Selfossflakkari með meiru

Usssssssss ég held svei mér að ég hafi aldrei verið eins dugleg að heimsækja fólk á einum og sama deginum síðan ég flutti hingað á Selfoss fyrir 5 1/2 ári síðan!!

Málið er að í dag ákvað ég að vera suddalega dugleg og taka þvottahúsið (var ekki enn búin að því) í gegn eftir skjálftann. En þar leyndist líka þessi svakalegi stafli af þvotti sem þurfti að þvo. Bæði var óhreinn þvottur þarna fyrir, svo helltist sykur, hveiti og so videre yfir hreina þvottinn (en ekki hvað) og svo gerði ég þau alverstu mistök sem þreytt húsmóðir getur gert........... ég skipaði erfingjunum um daginn að taka til inni hjá sér Errm og þá fyrst fylltist þvottakarfan skal ég segja ykkur. En okeiiii þarna vandaðist málið. Þvottavélin mín er nefnilega ónýt eftir skjálftann. Einnig var bara allt of mikil rigning til að nenna niður að á og þvo upp á gamla mátann, en ég fullvissa ykkur um það að þetta hafði sko ekkert með leti að gera. Ég vil nefnilega meina það að ég skrepp saman í rigningu. Svoleiðis að nú voru góð ráð dýr. En Tína deyr ekki ráðalaus. Ég ákvað s.s að fara í heimsóknir færandi hendi Grin

Fyrst fór ég með þvott til hennar Huldu minnar sem býr hérna á móti. Þaðan fór ég svo (með þvott) og heimsótti elsku mágkonu mína hana Margréti. En á meðan vélin var að þvo hjá henni þá bakaði litli frændi vöfflur ofan í liðið. Ekkert lítið efnilegur strákurinn. Í staðinn hótaði ég þeim því að ég myndi með þessu áframhaldi flytja til þeirra, því síðast þegar ég heimsótti þau, sem var daginn eftir skjálftann, þá fékk ég þessa líka dýrindis máltið. Gæti sko alveg vanist þessu. Skellti svo aftur í aðra vél hjá henni áður en ég fór og fékk svo heimsendingarþjónustu á tauinu seinna um kvöldið. Talandi um service. Þetta, elsku krúslurnar mínar, kalla ég sjálfsbjargarviðleitni.

En ekki var ég samt búin með heimsóknirnar. Það kom nefnilega í ljós að ekki væri hægt að verðmeta skenkinn minn út frá myndinni sem ég setti hérna í annari færslu, því til þess var hann of mikið skemmdur. Þá var 2 erfingjum af 5 skellt í sófann umkringdir myndaalbúmum í leit að mynd þar sem skenkurinn sæist nú almennilega. UREKA við fundum 2!! Þá var fátt annað eftir en að koma þeim yfir í tölvutækt form. En shit....... skanninn eyðilagðist líka. Frúin hljóp þá aftur yfir til hennar Huldu sinnar, fékk svo að blikka son hennar (sem er svona tölvukall) og plataði hann illilega til að skanna þetta nú inn fyrir mig. Og ekki var hann nú lengi að redda þessu.

Núna er ég búin að setja þessar myndir í albúm hér á síðunni og skrifa þessa bloggfærslu. Hinir 2 fyrrnefndu erfingjar voru að spila guitar hero hér við hliðina á mér á full blast og ekki nóg með það, heldur spiluðu þeir sama lagið aftur og aftur og aftur. Það endaði með að ég fór nú aðeins að tuða yfir þessu og líka yfir því hversu hátt stillt þetta nú væri hjá þeim. En þá segir Kristján "þetta er bara svo afslappandi mamma". Ég gat nú ekki annað en furðað mig á þessari fullyrðingu en fékk fljótlega skýringu frá sama spekingnum "mamma mín........ þú ert kona! EF þú værir karl, þá myndir þú skilja þetta" Og þar hafið þið það. Að ég skyldi ekki fatta þetta sjálf Pinch

Og þá er komið að mola dagsins: Lífið er þeim fullt af stórum stundum sem kunna að umgangast smáar stundir. Sigrid Undset   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

 Þetta kalla  ég sko....Sjálfsbjargarviðleytni.....þvottavélin er biluð á mínum bæ,þ.e.a.s.heilinn gerir tómar vitleysur. En á þinni aðferð er sko hægt að læra að bjarga sér, ætla að athuga þetta með nágrannana.

Að vanda góð færsla,

Sóldís Fjóla 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 8.6.2008 kl. 08:48

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú hefur aldeilis verið dugleg Tína mín.  Alltaf gott að eiga góða að.  Vona að þetta reddist með skápinn og allt hitt.  Knús í Hagana 

Ásdís Sigurðardóttir, 8.6.2008 kl. 12:50

3 Smámynd: Heimir Tómasson

Já, Kristinn hefur verið snöggur að redda skönnuninni.

Hilsen,

Heimir Tómasson, 8.6.2008 kl. 15:57

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef fengið svona gest, sem kom með þvottinn með sér.  Þvottavél dóttur minnar bilaði og hafði hún ekki efni á því að kaupa nýja alveg strax.  Meðan stelpan stoppaði voru þvegnar nokkrar þvottavélar.  Ég þarf einhverntíma að prófa þetta.  Ef þvottavélin mín bilar fer ég kannski að heimsækja ættingjana mína, sem ég er frekar löt að gera svona dags daglega. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.6.2008 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband