3.6.2008 | 08:05
Bíddu........ átti þetta ekki að vera nánast búið?
Hér er smá beiðni lögð fram í fyllstu einlægni til þessara jarðfræðinga sem tjá sig um framhaldið í fjölmiðlum: Vinsamlegast samræmið ykkar skoðunum og sleppið því að draga úr frekar en hitt. Eins og þið sjáið í síðustu færslunni hjá mér þá snöggreiddist ég eftir að hafa hlustað á hádegisfréttirnar en svo ákvað ég að taka nú hausinn út úr rassgatinu og sleppa þessari skapvonsku og trúa bara því besta. En hvað gerðist svo nokkrum tímum seinna? Eftir þann skjálfta þá gat ég hreinlega ekki meir, settist bara niður og grét út í eitt. Var reyndar ekki viss um afhverju ég væri að gráta........ ég bara grét.
Lögreglan talar um að ekki hafi borist neinar tilkynningar um frekari skemmdir sem er gott að heyra. Persónulega hef ég ekki enn þorað heim (en ég bý á Selfossi eins og áður hefur komið fram) til að kanna hvort eitthvað meira hafi skemmst. Að vísu held ég að ég gæti ómögulega sagt til um það hvaða skemmdir eru eftir hvaða skjálfta. Svona ef ég á að vera fullkomlega honest
Eftir skjálftann á fimmtudaginn þá virtist eingöngu innbúið hafa eyðilagst. Á föstudaginn sá ég að sprunga hefði myndast í gólfið eftir endilöngu húsinu. Á laugardaginn var ég farin að sjá enn meiri sprungur um alla veggi sem stækkuðu að því er virtist endalaust. En svo var mér allri lokið á sunnudaginn þegar ég tók eftir því að panelklætt loftið í forstofunni var farið að gliðna ískyggilega. Hef ekki farið heim síðan þannig að ég veit ekki hvernig ástandið er þar núna. Vonum bara það besta. Svo er maður ofan á allt annað að heyra sögur um bíræfna þjófa sem ganga um ruplandi og rænandi! Hvað er eiginlega að fólki??
Ég veit ég lofaði í síðustu færslu að vera hressari í skapinu næst þegar ég bloggaði. But my Mojo verður bara að bíða betri tíma people.
Guð geymi ykkur öll og þökkum í það minnsta fyrir að fólk hefur sloppið óskaddað hingað til.
Snarpur kippur á Hellisheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er sko alveg búin að fá nóg af þessu skjálftum. Vona svo sannarlega að þetta sé að verða búið í bili. Það bíða ykkar stór verkefni heima fyrir sé ég, allt í klessu.
Sjáumst og passaðu vel upp á sálin þína.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 21:00
legg ég svo og og mæli um að þessir skjálftafjandar hætti núna!!
Gunna-Polly, 3.6.2008 kl. 22:55
Aðalatriðið er að fólk er heilt!!! Hitt má bæta. Og sammála Ásdísi passa upp á sálartetrið....fá hjálp ef þörf er á. Vona að þú fáir svefnfrið...ég held að þetta sé að verða búið hjá ykkur
Hólmdís Hjartardóttir, 3.6.2008 kl. 23:38
Það er gott hjá þér að vera annarsstaðan en heima, láttu meta húsið áður en þú kemur heim. Öryggið er alltaf fyrir öllu. Ef þér finnst að öryggi ykkar sé ekki alveg 100% Ekki fara heim. Svo á að vera dugleg og sækja áfallahjálpina, fyrir alla fjölskylduna þína.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.6.2008 kl. 01:55
Jón: "Jarðskjálftar gætu orðið stærri á nálægum svæðum, þá Henglinu, Skálafelli osfrv" Fyrirgefðu ef ég spyr eins og asni krúttið mitt.................... en þegar þú segir stærri , hversu stóra má þá búast við og er þetta eitthvað sem getur brostið á fljótlega eða erum við að tala um til lengri tíma litið????????
Tína, 6.6.2008 kl. 07:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.