Annað augað vísar í austur en hitt í vestur

Sko.................... þið megið ekki vera neitt voðalega hrædd eða áhyggjufull, en ég er ekki að grínast þegar ég segi ykkur að ég lít út eins og á myndinni hérna! Og meira að segja textinn sem á myndinni er passar fullkomlega við ástandið.  RangeygðÁstæðan er að ég er búin að vera bókstaflega í ALLAN dag að gera svokallaða tjónaskýrslu fyrir þessar elskur sem ég er enn að bíða eftir frá tryggingafélaginu. Mín ákvað s.s að vanda til verka og gera þetta almennilega. Ekkert slor á þessum bæ get ég sagt ykkur. Hlýt á fá + í kladdann fyrir viðleitni í það minnsta. Ég er búin að sitja hérna fyrir framan tölvuna og skrásetja í excel (ógó flott) allt sem ég missti. Ég var nú löngu búin að finna út að ég hefði misst mikið en HALLÓ!! Hefði helst þurft eins og 2 aukahendur (sem mér finnst persónulega ekki sérlega gróf krafa ef þið spyrjið mig) 2 hendur á lyklaborðið, ein fyrir símann og svo hina fyrir kaffið sem ég drakk ótæpilega í þeirri viðleitni að halda mér vakandi yfir þessu. En nú er ég búin elskurnar mínar, eða í það minnsta með það sem ég gat. Mér skilst að þessar rúsinur hjá tryggingafélaginu séu með stöðluð verð fyrir ísskápa, þvottavélar og þess háttar og ætla ég glöð að láta þeim eftir að finna út úr því.

Þetta bloggstand á mér er strax búið að gefa mér mikið og alveg merkilegt hvað þetta gerir hjartanu mikið gott að fá smá útrás hérna. Ætli það sé ekki aðallega vegna þess að ég hef ofboðslega mikla þörf fyrir að tala, en þar sem ég á slatta mikið af börnum að þá kemst ég aldrei að? Pæling. Einnig vil ég grípa tækifærið og þakka ykkur öllum fyrir að gefa ykkur tíma til að kíkja á þetta bull hjá mér og ekki finnst mér leiðinlegt þegar ég sé kommenta birtast frá ykkur líka.

En sérstakar þakkir og hjartans knús fær hann Tigercopper Heart . Þar held ég að sé maður með hreinræktað hjarta úr gulli á ferð. Ef þú lest þetta hunangshrúgan mín, þá eru skilaboð til þín í kommentakerfinu mínu við síðustu færslu. Þú kannski kíkir á það?

Af skjálftamálum er það að frétta að það kom einn þungur í gær og svo annar núna í kvöld. Það er varla að ég geti sagt að við kippum okkur nokkuð upp við það lengur og fara þá yfirleitt eftirfarandi samtöl af stað.

Einhver 1: Fannstu þennan?

Einhver 2: Játs....... ég held að þessi hafi verið allavega 2,5

Einhver 1: Nauts! Hann var sko minnst 3

Og þá er hlaupið af stað í tölvuna og richter kvarðinn á veður.is kannaður að undangengnu veðmáli.           

Það er helst tíkin okkar hún Sif sem hefur eitthvað bilast við öll þessi læti undanfarið. Ég held nefnilega að hún haldi núna að hún sé belja FootinMouth. Síðan stóri skjálftinn var í síðustu viku, þá neitar hún að borða inni, úti skal maturinn vera. Sama er með vatnið. Þetta væri svo sem ekki í frásögu færandi ef hún myndi nú hundskast til að borða matinn sinn sem er settur út fyrir hana eins og hún sé drottning götunnar, en NEI það eina sem hún borðar er gras Shocking. Sumir eru bara hreinlega furðulegri en aðrir.

Gullmoli dagsins er síðan að hver dagur og hver stund er sigur í sjálfu sér. Notum því tímann vel.

Knús á ykkur krúttin mín. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Já, þetta blogg er alveg frábært, að fá að segja sína skoðun, sögur og bara létta á sínu hjarta.  Það er alltaf mjög gott að geta skrifað sig frá áföllum og ef eitthvað gleðilegt á sér stað, segja frá því   Knús og klemm inn í nóttina.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.6.2008 kl. 01:11

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Tíkin er greinlega í identitetskrísu.  Er ekki boðið upp á áfallahjálp fyrir dýr?

Hólmdís Hjartardóttir, 7.6.2008 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband