Hverju á maður að trúa?

Svei mér ef það fari ekki bara best á því að maður hætti að fylgjast með þessum fréttum um mögulega jarðskjálfta/eftirskjálfta hérna heima. Mér finnst eins og þessir spekingar tali út og suður. Sumir segja að það eigi alveg örugglega eftir að koma fleiri stórir á bilinu 4-5, en svo segja aðrir að þetta sé nú allt að verða búið og í mesta lagi von á eftirskjálftum af stærðinni 2-2,5! Hvort er rétt???

Eitt get ég sagt ykkur...................... svona fréttaflutningur fer meira í skapið á mér en tilhugsunin um hvernig húsið mitt og fleira fór við stóra skjálftannAngry.

Á maður að fara eða vera? Á maður að taka til eða ekki? Ofan á áfallið sem hlaust af þessu bætist við nagandi óvissa. Og sú tilfinning er engu betri. Ég átta mig alveg á því að ekki er hægt að segja með vissu hvað framundan er þegar kemur að jarðhræringum, en getur þetta fólk sem flokkast sem sérfræðingar á þessu sviði ekki í það minnsta verið sammála um hvað þau ætla að segja fólki?

Ef þið vitið eitthvað meira en ég þá hvet ég ykkur endilega til að commenta hérna og deila því með mér. Því ég er að fríka út á þessu. Kannski er sjokkið bara rétt að koma fram hjá mér núna.

Lofa ykkur að vera betri í skapinu í næstu færslu Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Jámm nú ertu komin með einn upp á 4,5 sem er nú alveg slatti, ekki ætla ég að spá um neitt....en eitthvað segir mér að þetta sé ekki alveg búið.  Hafið það gott í bústaðnum þrátt fyrir allt, það er hvort sem er ekkert hægt að gera, það gerist ef það gerist. knús í klessu

Guðrún Helga Gísladóttir, 2.6.2008 kl. 19:42

2 Smámynd: Gunna-Polly

elsku kerlingin mín !! ´ég kem og knúsa þig bráðum fer í frí eftir viku og lofa að láta það loksins gerast að koma austur

Gunna-Polly, 2.6.2008 kl. 20:35

3 Smámynd: Tína

Guðrún: Ég er með þessa sömu tilfinningu og þú að þetta sé ekki alveg búið. Skjálftarnir eru líka svo svakalega dreifðir. Þeir eru einhvern veginn úti um allt. Þannig að erfitt er að segja til um hvort um nýjan skjálfta sé að ræða eða svokallaðan eftirskjálfta. En einhvern veginn líður mér ekki lengur vel hérna uppi í bústað og langar að vera heima hjá mér núna. Hann Gunnar minn skilur ekkert í mér þessi elska enda ekki nema von................ varla að ég skilji þetta sjálf,

Gunna: Mikið svakalega væri nú gaman að sjá þig loksins hérna fyrir austan elsku hjartans vinkona. Enda komin 5 1/2 ár síðan við hjónin fluttum!! Endilega líttu við í kaffi því þú ert sko ávallt velkomin krútta.

Tína, 2.6.2008 kl. 21:25

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er alveg viss um það að fleiri stórir skjálftar eigi eftir að koma allavega 2 yfir 5 á richter.  Svo eftir það fer allt að róast, mig dreymdi það í vor. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.6.2008 kl. 01:07

5 Smámynd: Tína

Ég fyrir mína parta hef tekið þá meðvituðu ákvörðun að taka meira mark á þér Jóna mín og þínum draumum en þessum &%$&% (afsakið orðbragðið en lesist "sérfræðingar") sem tjá sig í fjölmiðlum. Ég er viss um að mig hafi dreymt fyrir stóra skjálftann 2 dögum áður en hann kom, en ég skildi hann ekki þá. Og þegar ég hugsa um hann þá er ég nokkuð viss um að sami draumurinn hafi sagt til um fjölda "stórra" skjálfta. Ég bara get því miður ómögulega munað hversu margir þeir áttu að vera.

Tína, 3.6.2008 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband