1.7.2008 | 09:09
Afhverju að flækja hlutina?
Þetta minnir mig á sögu af henni Önnu Bellu.
Einu sinni þegar við tvíburasysturnar vorum í barnaskóla, þurftum við að teikna mynd. Þarna sat ég samviskusemin uppmáluð og vandaði mig mikið við að teikna fallega mynd. Á meðan var systir mín skoppandi og hoppandi um allt. Þar til pabbi spurði hana hvort hún ætlaði ekki að fara að mínu dæmi og klára sitt heimanám. Anna hélt nú ekki því hún væri sko lööööngu búin með sína mynd. Pabbi heimtaði auðvitað að fá að sjá myndina, því engin hafði séð til hennar meðan hún teiknaði. Anna lét ekki segja sér þetta tvisvar og kom til baka með blað sem hún hafði málað svart.
Pabbi: Þetta er ekki mynd Anna mín.
Anna: Júbb.................. þetta er nóttin
Það fyndnasta við þetta allt saman var að hún komst upp með þetta!!
Moli dagsins er því: Frelsi er að hlýða þeim lögum sem maður hefur sjálfur sett sér. Rousseau
Fékk einkunn fyrir tveggja blótsyrða ritgerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir kveðjuna inni á mínu bloggi.
Ég er hrifin af þessari sögu um myndina hennar systur þinnar - svart er oft merki um mikla gleði og gálga og þar að auki eru margir listamenn sem gera svört verk bæði í málun og þrívídd. Einni listakonu man ég eftir sem heitir Guðrún Einarsdóttir sem hefur gert svört verk með sérstakri áferð og einnig önnur dökkleit.
Ef hún hins vegar hefði krassað þá er það oftar en ekki merki um vanlíðan.
Það er nefnilega oft erfitt að gera kröfu á skapandi verkefni og ætti að taka því eins og það kemur frá börnum, þau eru misjafnlega stefnd og væri í raun gott efni til umræðu um þeirra mál.
Edda Agnarsdóttir, 1.7.2008 kl. 09:32
Lífsgleði, húmor og léttleiki voru sko einkennandi hjá henni systu. Ég var aftur á móti andstæðan, róleg, alvörugefin og ábyrgðarfull. Það sem hún gat tekið upp á var stundum hreint með ólíkindum
Tína, 1.7.2008 kl. 09:53
skemmtileg saga...eigðu ljúfan dag
Hólmdís Hjartardóttir, 1.7.2008 kl. 10:49
Hahaha góð!
Já hún er sko greinilega sniðug hún systir þín. Efa samt að þú sért verri.
En það er jú oft tilfellið að tvíburar eru sitthvor manneskjan. Þó samhugur sé mikill þá eru þeir ekki eins. Hvorki í lund eða framkomu. Mágkona mín á tvíbura og þær eru nú svart og hvítt í flestu. Þó eineggja séu.
Knús á daginn þinn.
JEG, 1.7.2008 kl. 10:53
Sæl svilkona. Sniðug saga hjá þér og margir afar góðir pistlar og gaman að lesa. Takk fyrir kveðjur hinumegin.
Ingibjörg svilkona (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 11:12
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2008 kl. 17:16
Hahaha ... bannsettur prakkarinn í systur þinni! En yndislegt ímyndunaraflið sem hún hefur haft þarna, að láta sér detta þetta í hug sýnir bara hve þroskuð hún hefur verið og úrræðagóð!
Knús á þig tvíbaka litla ...
Tiger, 1.7.2008 kl. 19:08
já enda er nóttin svört sé ekkert að þessu sko
Gunna-Polly, 1.7.2008 kl. 20:03
Hæhæ Tína - mikið er gaman að heyra frá þér hér á Blogginu. Það fer þér líka einstaklega vel að blogga - málglaða daman!
Ég vona að þú hafir það sem allra best, ég hef hugsað mikið til þín undanfarið.
jæja - ætla að setja þig í favorites og tjekka oftar á þér.
b.kv. Elín í Hosiló
Elín í Hosiló (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 23:52
Tvíburasystur mínar voru eins og dagur og nótt, þ.e.a.s. mjög ólíkar og fékk systir mín sem var dugleg að læra og var stillt og góð, stundum skammir frá kennurum, fyrir að passa ekki að systirin skilaði sínum verkefnum, og væri stillt og góður nemandi eins og hún. Flottur finnst mér moli dagsins hjá þér.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.7.2008 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.