13.6.2008 | 06:35
Mikið gaman - mikið fjör, og lífið heldur áfram.
Tryggingafélagið gerði upp við okkur í fyrradag og hófst þar með hin eina og sanna "enduruppbygging". Við hjónin byrjuðum á því að gera lista yfir því sem lægi á að endurnýja og forgangsraða og af nógu er að taka.
Almáttugur hvað borðstofuhúsgögn eru dýr!! Við ákváðum þess vegna að sörfa bara netið og leita okkur að notuðum húsgögnum í borðstofuna. Þegar ég var orðin rangeygð af tölvunotkun og uppiskroppa með leitarsíður, og hreinlega ekki að nenna þessu, haldið þið ekki að það poppi ekki bara upp þetta fínasta sett. Ég hefði ekki getað orðið glaðari þó að húsgögnin hefðu bara birst hérna í borðstofunni og raðað sér upp sjálf. Oki oki, ég segi það kannski ekki alveg, en ég var ansi nálægt því . Núna er þetta frá og allt hitt eftir.
Siggi svili minn er búin að vera á Dale Carnegie námskeiði og var síðasti tíminn í gærkvöldi. Nemendum var boðið að taka með sér gest í útskriftina, og bauð Siggi mig með sér. Hver einasti nemandi var kallaður upp einn í einu og var sá hin sami beðinn að halda örstutta ræðu um notagildi námskeiðsins, hvað þau hefðu fengið út úr því og framtíðarsýn. Hér á myndinni sjáið þið hann Sigga halda sína ræðu. Margt merkilegt fólk var þarna á ferðinni og var virkilega gaman að heyra hvernig þau hefðu lært að setja sér markmið og fylgja þeim eftir. Ég hef í það minnsta séð stórkostulega breytingu á honum Sigga. Hann er allur miklu jákvæðari og léttari en áður en hann fór á þetta námskeið.
Einn hafði gengið með þann draum í maganum í nokkur ár að búa til ákveðna heimasíðu en alltaf hummað það fram af sér. Hann lét loksins verða af því og má ég til með að benda ykkur á hana www.tilvitnun.is . Ég er ofsalega tilvitnanaglöð kona og skrifa t.d alltaf tilvitnun eða málshátt í hvert einasta jólakort, og það fá engir 2 eins kort. Þannig að ég hef alltaf setið hérna með stafla af bókum í nokkra daga til að finna það sem ég vil skrifa í þessi blessuðu kort. Finnst mér því þessi síða vera enn ein guðs gjöfin (hin var settið) fagna henni gríðarlega og er ég alveg klár á því að ég eigi eftir að nota þessa síðu mikið.
Á meðan fór Gunnar minn með yngsta barninu okkar honum Valdimar í bíó og sáu þeir myndina "The incredible Hulk". Skildist mér á þeim að það hefði bara verið ógó gaman.
Í dag ætla ég svo að halda áfram að versla, sem er ljúfsár skemmtun. Öllu má nefnilega ofgera og þetta er svo svakalega mikið sem þarf að versla maður minn. Ég þarf að hringja í hana Gunnu mína í Gunnubúð (IKEA) og blikka hana smá til að aðstoða mig og flýta fyrir mér. Þannig að ef þú lest þetta elsku vinkona þá áttu s.s von á símtali og eins gott að þú sért ekki í kaffi á meðan
Að lokum er hér moli dagsins: Ekkert er betra en hvatning góðs vinar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 07:00 | Facebook
Athugasemdir
Gunna í Gunnubúð er í sumarfríi og alltaf á leið austur , en endilega hringdu samt ef ég get hjálpað þér eitthvað esskan
Gunna-Polly, 13.6.2008 kl. 11:26
kvitt kvitt alltaf gaman að lesa bloggið þitt og takk fyrir kaffið og spjallið í morgunn
hafðu það gott í dag og farðu að s.... á
kveðja Sigurlín
Sigurlín (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 13:49
Elsku Gunna mín: Ég hlakka bara til að fá þig austur. En þetta er ekkert sem liggur á.
Sigurlín umhyggjusama vinkona mín: Takk fyrir innlitið. Það er sko alltaf gaman að fá þig í kaffi og spjall. Varðandi hitt atriðið..........Nægur tími til að hvíla sig þegar maður er dauður!
Búkolla. Þakka þér fyrir og góða helgi sömuleiðis.
Tína, 13.6.2008 kl. 17:02
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.6.2008 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.