fyrir í sjónvarpsfréttunum. Mikið ofboðslega er hún falleg stelpan!! Ég átta mig alveg á að hverjum þykir sinn fugl fagur........ en common..... þið verður eiginlega að viðurkenna að hún er gorgíous. Mynduð þið trúa því að þessi elska var einu sinni feit? Ég segi það satt. En svo uppgötvaði hún líkamsræktina og gjörbreytti um lífsstíl. Hún fór ekki í einhverja brjálaði mergrunarkúra eða neitt svoleiðis. Hún bara sneri blaðsíðunni algjörlega við.

En eins og titillinn á færslunni ber með sér að þá er þetta svona mont blogg, vegna þess að þessi elska lenti í 4 sæti. Ég er alveg hrikalega stolt af henni. Sérstaklega þegar að er gáð að Anna Bella er búin að vera með berkjubólgu og svoleiðis vesen meira og minna síðasta mánuðinn og var undirbúningurinn því allt annað en auðveldur.

Anna Bella

 

Þessi mynd var tekin af henni í gærkvöldi. Þannig að þið sjáið hvað ég á við. Ef þið sem þetta lesið vantar einhvern tímann alvöru einkaþjálfara, þá mæli ég eindregið með henni. Hún þjálfar í World Class og er með eindæmum ósérhlífin. Ef þið viljið sjá árangur........... þá er hún leið að lausninni.

Til hamingju með árangurinn elsku hjartans tvíbakan mín.  

 


Koma svooooooooooo

EF þú hefur ekki hugmynd um hvað þú ætlar að gera um helgina, þá veit ég um eitt sem getur haldið þér og þínum uppteknum í smá tíma á laugardaginn í það  minnsta Cool

Við hjónin eigum Herraverslunina Blaze á Selfossi og erum jafnframt styrktaraðilar Knattspyrnudeildar Umf. Selfoss. Þessi deild er búin að gera svakalega góða hluti og langar okkur því að blása til leiks og styrkja þá enn betur með hjálp frá ykkur.

Laugardagurinn 21. júní verður bæði skemmtilegur og sérstakur í Blaze að því leyti að 20% af sölu dagsins mun renna beint til knattspyrnudeildar Umf. Selfoss. Þú verslar fatnað eða gjafabréf eins og venjulega, en um leið ert þú að styrkja íþróttastarfið svo um munar. Þetta finnst okkur skemmtileg leið til að sýna stuðning í verki og sýna deildinni á Selfossi hversu sterkt bakland hún hefur. Verslunin verður opin kl. 10-18 og heitt á könnunni. Láttu þetta endilega berast áfram.

Þú getur líka styrkt önnur góð málefni á jafn einfaldan máta og skemmt þér meira að segja þokkalega í leiðinni með okkar aðstoð ef þú vilt, en þú getur lesið meira um það hér . Að gefnu tilefni vil ég samt taka fram að þó þetta sé herraverslun þá geta konur líka nýtt sér þetta. 

Hér er svo moli dagsins rúsínurnar mínar: Engin gleði jafnast á við það að starfa öðrum til heilla.

Gangið svo glöð inn í helgina með sól í hjarta.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband