Brjáluð helgi.

Ef þetta er ekki ekki búið að vera einhver bilaðasta helgi ever, þá hef ég ekki glóru um hvað bilað er. En það er alveg magnað hvernig ein smá framkvæmd getur undið upp á sig á alveg hroðalegan hátt, svo vægt sé til orða tekið. En í guðanna bænum ekki misskilja mig. Ég er endalaust þakklát og glöð yfir þessu, en guð hjálpi mér hvað ég verð fegin þegar þetta er búið!

HugsÁ LAUGARDAGINN var björgunarsveitin (Gunnar minn hinn og Siggi Þór) kallaðir út til að hjálpa frúnni (mig) við að nálgast sófasettið sem við hjónin versluðum okkur. Eiginmaðurinn þurfti að vinna til 4 en húsgagnaverslunin lokaði 12. Ég hvorki gat né vildi (best að kalla hlutina réttum nöfnum) vera sófalaus fram yfir helgi. En þetta var sko ekkert mál frekar en fyrri daginn að fá þessa 2 gullmola í þesskonar björgunaraðgerðir. Sófasettið er frekar mikið um sig og fylgdu því miklar pælingar hvernig ætti að koma því inn. Í fljótu bragði leit nefnilega ekki út fyrir að gert væri ráð fyrir því þegar þetta hús var byggt að inn yrðu sett húsgögn fyrir fullorðna eða að sófaframleiðandinn gerði aldrei ráð fyrir að þetta sett yrði selt og færi INN í venjulegt heimahús. Á myndinni sjáið þið spekingana tvo við áætlanagerð. En inn komst það. Þeir eru nú þekktir fyrir flest annað en að gefast upp þessar elskur.

Í síðustu færslu  talaði ég um hvernig við Siggi Þór fórum á flug með hvernig þyrfti að mála og svona............ well til að gera langa sögu stutta að þá erum við nánast búin að mála allt húsið upp á nýtt að innan. Hann Siggi vinur minn lét nefnilega ekki sitja við orðin tóm heldur fór hann í Húsasmiðjuna, keypti pensla, málningu og tilbehör og svo var bara byrjað!! Áður en ég vissi af þá var ég farin að pússa hurðir og karma. Og þetta er svikalaust með því leiðinlegra sem ég hef gert um ævina Pinch. Við gerðum samt ekkert svakalega mikið þann daginn því okkur hjónum og erfingjum var boðið í mat til Gunnars og Huldu vinafólk okkar. Gunnar minn hinn grillaði hrygg á teini og ég verð bara að viðurkenna að þetta er einhver albesti hryggur sem ég hef smakkað og þyki ég nú nokkuð liðtæk í eldhúsinu gott fólk. 

Á SUNNUDAGINN fékk ég svo sms frá Sigga Þór kl 10 um að hann væri sko aldeilis klár í slaginn um leið og ég væri það (hverskonar spurning var þetta eiginlega FootinMouth ?). Hann vildi s.s ólmur halda áfram. Vorum við að tala um ofvirkni í síðustu færslu people? Ég var þá reyndar búin að pússa 2 hurðir af 10 og að byrjuð á þeirri 3 þegar þetta var. Hann var þá ekki lengi að koma sér á staðinn og síðan var haldið áfram sleitulaust til kl 22. Svei mér ef það er ekki bara í fyrsta skipti sem ég þakka fyrir að reykja! Það voru nefnilega einu pásurnar sem við tókum okkur. Ég tók þetta reyndar á verkjalyfjum en áfram skyldi haldið. Staðreyndin er nefnilega sú að það er alls ekki að ég sé ofvirk, heldur einfaldlega staðreynd að ég lið fyrir það að eiga hlutina eftir. Það er svo oft sem byrjað er á einhverju, síðan stoppað í það sem á að heita "nokkra daga" sem enda í nokkur ár og eru síðan aldrei kláruð. Marta kærastan hans Sigga Þórs kom síðan og kíkti á okkur, hvarf aftur, og var síðan mætt í vinnufötunum þessi elska og byrjuð að mála líka. Henni fannst alveg kolómögulegt að sitja bara og horfa. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hitti hana, en ég fékk strax mjög notalega tilfinningu og leið vel í kringum hana. Gunnar minn fór svo í bæinn að sækja borðstofusettið sem við keyptum okkur og sit ég núna við það.

Siggi svili minn fór síðan til Svíþjóðar aðfaranótt sunnudagsins og er farinn að vinna þar. Ef ég skil þetta rétt, þá verður hann þar í 3 vikur, kemur heim í viku, út aftur og svona koll af kolli. Ég sakna þess mest að hafa ekki náð að kveðja hann almennilega Frown sökum anna, bæði hjá mér og svo hjá honum. Það voru auðvitað margir sem vildu kveðja hann. En þarna braut ég eina af mínum aðal reglum, en það er að gefa sér tíma til að kveðja. Eitt af því mikilvægasta í samskiptum við fólk í mínum huga, er að kveðja alltaf og gera það almennilega. Þú veist ekki nema þetta sé í síðasta skipti. Ég á í það minnsta eftir að sakna hans mikið, en ég veit hann var spenntur að takast á við þetta nýja verkefni, en spennunni fylgdi jafnframt mikill tregi yfir því að fara frá Margréti konu sinni og börnum sem eru fólkið sem hann metur hvað mest.

Í dag ætla ég svo að taka það rólega (get eiginlega ekki annað) og búa mig svo undir átök kvöldsins, því Siggi Þór ætlar að mæta hérna aftur en með þræl með sér og það á bara að klára dæmið. Sem betur fer eru hérna fullt af veggjum með sprungum sem við getum þá ekki málað yfir því að matsmennirnir frá viðlagasjóðnum eiga eftir að koma og meta þær skemmdir. Minnkar vinnuna óneitanlega.... í bili. Siggi sá nefnilega hvað öll þessi uppbygging gerði fyrir sálina mína og færðist því allur í aukana. Ætli það endi ekki bara á því að það eina sem verður eins og fyrir skjálftann verði húsgrunnurinn????? Maður spyr sig.

Hér er svo moli dagsins: Það er fáránlegt að skipta fólki í gott og slæmt. Fólk er annað hvort heillandi eða leiðinlegt.

Knús á línuna inn í daginn gott fólk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gott að þetta gengur vel hjá þér!

Hrönn Sigurðardóttir, 16.6.2008 kl. 07:29

2 identicon

Hey hey mín kæra vinkona!!!! Hvað með það sem ég var að segja þér að þú þarft að fara að SLAKA á!! En ég skil þig jafnframt mjög vel. Hlakka til að koma í kaffi í nýtt hús

bestu kveðjur Sigurlín 

SIgurlín (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 09:07

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá hvað þú kemur miklu í verk.  Ég yrði rekin að heiman byggi ég með þér og þinni fjölskyldu.  Er nefnilega alltaf alveg að fara að byrja en þarf fyrst aðeins þetta og svo hiit.

Kveðja inn í daginn og anda inn anda út.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 09:19

4 Smámynd: Tína

Hrönn: Takk fyrir það.

Sigurlín mín elskuleg: Bráðum elskan............ bráðum skal ég slaka á . Hlakka til að fá þig í kaffi. Alltaf gaman að sjá þig.

Jenný: Ég vissi að ég væri alltaf að gleyma einhverju !!!

Tína, 16.6.2008 kl. 09:51

5 Smámynd: Gunna-Polly

heyrðu mín kæra , varst þú ekki að koma úr aðgerð og átt að taka því RÓLEGA??

LOVE YOU

Gunna-Polly, 16.6.2008 kl. 13:03

6 Smámynd: Tína

Gunna mín einstaka: öööööööööö jú en sko............ ytri saumarnir eru sko grónir

Tína, 16.6.2008 kl. 14:03

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hahaha hér er stuð - allt á fullu í titekt og lagfæringum! Jú það er rétt það bætið skapið og það andlega að framkvæma og geraa fínt í kringum sig!

Kemurðu ekki með mynd af settinu?

Edda Agnarsdóttir, 16.6.2008 kl. 15:28

8 Smámynd: Tína

Edda: Geri sko allt fyrir þig. Ég sótti s.s myndina af settinu á netinu og skellti í albúmið merkta "breytingar á heimilinu". Þar getur þú séð það. Set svo inn betri mynd þegar allt er komið í röð og reglu hjá okkur . Og miðað við skjálftann sem við fengum á okkur í morgun þá veit ég ekki alveg hvenær það verður

Tína, 16.6.2008 kl. 15:48

9 Smámynd: Gunna-Polly

Tína mín einstaka  öööööööööööööööö en innri gerðu nú eins og gamla Gunna segir og sestu út í sólina og slaka á , hvíldu þig

Gunna-Polly, 16.6.2008 kl. 17:49

10 Smámynd: Tína

Gunna mín: Hvaða sól?

Tína, 16.6.2008 kl. 18:41

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég verð bara þreytt á því að lesa um framkvæmdagleðina og púlið sem þið hafið lagt á ykkur, knús inn í nóttina  Ég gæti tekið þig í námskeið í því hvernig á að slappa af og fresta öllu aðeins

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.6.2008 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband