Hverjar eru líkurnar?

Ég er þessa vikurnar í lyfjameðferð og uppgötvaði mér til mikillar hrellingar í gær að af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá var ég búin með þau lyf sem reynast mér lífsnauðsynleg og væri ekki einu sinni með lyf fyrir kvöldið. Ég hringdi að sjálfsögðu í ofboði suður svo hægt væri að bjarga þessu. Vandamálið er að þetta er ekki lyf sem þú bara stekkur út í apótek og kaupir. Þetta er svokallað undanþágulyf og bara lyfseðillinn er A4 blað í þríriti, og verður Tryggingastofnun (ef ég man rétt) að samþykkja þetta og svona fram eftir götunum. Vegna einhverra mistaka hafði ég s.s ekki fengið nóg af þeim. Skil ekki enn hvernig þetta gat gerst og afhverju ég fattaði þetta ekki fyrr. Þessi lyf eru einnig ófáanleg á sjúkrahúsinu hér á Selfossi.

En þá komum við að kjarna málsins. Ég er með 2 sérfræðinga, 1 skurðlækni og 1 heimilislækni á mínum snærum, ef svo má að orði komast, OG ÞAU ERU ÖLL Í FRÍI Á SAMA TÍMA !! Hverjar eru líkurnar á að svoleiðis gerist? Fúslega skal ég viðurkenna að ég panikeraði Crying, en sko bara smá, ég tók ekki dramadrottninguna á þetta, bara svo það sé á hreinu. Málið er að án þessara lyfja þá er, tja......... segjum þetta bara pent og rétt.......fjandinn laus og ég spítalamatur med det samme. Nú voru góð ráð dýr.

Það fór því allur dagurinn í þetta hjá mér. Með dyggilegri aðstoð lyfjafræðings hér á Selfossi (en mig minnir að hann heiti Aðalsteinn) þá tókst að bjarga þessu korteri fyrir lokun. Grínlaust. Ég þurfti að fara hérna á læknavaktina þar sem ég beið í tæpa 2 tíma eftir að komast að, en á meðan var lyfjafræðingurinn búin að hringja á undan mér í vaktlækni og finna leið til að komast "framhjá" öllu þessu undanþágurugli til bráðabirgða. En þetta bjargaðist og það er fyrir öllu. Við þetta var bara úr mér allur vindur og ég eins og sprungin blaðra á eftir. En allt er gott sem endar vel. Við skulum sko alls ekki gera lítið úr því.

Mér varð s.s ekki mikið úr verki í gær á heimilinu og gerði næsta lítið annað en þetta. En það stendur nú til bóta í dag.  Það er að vísu farið að draga talsvert úr orkunni hjá mér, en bætist því meira í hjá hinum. Þrællinn hans Sigga komst því miður ekki, en Siggi og Marta komu í drullugallanum og til í slaginn eins og fyrri daginn þessar elskur. Við byrjuðum frekar seint í gærkvöldi og gerðum þess vegna ekki mikið. Við hjónin ætlum að reyna að vera svolítið dugleg í dag. Ég vil nefnilega klára þetta í síðasta lagi á morgun, vegna þess að á fimmtudagsmorgun munu 2 hörkuduglegar konur frá heimilishjálpinni koma og þrífa, og finnst mér það frekar ömurlegt ef ég get í fyrsta lagi ekki nýtt mér þetta vegna þess að það er enn allt í framkvæmdarúst, eða vegna þess að það á allt eftir að fara í rúst aftur þegar þær eru farnar. 

Annars er ég búin að setja inn nýtt albúm undir myndirnar af framkvæmdunum. Endilega fylgist þið með þar ef þið viljið. Reyni að muna eftir því að taka svona "fyrir og eftir" myndir.

Utanlandsfarinn minn er að koma heim á eftir og ég er bara að bíða eftir að geta sótt hann. Jú víst var nú gott að fá smá frí frá honum, en betra finnst mér að fá hann heim. Ég hlakka bæði til og kvíði að heyra allar sögurnar sem hann á eftir að segja mér. Hann getur nefnilega verið eins og útvarpsstöð þegar hann byrjar að tala þessi elska, s.s óstöðvandi. Alveg eins og systir hans.

Hér er svo moli dagsins hunangshrúgurnar mínar og gleðilegan 17 Júní Wizard.

Hver sem þú ert og hvar sem þú ert, þú hefur alltaf rangt fyrir þér ef þú ert dónalegur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gott að þetta slapp fyrir horn hjá þér! Aðalsteinn heitir hann lyfjafræðingurinn og er frændi minn..... Nema hvað - frábær gaur

Hrönn Sigurðardóttir, 17.6.2008 kl. 10:36

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svona er þetta með hana Hrönn, hún er af eðalkyni konan.

Gott að allt endaði vel.  Njóttu þjóðhátíðardagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.6.2008 kl. 11:51

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Góðan daginn tína mín. Þú stendur ekki bara í stórræðum með húsnæðið heldur sjálfan þig líka. Gangi þér vel með lyfjameðferðina.

Til hamingju með daginn!

Edda Agnarsdóttir, 17.6.2008 kl. 12:26

4 Smámynd: Tiger

 Uss.. elítan er alltaf í fríi - virðist ekki þurfa á því að halda að vinna of mikið - eða hafa sérfræðingarnir okkar engar áhyggjur af okkur þegar við erum lasin - ja, eða þannig sko...

Það er æði að taka svona fyrir og eftir myndir þegar maður er í framkvæmdum. Er einmitt búinn að vera að fylgjast með slíkum hjá Jónínu Dúu bloggvinkonu minni fyrir norðan - skemmtilegt skott þar á ferð. Gott að þú ert að heimta ungann aftur heim í hreiður - muna bara að leyfa honum að rasa út í eitt skipti fyrir öll svo ekki þurfi að vera framhaldssaga vikum saman.

Knús á þig Hunangshrúgan mín líka - og gangi þér sem allra best með heilsuna.

Tiger, 18.6.2008 kl. 02:18

5 identicon

Hæ hæ, takk aftur fyrir æðislegt grill í gær :) Verðum að endurtaka þetta fljótlega... Vona að þú náir að klára að mála áður en hjálparhendurnar koma á fimmtudaginn en passaðu þig samt að ofgera þér ekki. Það er mikilvægara að þú sért í góðu lagi heldur en að heimilið verði nýmálað og skínandi hreint á fimmtudaginn ;)

Marta (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 10:45

6 Smámynd: Gunna-Polly

gott að þetta reddaðist  með lyfin og hlustaðu nú á hana Mörtu fyrst þú haustar ekki á mig ef þig vantar sól til að liggja í á ég nóg af henni hér í borg óttans

Gunna-Polly, 18.6.2008 kl. 11:13

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hæ Tína. Búin að skoða myndir, gaman að skoða börnin þín. Þetta er veglegur sófi og þægindalegur í útliti, en samt svo konunglegur - það sama má segja um borðstofusettið. Nú er ég loksins komin á þá hillu í lífinu að vilja leðursófasett, ég hef alltaf streitst á móti því, kannski líka að ég hef núna pláss fyrir annan sófa fyrir sjónavarp sem getur verið tauáklæði. Takk fyrir að lofa mér að kíkja á allar gersemirnar þínar! Knús á þig í daginn!

Edda Agnarsdóttir, 18.6.2008 kl. 11:14

8 Smámynd: Tína

Hrönn mín: Hann frændi þinn auðvitað bara bjargaði mér sko. Það er bara ekkert öðruvísi.

Jenný og Edda: Takk fyrir

Tigercopper megabeib: Alltaf gaman af svona myndum. Verst maður man oft bara eftir því "eftir á" að maður hefði átt að taka myndir!

Marta mín: Takk fyrir sömuleiðis. Þetta var ferlega gott og gaman. Sorry að ég skildi síðan ekki sinna ykkur betur heldur vaða beint áfram í framkvæmdirnar. Vil bara klára þetta and get it over with

Gunna honey: Væri sko komin til þín ef ég mætti keyra. En núna er sólin komin aftur hingað, þannig að ég held bara áfram að bíða eftir þér

Edda: Takk fyrir falleg orð. Settið er notað en sést varla á því og sófasettið fengum við á 60% afsl. Kom sér sko vel og er ekkert lítið þægilegur! Hann bókstaflega öskrar á mann að leggjast í sér.

Takk öll fyrir að skilja eftir ummerki eftir ykkur hérna. Alltaf svo skemmtilegt að lesa það sem þið skrifið hérna. Maður er ekki eins og talandi út í loftið þegar kvittað er. Eigið dýrðlegan dag

Tína, 18.6.2008 kl. 12:34

9 Smámynd: Gunna-Polly

Tína beib þarft vonandi ekki að bíða lengi stefnan er sett austur næstu viku ætlaði að koma um helgina en þarf austur á Fáskrúðsfjörð í 2 útskriftarveislur , eins og mér finnst nú gaman að sitja i bíl í 8-9 tíma

Gunna-Polly, 18.6.2008 kl. 15:53

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þú varst heppin að lyfin fengust, það hefði ekki verið gott að þurfa að leggjast inn á  spítala.  Ég gleymdi að kommenta hjá þér í gær, nema við myndir.  Vonandi gefur þú þér tíma til þess að hvíla þig og safna kröftum.  Ekki eyða allri orkunni í tiltektir og þrældóm.  Stundum þarf maður að hlusta smá á líkamann sinn og hvíla sig.   Gangi þér vel kæra bloggvinkona í baráttu þinni við sjúkdóm þinn, og muna að slappa af anda inn um nefið og út um munninn, og koma svo.  Anda inn um nefið og út um munninn rólega, og svo aftur og aftur.   Svo má leggjast upp í sófa með góða bók, og lesa hana. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.6.2008 kl. 01:41

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

farðu vel með þig

Hólmdís Hjartardóttir, 19.6.2008 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband