Ég er ekkert ofvirk....... það eru bara hinir sem eru hægir!!

Ég er því miður búin að komast að því að mér er bara ekki viðbjargandi. Ég er eins og versta gelgja á mótþróaskeiði Blush. Það er stöðugt verið að segja við mig "Tína...... nú verður þú að slappa af, þú mátt ekki lyfta neinu, þú verður að láta aðra gera þetta, ekki ofreyna þig" og svona gæti ég haldið endalaust áfram. Fólk hefur varla sleppt orðinu, þegar ég er farin af stað. Svo fylgir þessum skipunum alltaf sama setningin "draslið/skíturinn fer ekki neitt". En það er einmitt málið gott fólk. Þessi fjandi fer ekki af sjálfu sér. Ef svo væri, þá skyldi ég alveg slappa af. Þannig að ég geri þetta bara sjálf, þó ég sé lengur að því. Ekki þar fyrir utan að það er ekki nokkur fræðilegur möguleiki á því að ég nenni bara að hanga dag eftir dag og gera ekki neitt. Það er nefnilega frekar leiðinlegt til lengdar sjáið þið til.

Ein hliðarverkun veikinda minna er að beinin í mér eyðileggjast. Þannig að læknirinn sagði við mig að ef það er sól úti, þó ekki væri nema smá glæta, þá skyldi ég koma mér út. Þetta ku víst að vera gott fyrir beinin. Okeiiiii ekkert að því. En svo var ég farin að vera eins og sólþurrkaður tómatur að framan, þannig að ég ákvað að jafna litinn út (svo það verði nú gott báðum megin) og besta leiðin til þess væri að vinna í garðinum. Svoleiðis að mín fór í gær að klóra upp mosann og grasið sem er á milli hellnanna hér á stéttinni fyrir utan. Og er núna brennd á bakinu. Þetta er allt að koma sko LoL

Vaka, sem er yndisleg kona frá félagsþjónustunni, hringdi svo í mig í gær til að láta mig vita að það ætti að senda mér 2 hörkuduglegar konur næstkomandi fimmtudag, til að hjálpa mér við þrifin hérna og taka ærlegan skurk á heimilið. Ég spurði hana þá hvort ég gæti beðið þær að taka eldhúsinnréttinguna fyrir mig, þar sem enn væri fullt af glerbrotum að finna í skúffunum og víðar. Þessi elska sagði að það væri ekki venjan en vegna aðstæðna þá yrði það gert. Nema hvað nú þarf ég að hringja í hana og láta hana vita að ég sé eiginlega búin að þessu. Málið var að eftir símtalið, þá gat ég ekki á heilli mér setið við tilhugsunina um öll glerbrotin, að ég ákvað að byrja í það minnsta á þessu. Ég vissi svo ekki af mér fyrr en ég var búin. En getið þið sagt mér eitt? Hvernig í ósköpunum stendur á því að skúffurnar minnka á milli þess sem þær eru tæmdar, þrifnar og fylltar aftur?????? Ég get svarið fyrir það að ég ætlaði ALDREI að koma eldhúsáhöldunum fyrir aftur.Skenkur_3

Ég hitti síðan Sigga Þór vin okkar, og það var alveg honum líkt að bjóða fram aðstoð sína. "Sko Tína...... við gerum þetta svona...... ég kem með kerruna og þú reddar króknum og svo hespum við þessu bara af!". Þetta er svo dæmigert og lýsandi fyrir þennan dreng. Það á ekkert að slóra við  hlutina............ bara gera þetta og engar refjar. Þannig að hann kom í gærkvöldi og hjálpaði Gunnari mínum að bera út stóru húsgögnin sem eyðilögðust. Þeir tóku svo skurk í bílskúrnum og fóru á haugana. Og áður en ég vissi af þá vorum við Siggi farin að tala um að úr því við værum nú á annað borð að umbylta heimilinu (því þetta er ekkert annað en það), hvort við ættum ekki bara að mála veggina líka, lakka svo hurðirnar því þær eru svo ljótar á litinn. Og svona var haldið endalaust áfram. Og ef ég þekki Sigga rétt, þá verður þetta gert áður en nokkur getur sagt AMEN!

Utanlandsfarinn minn hringdi svo í mig í gær og sagði mér frá því hvernig hann hefði sjálfur farið út í búð að versla og bara reddað málunum. En svo hefur hann einnig ofsalegar áhyggjur af henni systur minni elskulegu, sem er orðin sárlasin með bronkitís og læti. En hann fullvissaði mig um það að hann ætlaði að sinna henni. Hann fór svo í Gocart með Arnþóri og Henrý Mána í gær, en þeir síðarnefndu unnu hann. Það skal tekið fram að Kristján hafði sko 150 afsakanir og ástæður á reiðum höndum fyrir því af hverju hann tapaði. Þannig að ef ég síðan skildi hann rétt, þá verður einvígi á milli hans og Arnþórs í þessu aftur í dag. Kristján þvílíkt dýrkar Arnþór og sagði við Önnu systir "veistu Anna, að hann Arnþór er alveg ofsalega skemmtilegur. Ég skil alveg að þú skulir elska hann" Heart

Og þá er komið að mola dagsins: Dagurinn í gær er liðinn. Morgundagurinn er óvænt ánægja. Dagurinn í dag er gjöf.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert ofvirk og er það ekki bara hið fínasta mál?  Ég meina það er hundleiðinlegt að hanga og gera ekki neitt.

Frábær ertu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.6.2008 kl. 11:00

2 identicon

Kristján reiknaði út að ég ætti amk 10 þús krónur eftir af pen sem þú lést mig fá til að borga í hverskonar skemmtanir þannig að hann var fljótur að spyrja hvað kostaði að' fara í gó-kart ( 2000kr miðað við evruna í dag grrrrrrr ) en það stoppaði hann ekki. ég Anna uppáhalds "leiðinlega" frænkan sagði að það væri margt annað hægt að gera og sló botninn úr með þvi að segja að við færum örugglega ekki meir í gó-kart ( svo hann gæti nú hugsað um e-ð annað)

en fyrir utan það Tina mín þá ertu eins og litlu börnin... fólk á frekar að segja þér að gera hlutina... spurning hvort þú færir í mótþróa þá hmmmmmmmmm ? það er bara svona ;)

love ya to pieces

tvibakan þín (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 11:22

3 Smámynd: Tiger

 Heyrðu sko .. ég sé að við eigum ýmislegt sameiginlegt! Ég er svona líka, get ekki setið á mér ef eitthvað þarf að gera - og get svo bara ekki stoppað fyrr en helst allt er búið - jafnvel þó ég eigi ekki að gera viðkomandi hluti sjálfur.

En, sólin er æði fyrir líkamann - mínus brunahliðin náttúrulega. Fólk með beinasjúkdóma eða gigt t.d. ættu að vera á Spáni yfir vetratímann því kuldinn er erfiður óvinur að eiga við.

Gott að heyra að prinsinn ungi er að skemmta sér vel úti - handviss um að öll börn hafa gaman og gott af því að skella sér í svona frí frá hinu daglega (lesist foreldrum og heimilinu) - og auðvitað höfum við öll gott af því líka að fá smá frí frá börnunum þrátt fyrir að við elskum þau og getum helst ekki án þeirra verið. Þetta er þroskandi og ekkert nema gott um það að segja.

En, farðu vel með þig - og ekki reyna að gera allt sjálf - nýttu alla hjálp sem þér býðst - og ekki vera feimin við það! Knús á ykkur öll og hafið yndislega helgi.

P.s. ég hefði sett minnst 250þús á skápinn sjálfur. Fékk að sjá einn skáp sem var ekki ósvipaður þínum - án glerja - og hann var á 180þús í búð. En ég kann samt ekkert að meta svona auðvitað, bara setja meira á og sjá hvernig tryggingar taka á því.

Tiger, 14.6.2008 kl. 21:26

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er svona andstæða ofvirkni, óvirk ég geri aldrei neitt nema að það sé nauðsyn.  Ég er haldin frestunaráráttu á háu stigi.    Á morgun segir sá lati, ég segi bara einhverntíma þegar ég er í stuði sem er frekar sjaldgæft

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.6.2008 kl. 01:04

5 Smámynd: Gerða Kristjáns

Knús á ykkur ljúfust

Gerða Kristjáns, 15.6.2008 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband